„Metnaður og samkennd er það sem við þurfum“ Stefán Ó. Jónsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. nóvember 2019 18:45 Mótmælendur kröfðust afsagnar sjávarútvegsráðherra og nýrrar stjórnarskrár á fjöldafundi á Austurvelli í dag, þangað sem áætlað er að um fjögur þúsund manns hafi lagt leið sína. Það var margt um manninn á Austurvelli í dag þegar sjö félagasamtök blésu þar til mótmæla; Krafan var ný stjórnarskrá á grunni tillagna sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012, spjótin beindust að sjávarútvegsráðherra og voru afhjúpanir Samherjaskjalanna ræðumönnum ofarlega í huga. „Og græðgi er ekki góð þó að Hólmsteinar þessa lands hafi sannfært okkur um það og þó að fjármálaráðherra þessa lands hafi verið alinn upp við það þá er græðgði ekki góð. Metnaður og samkennd er það sem við þurfum,“ sagði blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal.Fjölmenni var á Austurvelli í dag.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tók einnig til máls. „Forsætisráðherra segir að aldrei sé hægt að koma í veg fyrir að maður þekki mann á Íslandi, að maður hringi í mann til að spyrja hvernig honum líði „elsku vinur“. Hún hefði átt að segja „látið nú nú ekki svona. Auðvitað þekkir útgerðarauðvaldið sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins““. Ræðumennirnir fjórir Sólveig Anna, Atli Þór, Auður Anna Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og lögmaðurinn Þórður Már Jónsson fóru hörðum orðum um stjórnmálastéttina og tóku fulltrúar stéttarinnar kröfu fundarins til síns. „Allt það sem er að gerast á 100 prósent rétt á sér. Þess vegna er ég hér,“ sagði Inga Sæland, formaður flokksins í samtali við fréttastofu á Austurvelli.Kröfur fundamanna.Stöð 2/Grafík.„Það gengur ekki ráðherra þjóðarinnar haldi áfram að bera eitthvað bull á borð þjóðarinnar. En auðvitað, það sen við sjáum hér er skýlaus krafa um að fá nýju stjórnarskránna okkar strax sem við höfum verið að kalla eftir mjög lengi og sömuleiðis að það sé kominn tími til þess að Kristján Þór taki pokann sinn,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðu Pírata. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins fór með fundarstjórn. „Í nýju stjórnarskránni er auðlindaákvæði sem kveður á um það að auðlindirnar skuli vera nýttar með sjálfbærum hætti gegn fullu verði sem þýðir markaðsverð og að þjóðin skuli njóta arðsins af þeim. Það er sú krafa sem að Íslendingar hafa gert í áratugi og hefur ekki verið mætt, eins og hefur útskýrt ágætlega í ræðunum í dag. Það er sú krafa sem við gerum áfram,“ sagði Katrín Að loknu tónlistarinnslagi frá Hatara voru þrjár kröfur bornar undir fundinn til samþykktar; að sjávarútvegsráðherra víki, alþingi hlíti niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2012 og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni til þjóðarinnar.Útsendingu Vísis frá mótmælunum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Mótmælendur kröfðust afsagnar sjávarútvegsráðherra og nýrrar stjórnarskrár á fjöldafundi á Austurvelli í dag, þangað sem áætlað er að um fjögur þúsund manns hafi lagt leið sína. Það var margt um manninn á Austurvelli í dag þegar sjö félagasamtök blésu þar til mótmæla; Krafan var ný stjórnarskrá á grunni tillagna sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012, spjótin beindust að sjávarútvegsráðherra og voru afhjúpanir Samherjaskjalanna ræðumönnum ofarlega í huga. „Og græðgi er ekki góð þó að Hólmsteinar þessa lands hafi sannfært okkur um það og þó að fjármálaráðherra þessa lands hafi verið alinn upp við það þá er græðgði ekki góð. Metnaður og samkennd er það sem við þurfum,“ sagði blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal.Fjölmenni var á Austurvelli í dag.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tók einnig til máls. „Forsætisráðherra segir að aldrei sé hægt að koma í veg fyrir að maður þekki mann á Íslandi, að maður hringi í mann til að spyrja hvernig honum líði „elsku vinur“. Hún hefði átt að segja „látið nú nú ekki svona. Auðvitað þekkir útgerðarauðvaldið sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins““. Ræðumennirnir fjórir Sólveig Anna, Atli Þór, Auður Anna Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og lögmaðurinn Þórður Már Jónsson fóru hörðum orðum um stjórnmálastéttina og tóku fulltrúar stéttarinnar kröfu fundarins til síns. „Allt það sem er að gerast á 100 prósent rétt á sér. Þess vegna er ég hér,“ sagði Inga Sæland, formaður flokksins í samtali við fréttastofu á Austurvelli.Kröfur fundamanna.Stöð 2/Grafík.„Það gengur ekki ráðherra þjóðarinnar haldi áfram að bera eitthvað bull á borð þjóðarinnar. En auðvitað, það sen við sjáum hér er skýlaus krafa um að fá nýju stjórnarskránna okkar strax sem við höfum verið að kalla eftir mjög lengi og sömuleiðis að það sé kominn tími til þess að Kristján Þór taki pokann sinn,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðu Pírata. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins fór með fundarstjórn. „Í nýju stjórnarskránni er auðlindaákvæði sem kveður á um það að auðlindirnar skuli vera nýttar með sjálfbærum hætti gegn fullu verði sem þýðir markaðsverð og að þjóðin skuli njóta arðsins af þeim. Það er sú krafa sem að Íslendingar hafa gert í áratugi og hefur ekki verið mætt, eins og hefur útskýrt ágætlega í ræðunum í dag. Það er sú krafa sem við gerum áfram,“ sagði Katrín Að loknu tónlistarinnslagi frá Hatara voru þrjár kröfur bornar undir fundinn til samþykktar; að sjávarútvegsráðherra víki, alþingi hlíti niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2012 og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni til þjóðarinnar.Útsendingu Vísis frá mótmælunum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48
Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08