Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2019 21:28 Hage Geingob, forseti Namibíu. EPA/NIC BOTHMA Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. Namibíski vefmiðillinn Namibian fjallaðu um kosningafundinn, sem var sá síðasti fyrir kosningarnar í Namibíu sem haldnar verða á þriðjudaginn í næstu viku. Á fundinum tilkynnti hann að hann hefi fyrirskipað starfandi sjávarútvegsráðherra Namibíu að gera úttekt á stjórn fiskveiða í landinu. Þá gagnrýndi hann fjölmiðla í Namibía fyrir að hafa einblínt á þá sem sagðir eru hafa þegið mútur í Samherjamálinu. Hvatti hann Namibíu-búa og fjölmiðla þar í landi til að setja kastljósið á þá sem sagðir eru hafa mútað þeim sem eiga að hafa þegið mútur.“They are talking about people being corrupt, but they are not talking about the corrupters. Where does the money comes from?” Geingob questioned, adding that the Icelanders should also investigate corruption in their own country. pic.twitter.com/blPXq7J30t — The Namibian (@TheNamibian) November 23, 2019 „Ísland er að ráðast á okkur. Í stað þess á að tala um þá sem spilla, hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi. En sökin er sett á hin „spilltu Afríkuríki“,“ sagði Geingob á fjölmennum kosningafundi en ummæli hans um Ísland má heyra á upphafsmínútum myndbandsins hér að neðan. Geingob bætist því hóp þeirra sem gagnrýnt hafa þá sem sagt hafa rót vandans í Samherjamálinu vera veikt stjórnkerfi í Namibíu, líkt og haft var eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í breska fjölmiðlinum Guardian. Þar sagði hann að hið undirliggjandi vandamál í málinu væri veik og spillt ríkisstjórn. Í fjölmiðlum í Namibíu er Geingob sagður hafa hvatt íslensk stjórnvöld til þess að rannsaka spillingu hér á landi, auk þess sem forsetinn setti spurningamerki við tímasetningu umfjöllunarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu, svo skömmu fyrir kosningar þar í landi.Í umfjöllun Namibia Economist um kosningarnar í Namibíu segir að ólíklegt sé að Samherjamálið muni hafa mikil áhrif á fylgi SWAPO-flokksins, sem hefur stýrt gangi máli þar í landi frá því að Namibía öðlaðist sjálfstæði árið 1990. Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. Namibíski vefmiðillinn Namibian fjallaðu um kosningafundinn, sem var sá síðasti fyrir kosningarnar í Namibíu sem haldnar verða á þriðjudaginn í næstu viku. Á fundinum tilkynnti hann að hann hefi fyrirskipað starfandi sjávarútvegsráðherra Namibíu að gera úttekt á stjórn fiskveiða í landinu. Þá gagnrýndi hann fjölmiðla í Namibía fyrir að hafa einblínt á þá sem sagðir eru hafa þegið mútur í Samherjamálinu. Hvatti hann Namibíu-búa og fjölmiðla þar í landi til að setja kastljósið á þá sem sagðir eru hafa mútað þeim sem eiga að hafa þegið mútur.“They are talking about people being corrupt, but they are not talking about the corrupters. Where does the money comes from?” Geingob questioned, adding that the Icelanders should also investigate corruption in their own country. pic.twitter.com/blPXq7J30t — The Namibian (@TheNamibian) November 23, 2019 „Ísland er að ráðast á okkur. Í stað þess á að tala um þá sem spilla, hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi. En sökin er sett á hin „spilltu Afríkuríki“,“ sagði Geingob á fjölmennum kosningafundi en ummæli hans um Ísland má heyra á upphafsmínútum myndbandsins hér að neðan. Geingob bætist því hóp þeirra sem gagnrýnt hafa þá sem sagt hafa rót vandans í Samherjamálinu vera veikt stjórnkerfi í Namibíu, líkt og haft var eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í breska fjölmiðlinum Guardian. Þar sagði hann að hið undirliggjandi vandamál í málinu væri veik og spillt ríkisstjórn. Í fjölmiðlum í Namibíu er Geingob sagður hafa hvatt íslensk stjórnvöld til þess að rannsaka spillingu hér á landi, auk þess sem forsetinn setti spurningamerki við tímasetningu umfjöllunarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu, svo skömmu fyrir kosningar þar í landi.Í umfjöllun Namibia Economist um kosningarnar í Namibíu segir að ólíklegt sé að Samherjamálið muni hafa mikil áhrif á fylgi SWAPO-flokksins, sem hefur stýrt gangi máli þar í landi frá því að Namibía öðlaðist sjálfstæði árið 1990.
Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira