Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, hefur verið handtekinn. Þá hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, einnig verið handtekinn.
Frá þessu er greint á vef The Namibian sem hefur fengið þetta staðfest frá Sebastian Ndeitunga, yfirrannsóknarlögreglumanni. Samkvæmt heimildum The Namibian leitar lögregla enn þriggja annarra í tengslum við málið.
Þá var einnig greint frá handtökunum á mótmælafundi sem fram fór á Austurvelli í dag. Einn viðstaddra afhenti Katrínu Oddsdóttur, fundarstýru fundarins, síma með skilaboðum frá Kristni Hrafnssyni, ritstjóra Wikileaks, þar sem hann greindi frá handtökunum.
Esau sagði af sér fyrir tíu dögum síðan eftir að Samherjaskjölin svokölluðu voru birt á vef Wikileaks. Þrátt fyrir afsögnina sagðist hann ekki vera spilltur og að ásakanirnar væru hluti af ófrægingarherferð gegn sér og SWAPO-flokknum.
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu handtekinn
Tengdar fréttir

Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins
James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu

Segist ekki hafa geta rekið ráðherrana þar sem þeir höfðu ekki verið dæmdir
Hage Geingob, forseti Namibíu, segir gagnrýni yfir því að hann hafi ekki rekið tvo ráðherra sem tengjast Samherjamálinu vera ranga.

Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir
Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun.