Slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað íslensk gögn um brottkast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 13:30 Allt að fjórðungi alls afla skipa ESB er kastað aftur frá borði. Um milljónir tonna er að ræða á síðustu árum. vísir Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. Hún segir afar slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað gögn um brottkast frá landinu. Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna eftirlits Fiskistofu hefur lítið gerst í málaflokknum en skýrslunni var skilað í desember í fyrra. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit hér á landi. „Það er slæmt að alþjóðlegar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar geti ekki notað slík gögn frá Íslandi. Fiskistofa í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun er aðallega á stærðartengdu brottkasti á þorski og ýsu og við grásleppuveiðar. Mælingar á brottkasti hafa ekki breyst í mörg ár og þyrftu að vera mun umfangsmeiri,“ segir Áslaug. Hún segir að lítið hafi gerst frá því skýrsla Ríkisendurskoðunnar kom út fyrir ári síðan kom. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit með brottkasti hér á landi.„Sjávarútvegsráðherra skipaði verkefnastjórn til að fjalla um þessar athugasemdir sem Ríkisendurskoðun gerði við eftirlit Fiskistofu. Sú verkefnastjórn hefur ekki skilað að sér en mér skilst að hún skili af sér í febrúar á næsta ári,“ segir hún. Aðspurð um hvort einhverjar úrbætur hafi verið gerðar hjá Fiskistofu vegna athugasemda Ríkisendurskoðunnar svarar Áslaug: „Nei, Fiskistofa rýndi auðvitað sjálf skýrsluna og þá að eftirlitið sé veikburða og mjög lítið. Við erum bara með 20 eftirlitsmenn að störfum sem þýðir að við höfum bara um eitt prósent eftirlit með flotanum,“ segir hún. Fram kom í fréttum í gær að þar sem rafrænar eftirlitsmyndavélar hafa verið settar um borð í fiskiskip hafi eftirlit með brottkasti stórbatnað. Áslaug segir að Fiskistofa vilji fá heimild til slíks eftirlits. „Fiskistofa er fylgjandi myndavélaeftirliti. Ef við ætlum að ná árangri í eftirliti með brottkasti þarf eitthvað mikið að breytast. Þar sem myndavélar hafa verið notaðar um borð þá batnar eftirlitið og aflasamsetningin breytist,“ segir Áslaug. Hún segir ennfremur að þrátt fyrir lítið eftirlit þá skili það miklu þegar það sé í gangi. „Þegar eftirlitsmenn eru um borð þá sjáum við að fleiri fisktegundir skila sér í land en þegar þeir eru ekki um borð. Þetta gefur vísbendingar um að tegundunum sé hent þegar eftirlitsmenn eru ekki um borð,“ segir hún. Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. Hún segir afar slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað gögn um brottkast frá landinu. Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna eftirlits Fiskistofu hefur lítið gerst í málaflokknum en skýrslunni var skilað í desember í fyrra. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit hér á landi. „Það er slæmt að alþjóðlegar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar geti ekki notað slík gögn frá Íslandi. Fiskistofa í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun er aðallega á stærðartengdu brottkasti á þorski og ýsu og við grásleppuveiðar. Mælingar á brottkasti hafa ekki breyst í mörg ár og þyrftu að vera mun umfangsmeiri,“ segir Áslaug. Hún segir að lítið hafi gerst frá því skýrsla Ríkisendurskoðunnar kom út fyrir ári síðan kom. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit með brottkasti hér á landi.„Sjávarútvegsráðherra skipaði verkefnastjórn til að fjalla um þessar athugasemdir sem Ríkisendurskoðun gerði við eftirlit Fiskistofu. Sú verkefnastjórn hefur ekki skilað að sér en mér skilst að hún skili af sér í febrúar á næsta ári,“ segir hún. Aðspurð um hvort einhverjar úrbætur hafi verið gerðar hjá Fiskistofu vegna athugasemda Ríkisendurskoðunnar svarar Áslaug: „Nei, Fiskistofa rýndi auðvitað sjálf skýrsluna og þá að eftirlitið sé veikburða og mjög lítið. Við erum bara með 20 eftirlitsmenn að störfum sem þýðir að við höfum bara um eitt prósent eftirlit með flotanum,“ segir hún. Fram kom í fréttum í gær að þar sem rafrænar eftirlitsmyndavélar hafa verið settar um borð í fiskiskip hafi eftirlit með brottkasti stórbatnað. Áslaug segir að Fiskistofa vilji fá heimild til slíks eftirlits. „Fiskistofa er fylgjandi myndavélaeftirliti. Ef við ætlum að ná árangri í eftirliti með brottkasti þarf eitthvað mikið að breytast. Þar sem myndavélar hafa verið notaðar um borð þá batnar eftirlitið og aflasamsetningin breytist,“ segir Áslaug. Hún segir ennfremur að þrátt fyrir lítið eftirlit þá skili það miklu þegar það sé í gangi. „Þegar eftirlitsmenn eru um borð þá sjáum við að fleiri fisktegundir skila sér í land en þegar þeir eru ekki um borð. Þetta gefur vísbendingar um að tegundunum sé hent þegar eftirlitsmenn eru ekki um borð,“ segir hún.
Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira