„Metnaður og samkennd er það sem við þurfum“ Stefán Ó. Jónsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. nóvember 2019 18:45 Mótmælendur kröfðust afsagnar sjávarútvegsráðherra og nýrrar stjórnarskrár á fjöldafundi á Austurvelli í dag, þangað sem áætlað er að um fjögur þúsund manns hafi lagt leið sína. Það var margt um manninn á Austurvelli í dag þegar sjö félagasamtök blésu þar til mótmæla; Krafan var ný stjórnarskrá á grunni tillagna sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012, spjótin beindust að sjávarútvegsráðherra og voru afhjúpanir Samherjaskjalanna ræðumönnum ofarlega í huga. „Og græðgi er ekki góð þó að Hólmsteinar þessa lands hafi sannfært okkur um það og þó að fjármálaráðherra þessa lands hafi verið alinn upp við það þá er græðgði ekki góð. Metnaður og samkennd er það sem við þurfum,“ sagði blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal.Fjölmenni var á Austurvelli í dag.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tók einnig til máls. „Forsætisráðherra segir að aldrei sé hægt að koma í veg fyrir að maður þekki mann á Íslandi, að maður hringi í mann til að spyrja hvernig honum líði „elsku vinur“. Hún hefði átt að segja „látið nú nú ekki svona. Auðvitað þekkir útgerðarauðvaldið sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins““. Ræðumennirnir fjórir Sólveig Anna, Atli Þór, Auður Anna Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og lögmaðurinn Þórður Már Jónsson fóru hörðum orðum um stjórnmálastéttina og tóku fulltrúar stéttarinnar kröfu fundarins til síns. „Allt það sem er að gerast á 100 prósent rétt á sér. Þess vegna er ég hér,“ sagði Inga Sæland, formaður flokksins í samtali við fréttastofu á Austurvelli.Kröfur fundamanna.Stöð 2/Grafík.„Það gengur ekki ráðherra þjóðarinnar haldi áfram að bera eitthvað bull á borð þjóðarinnar. En auðvitað, það sen við sjáum hér er skýlaus krafa um að fá nýju stjórnarskránna okkar strax sem við höfum verið að kalla eftir mjög lengi og sömuleiðis að það sé kominn tími til þess að Kristján Þór taki pokann sinn,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðu Pírata. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins fór með fundarstjórn. „Í nýju stjórnarskránni er auðlindaákvæði sem kveður á um það að auðlindirnar skuli vera nýttar með sjálfbærum hætti gegn fullu verði sem þýðir markaðsverð og að þjóðin skuli njóta arðsins af þeim. Það er sú krafa sem að Íslendingar hafa gert í áratugi og hefur ekki verið mætt, eins og hefur útskýrt ágætlega í ræðunum í dag. Það er sú krafa sem við gerum áfram,“ sagði Katrín Að loknu tónlistarinnslagi frá Hatara voru þrjár kröfur bornar undir fundinn til samþykktar; að sjávarútvegsráðherra víki, alþingi hlíti niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2012 og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni til þjóðarinnar.Útsendingu Vísis frá mótmælunum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Mótmælendur kröfðust afsagnar sjávarútvegsráðherra og nýrrar stjórnarskrár á fjöldafundi á Austurvelli í dag, þangað sem áætlað er að um fjögur þúsund manns hafi lagt leið sína. Það var margt um manninn á Austurvelli í dag þegar sjö félagasamtök blésu þar til mótmæla; Krafan var ný stjórnarskrá á grunni tillagna sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012, spjótin beindust að sjávarútvegsráðherra og voru afhjúpanir Samherjaskjalanna ræðumönnum ofarlega í huga. „Og græðgi er ekki góð þó að Hólmsteinar þessa lands hafi sannfært okkur um það og þó að fjármálaráðherra þessa lands hafi verið alinn upp við það þá er græðgði ekki góð. Metnaður og samkennd er það sem við þurfum,“ sagði blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal.Fjölmenni var á Austurvelli í dag.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tók einnig til máls. „Forsætisráðherra segir að aldrei sé hægt að koma í veg fyrir að maður þekki mann á Íslandi, að maður hringi í mann til að spyrja hvernig honum líði „elsku vinur“. Hún hefði átt að segja „látið nú nú ekki svona. Auðvitað þekkir útgerðarauðvaldið sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins““. Ræðumennirnir fjórir Sólveig Anna, Atli Þór, Auður Anna Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og lögmaðurinn Þórður Már Jónsson fóru hörðum orðum um stjórnmálastéttina og tóku fulltrúar stéttarinnar kröfu fundarins til síns. „Allt það sem er að gerast á 100 prósent rétt á sér. Þess vegna er ég hér,“ sagði Inga Sæland, formaður flokksins í samtali við fréttastofu á Austurvelli.Kröfur fundamanna.Stöð 2/Grafík.„Það gengur ekki ráðherra þjóðarinnar haldi áfram að bera eitthvað bull á borð þjóðarinnar. En auðvitað, það sen við sjáum hér er skýlaus krafa um að fá nýju stjórnarskránna okkar strax sem við höfum verið að kalla eftir mjög lengi og sömuleiðis að það sé kominn tími til þess að Kristján Þór taki pokann sinn,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðu Pírata. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins fór með fundarstjórn. „Í nýju stjórnarskránni er auðlindaákvæði sem kveður á um það að auðlindirnar skuli vera nýttar með sjálfbærum hætti gegn fullu verði sem þýðir markaðsverð og að þjóðin skuli njóta arðsins af þeim. Það er sú krafa sem að Íslendingar hafa gert í áratugi og hefur ekki verið mætt, eins og hefur útskýrt ágætlega í ræðunum í dag. Það er sú krafa sem við gerum áfram,“ sagði Katrín Að loknu tónlistarinnslagi frá Hatara voru þrjár kröfur bornar undir fundinn til samþykktar; að sjávarútvegsráðherra víki, alþingi hlíti niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2012 og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni til þjóðarinnar.Útsendingu Vísis frá mótmælunum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48 Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Hatari kom fram á mótmælunum á Austurvelli í dag og tóku lagið Svikamylla, Samherja til heiðurs. 23. nóvember 2019 15:48
Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08