Hjalti: Alltaf opið fyrir Gunnar í Keflavík Árni Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2019 22:29 Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, ræðir við sína menn í kvöld. vísir/daníel Þjálfari Keflvíkinga var skiljanlega súr eftir tapið gegn Hauukum í kvöld en hann var spurður að því hvernig væri hægt að útskýra leik og þar með úrslit Keflvíkinga í kvöld á móti Haukum. „Til að byrja með mætum við ekki í leikinn, vorum arfaslakir og flatir í byrjun. Sóknarlega ragir og týndir og varnarlega fengur þeir þær stöður sem þeir vildu og það er eiginlega fráleitt að mæta svona til leiks.“ Dominykas Milka var ekki með Keflvíkingum í kvöld og var hans, skiljanlega, sárt saknað en var söknuðurinn of mikill. „Það sjá það allir að hann er einn sá besti í deildinni og það er munur að hafa hann í liðinu en við verðum að gera miklu betur en þetta.“ Hjalti vildi ekki fara út í að ræða dómarana of mikið en það var mikið flautað í kvöld og sagði hann að menn væru náttúrlega ekki alltaf sammála en svona væri leikurinn bara. Hann var þá spurður að því hvort hann hefði ekki viljað fá meiri anda frá sínum mönnum eftir fyrsta tap þeirra. „Við komum vel út í seinni hálfleiks og það var mikill andi og barátta og við vorum árásargjarnir eins og við ætluðum að vera í allt kvöld. Svo þegar maður fer að skipta liðinu þá dettur það niður og það verða menn að taka til sín og gera betur.“ Að lokum var Hjalti spurður út í fréttirnar að Gunnar Ólafsson, sem spilaði með Keflavík í fyrra, var laus allra mála frá Oviedo og hvort hann væri búinn að hafa samband við hann. „Ég hafði samband við hann í morgun en við erum fínir félagar enda þjálfaði ég hann upp alla yngri flokkana. Ég hafði samt samband í raun og veru án þess að vita hvernig staðan hans væri og að hann væri laus.“ „Ég var aðeins að klappa honum á bakið og hughreysta hann og segja honum að halda áfram. Auðvitað lætur maður hann vita að það er alltaf opið fyrir hann í Keflavík en númer eitt tvö og þrjú var ég að hughreysta og peppa hann.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Keflavík 86-70 | Haukar með sannfærandi heimasigur Ólafssalur virðist vera óvinnandi vígi og Haukar njóta góðs af því. 22. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Þjálfari Keflvíkinga var skiljanlega súr eftir tapið gegn Hauukum í kvöld en hann var spurður að því hvernig væri hægt að útskýra leik og þar með úrslit Keflvíkinga í kvöld á móti Haukum. „Til að byrja með mætum við ekki í leikinn, vorum arfaslakir og flatir í byrjun. Sóknarlega ragir og týndir og varnarlega fengur þeir þær stöður sem þeir vildu og það er eiginlega fráleitt að mæta svona til leiks.“ Dominykas Milka var ekki með Keflvíkingum í kvöld og var hans, skiljanlega, sárt saknað en var söknuðurinn of mikill. „Það sjá það allir að hann er einn sá besti í deildinni og það er munur að hafa hann í liðinu en við verðum að gera miklu betur en þetta.“ Hjalti vildi ekki fara út í að ræða dómarana of mikið en það var mikið flautað í kvöld og sagði hann að menn væru náttúrlega ekki alltaf sammála en svona væri leikurinn bara. Hann var þá spurður að því hvort hann hefði ekki viljað fá meiri anda frá sínum mönnum eftir fyrsta tap þeirra. „Við komum vel út í seinni hálfleiks og það var mikill andi og barátta og við vorum árásargjarnir eins og við ætluðum að vera í allt kvöld. Svo þegar maður fer að skipta liðinu þá dettur það niður og það verða menn að taka til sín og gera betur.“ Að lokum var Hjalti spurður út í fréttirnar að Gunnar Ólafsson, sem spilaði með Keflavík í fyrra, var laus allra mála frá Oviedo og hvort hann væri búinn að hafa samband við hann. „Ég hafði samband við hann í morgun en við erum fínir félagar enda þjálfaði ég hann upp alla yngri flokkana. Ég hafði samt samband í raun og veru án þess að vita hvernig staðan hans væri og að hann væri laus.“ „Ég var aðeins að klappa honum á bakið og hughreysta hann og segja honum að halda áfram. Auðvitað lætur maður hann vita að það er alltaf opið fyrir hann í Keflavík en númer eitt tvö og þrjú var ég að hughreysta og peppa hann.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Keflavík 86-70 | Haukar með sannfærandi heimasigur Ólafssalur virðist vera óvinnandi vígi og Haukar njóta góðs af því. 22. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Keflavík 86-70 | Haukar með sannfærandi heimasigur Ólafssalur virðist vera óvinnandi vígi og Haukar njóta góðs af því. 22. nóvember 2019 23:00