Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2019 23:30 Michael Bloomberg er einn auðugasti einstaklingur heims. Getty/Yana Paskova Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna, mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn.Þetta hefur Associated Press eftir ráðgjöfum hansen að undanförnu hefur Bloomberg sent skýr merki um að hann hyggist bjóða sig fram í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar, án þess þó að formlega tilkynna um framboðið. Allt útlit er þó fyrir að hann muni bjóða sig fram.Þannig hefur hann skilað inn gögnum til Alríkiskosningastofnunnar Bandaríkjanns sem gera honum kleyft að bjóða sig fram, auk þess sem hann hefur skráð sig til leiks í forkosningum Demókrata í minnst þremur ríkjum, til þess að tryggja sér pláss á kjörseðlinum bjóði hann sig fram. Gríðarleg auglýsingaherferð framundan Það sem meira er hefur hann sett til hliðar 30 milljóna dollara auglýsingasjóð sem nota á í sjónvarpsauglýsingar, um 3,7 milljarða íslenskra króna. Auglýsingaherferðin mun fara af stað á morgun í nokkrum ríkjum þar sem forkosningar eru framundan. Um tíu vikur eru í fyrstu forkosningar demókrata, í Iowa þann 3. febrúar á næsta ári. Bjóði Bloomberg sig fram er talið að hann muni sleppa því að taka þátt í fyrstu fjórum forkosningunum, í Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu. Þess í stað mun hann hefja leik í mars en í þeim mánuði fer meginþungi forkosninga Demókrata fram.Væntanlegir mótframbjóðendur ekki kátir Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders.Ætlar sér bara einn dollara í árslaun Bloomberg er ofarlega á lista yfir ríkustu jarðarbúa heims en heildareignir hans eru metnar á um 50 milljarða dollara, um sex þúsund milljarða króna. Þannig segja ráðgjafar hans að ríkidæmi hans geri honum kleyft að vera ótengdur hagsmunaaðilum og því muni hann ekki taka við neinum styrkjum.Verði hann kjörin mun hann að sögn ráðgjafa hans aðeins þiggja einn dollara í árslaun, um 120 krónur, verði hann kjörinn sem forseti, líkt og hann gerði þegar hann sat í borgarstjórastól New York borgar frá 2002 til ársins 2013.Hafa skal í huga að bjóði Bloomberg sig fram án þess að þiggja styrki mun hann ekki geta tekið þátt í kappræðum Demókrata. Til þess að fá boð þangað þurfa frambjóðendur annars vegar að uppfylla lágmarksfylgi í skoðanakönnunum og ná ákveðnum viðmiðum hvað varðar upphæðir styrkja frá almenningi.Ráðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson, segir að Bloomberg muni aðeins nota eigið fjármagn til þess að fjármagna kosningabaráttunna. Vasarnir virðast vera afar djúpir en Wolfson var spurður að því hversu miklu fjármagni Bloomberg væri til í að leggja í framboðið. Svarið var einfalt.„Hvað sem þarf til þess að sigra Donald Trump.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg færist nær forsetaframboði Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur skilað inn tilskyldum gögnum sem þarf til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári 21. nóvember 2019 21:15 Bloomberg stefnir á forsetaframboð Auðkýfingurinn Michael Bloomberg ætlar mögulega að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna, mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn.Þetta hefur Associated Press eftir ráðgjöfum hansen að undanförnu hefur Bloomberg sent skýr merki um að hann hyggist bjóða sig fram í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar, án þess þó að formlega tilkynna um framboðið. Allt útlit er þó fyrir að hann muni bjóða sig fram.Þannig hefur hann skilað inn gögnum til Alríkiskosningastofnunnar Bandaríkjanns sem gera honum kleyft að bjóða sig fram, auk þess sem hann hefur skráð sig til leiks í forkosningum Demókrata í minnst þremur ríkjum, til þess að tryggja sér pláss á kjörseðlinum bjóði hann sig fram. Gríðarleg auglýsingaherferð framundan Það sem meira er hefur hann sett til hliðar 30 milljóna dollara auglýsingasjóð sem nota á í sjónvarpsauglýsingar, um 3,7 milljarða íslenskra króna. Auglýsingaherferðin mun fara af stað á morgun í nokkrum ríkjum þar sem forkosningar eru framundan. Um tíu vikur eru í fyrstu forkosningar demókrata, í Iowa þann 3. febrúar á næsta ári. Bjóði Bloomberg sig fram er talið að hann muni sleppa því að taka þátt í fyrstu fjórum forkosningunum, í Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu. Þess í stað mun hann hefja leik í mars en í þeim mánuði fer meginþungi forkosninga Demókrata fram.Væntanlegir mótframbjóðendur ekki kátir Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders.Ætlar sér bara einn dollara í árslaun Bloomberg er ofarlega á lista yfir ríkustu jarðarbúa heims en heildareignir hans eru metnar á um 50 milljarða dollara, um sex þúsund milljarða króna. Þannig segja ráðgjafar hans að ríkidæmi hans geri honum kleyft að vera ótengdur hagsmunaaðilum og því muni hann ekki taka við neinum styrkjum.Verði hann kjörin mun hann að sögn ráðgjafa hans aðeins þiggja einn dollara í árslaun, um 120 krónur, verði hann kjörinn sem forseti, líkt og hann gerði þegar hann sat í borgarstjórastól New York borgar frá 2002 til ársins 2013.Hafa skal í huga að bjóði Bloomberg sig fram án þess að þiggja styrki mun hann ekki geta tekið þátt í kappræðum Demókrata. Til þess að fá boð þangað þurfa frambjóðendur annars vegar að uppfylla lágmarksfylgi í skoðanakönnunum og ná ákveðnum viðmiðum hvað varðar upphæðir styrkja frá almenningi.Ráðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson, segir að Bloomberg muni aðeins nota eigið fjármagn til þess að fjármagna kosningabaráttunna. Vasarnir virðast vera afar djúpir en Wolfson var spurður að því hversu miklu fjármagni Bloomberg væri til í að leggja í framboðið. Svarið var einfalt.„Hvað sem þarf til þess að sigra Donald Trump.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg færist nær forsetaframboði Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur skilað inn tilskyldum gögnum sem þarf til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári 21. nóvember 2019 21:15 Bloomberg stefnir á forsetaframboð Auðkýfingurinn Michael Bloomberg ætlar mögulega að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Bloomberg færist nær forsetaframboði Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur skilað inn tilskyldum gögnum sem þarf til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári 21. nóvember 2019 21:15
Bloomberg stefnir á forsetaframboð Auðkýfingurinn Michael Bloomberg ætlar mögulega að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2019 23:00