Tvítugur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2019 14:32 Frá Héraðsdómi Austurlands á Egilstöðum þar sem málið var til meðferðar. Vísir/Vilhelm Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur fyrir að áreita og nauðga ungri konu á Austfjörðum í nóvember 2017. Honum er gert að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands á þriðjudaginn. Brotin áttu sér stað upp úr hádegi sunnudaginn 12. nóvember 2017 en gleðskapur hafði verið í húsinu um nóttina.Tvö kynferðisbrot Manninum var gefið að sök að hafa á heimili ungu konunnar annars vegar áreitt hana kynferðislega með því að hafa farið inn í herbergi hennar, sleikt og sogið á henni geirvörtuna þangað til hann yfirgaf herbergið eftir að hún varð hans vör. Læsti unga konan þá herberginu. Þá var honum gefið að sök að hafa í framhaldinu komið aftur inn í herbergið eftir að hún hafði sofnað og nauðgan henni. Það hafi hann gert með því að leggjast upp í rúm til hennar, stinga fingri í leggöng, sleikt á henni geirvörtu og kysst á háls. Gat hún ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar en brást við þegar hún áttaði sig á því hvað var í gangi. Hvað fyrra brotið varðaði þótti framburður konunnar trúverðugur og í samræmi við trúverðugan framburð vinkonu hennar sem lá við hlið hennar í rúminu þegar brotið átti sér stað. Maðurinn neitaði alfarið að hafa einu sinni farið inn í herbergið. Þótti dómnum hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði farið inn í herbergið og áreitt hana.Einlæg og ítrarleg frásögn Hvað nauðgunarbrotið varðar neitaði ákærði sömuleiðis alfarið sök. Þá var vinkona hennar farin úr húsi og herbergið ekki lengur læst. Lýsingar konunnar á veski mannsins, sem hún lagði hald á í baráttu við hann í rúminu, og nærfötum mannsins studdu framburð hennar um það sem gerðist umræddan dag. Hins vegar studdu sérfræðigögn lögreglu og sérhæfðrar rannsóknarstofu ekki málatilbúnað ákæruvaldsins að maðurinn hefði hafist við í rúminu í svefnherberginu. Þau gögn studdu því frekar frásögn karlmannsins. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert annað en neitun ákærða gæti bent til þess að framburður konunnar væri rangur. Vitni og vottorð sálfræðings um alvarlega vanlíðan styðja frásögn hennar en einnig það að karlmaðurinn var fundinn sekur í fyrri ákæruliðnum. Að áliti dómsins var framburður konunnar skilmerkilegur og trúverðugur í öllum meginatriðum en frásögn hennar auk þess ítarleg og einlæg. Frásögn karlmannsins var aftur á móti reikull á köflum. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og til greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur fyrir að áreita og nauðga ungri konu á Austfjörðum í nóvember 2017. Honum er gert að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands á þriðjudaginn. Brotin áttu sér stað upp úr hádegi sunnudaginn 12. nóvember 2017 en gleðskapur hafði verið í húsinu um nóttina.Tvö kynferðisbrot Manninum var gefið að sök að hafa á heimili ungu konunnar annars vegar áreitt hana kynferðislega með því að hafa farið inn í herbergi hennar, sleikt og sogið á henni geirvörtuna þangað til hann yfirgaf herbergið eftir að hún varð hans vör. Læsti unga konan þá herberginu. Þá var honum gefið að sök að hafa í framhaldinu komið aftur inn í herbergið eftir að hún hafði sofnað og nauðgan henni. Það hafi hann gert með því að leggjast upp í rúm til hennar, stinga fingri í leggöng, sleikt á henni geirvörtu og kysst á háls. Gat hún ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar en brást við þegar hún áttaði sig á því hvað var í gangi. Hvað fyrra brotið varðaði þótti framburður konunnar trúverðugur og í samræmi við trúverðugan framburð vinkonu hennar sem lá við hlið hennar í rúminu þegar brotið átti sér stað. Maðurinn neitaði alfarið að hafa einu sinni farið inn í herbergið. Þótti dómnum hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði farið inn í herbergið og áreitt hana.Einlæg og ítrarleg frásögn Hvað nauðgunarbrotið varðar neitaði ákærði sömuleiðis alfarið sök. Þá var vinkona hennar farin úr húsi og herbergið ekki lengur læst. Lýsingar konunnar á veski mannsins, sem hún lagði hald á í baráttu við hann í rúminu, og nærfötum mannsins studdu framburð hennar um það sem gerðist umræddan dag. Hins vegar studdu sérfræðigögn lögreglu og sérhæfðrar rannsóknarstofu ekki málatilbúnað ákæruvaldsins að maðurinn hefði hafist við í rúminu í svefnherberginu. Þau gögn studdu því frekar frásögn karlmannsins. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert annað en neitun ákærða gæti bent til þess að framburður konunnar væri rangur. Vitni og vottorð sálfræðings um alvarlega vanlíðan styðja frásögn hennar en einnig það að karlmaðurinn var fundinn sekur í fyrri ákæruliðnum. Að áliti dómsins var framburður konunnar skilmerkilegur og trúverðugur í öllum meginatriðum en frásögn hennar auk þess ítarleg og einlæg. Frásögn karlmannsins var aftur á móti reikull á köflum. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og til greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira