Endalausar 17. júní ræður en stjórnvöld pínu áhugalaus Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. nóvember 2019 09:00 Frá Vísindavöku Rannís síðastliðið haust. Stjórnvöld stefna að því að auka framlög til rannsókna og þróunar á næstu árum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það er alltaf talað rosalega fallega þegar svona stefnur eru settar fram og fluttar einhverjar 17. ?júní ræður endalaust. En svo er eins og stjórnvöld séu pínu áhugalaus um þetta,“ segir Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslands og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands, um nýbirtar tölur Hagstofunnar yfir útgjöld til rannsókna og þróunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar námu heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs 2,02 prósentum af landsframleiðslu á síðasta ári. Hefur þetta hlutfall farið minnkandi síðustu ár en það var 2,11 prósent árið 2017 og 2,13 prósent 2016. Leiðarljós í stefnu Vísinda- og tækniráðs 2017-2019 er að þessi fjárfesting verði komin í 3 prósent af landsframleiðslu árið 2024. Raunar var í fyrri stefnu ráðsins stefnt að því að ná þessu hlutfalli árið 2016. „Hagtölurnar sýna okkur að við erum ekki komin á þann stað að vera á pari við löndin í kringum okkur,“ segir Erna. Árið 2017 eyddu Svíar 3,4 prósentum af landsframleiðslu í rannsóknir og þróun, hlutfallið hjá Dönum var 3,05 prósent, 2,76 prósent hjá Finnum en 2,09 prósent hjá Norðmönnum. Erna bendir á að fjárveitingar í Rannsóknasjóð hafi til að mynda verið nánast óbreyttar að krónutölu undanfarin ár meðan launavísitalan hafi hækkað. Árið 2016 hafi verið sett aukið fjármagn í sjóðinn með þeim fyrirheitum að halda ætti áfram á þeirri braut. Það hafi hins vegar ekki ræst. Raunvirði fjárframlaga sé því komið á svipaðan stað og áður en viðbótin kom inn. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs var gert ráð fyrir að skorið yrði niður um 50 milljónir til sjóðsins en Erna segir að það hafi þó verið dregið til baka í breytingartillögu meirihlutans við aðra umræðu um málið. Erna segir að nú stefni í að hlutfall umsókna sem fái styrk úr sjóðnum fari á næsta ári niður í rúm 15 prósent. Það hafi verið um 17 prósent á síðasta ári og hafi lækkað stöðugt á undanförnum árum og var til dæmis 25 prósent 2016. „Þetta eru þriggja ára styrkir þannig að það mun enginn ná að halda samfellu í rannsóknum sínum nema bara einhverjir örfáir hópar. Þótt það virki auðvitað ekki þannig í raunheimum, þá er samt verið að segja að þú getir átt von á styrk á sjö ára fresti,“ segir Erna. Ásóknin í Rannsóknasjóð hafi aukist mikið á síðustu árum og það sama megi segja um Tækniþróunarsjóð. „Þegar innspýtingin kom 2016 fengum við fleira fólk heim og doktorsnemum fjölgaði. Við það efldist rannsóknarsamfélagið og þá um leið jókst ásóknin í þessa sjóði.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
„Það er alltaf talað rosalega fallega þegar svona stefnur eru settar fram og fluttar einhverjar 17. ?júní ræður endalaust. En svo er eins og stjórnvöld séu pínu áhugalaus um þetta,“ segir Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslands og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands, um nýbirtar tölur Hagstofunnar yfir útgjöld til rannsókna og þróunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar námu heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs 2,02 prósentum af landsframleiðslu á síðasta ári. Hefur þetta hlutfall farið minnkandi síðustu ár en það var 2,11 prósent árið 2017 og 2,13 prósent 2016. Leiðarljós í stefnu Vísinda- og tækniráðs 2017-2019 er að þessi fjárfesting verði komin í 3 prósent af landsframleiðslu árið 2024. Raunar var í fyrri stefnu ráðsins stefnt að því að ná þessu hlutfalli árið 2016. „Hagtölurnar sýna okkur að við erum ekki komin á þann stað að vera á pari við löndin í kringum okkur,“ segir Erna. Árið 2017 eyddu Svíar 3,4 prósentum af landsframleiðslu í rannsóknir og þróun, hlutfallið hjá Dönum var 3,05 prósent, 2,76 prósent hjá Finnum en 2,09 prósent hjá Norðmönnum. Erna bendir á að fjárveitingar í Rannsóknasjóð hafi til að mynda verið nánast óbreyttar að krónutölu undanfarin ár meðan launavísitalan hafi hækkað. Árið 2016 hafi verið sett aukið fjármagn í sjóðinn með þeim fyrirheitum að halda ætti áfram á þeirri braut. Það hafi hins vegar ekki ræst. Raunvirði fjárframlaga sé því komið á svipaðan stað og áður en viðbótin kom inn. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs var gert ráð fyrir að skorið yrði niður um 50 milljónir til sjóðsins en Erna segir að það hafi þó verið dregið til baka í breytingartillögu meirihlutans við aðra umræðu um málið. Erna segir að nú stefni í að hlutfall umsókna sem fái styrk úr sjóðnum fari á næsta ári niður í rúm 15 prósent. Það hafi verið um 17 prósent á síðasta ári og hafi lækkað stöðugt á undanförnum árum og var til dæmis 25 prósent 2016. „Þetta eru þriggja ára styrkir þannig að það mun enginn ná að halda samfellu í rannsóknum sínum nema bara einhverjir örfáir hópar. Þótt það virki auðvitað ekki þannig í raunheimum, þá er samt verið að segja að þú getir átt von á styrk á sjö ára fresti,“ segir Erna. Ásóknin í Rannsóknasjóð hafi aukist mikið á síðustu árum og það sama megi segja um Tækniþróunarsjóð. „Þegar innspýtingin kom 2016 fengum við fleira fólk heim og doktorsnemum fjölgaði. Við það efldist rannsóknarsamfélagið og þá um leið jókst ásóknin í þessa sjóði.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira