Slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað íslensk gögn um brottkast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 13:30 Allt að fjórðungi alls afla skipa ESB er kastað aftur frá borði. Um milljónir tonna er að ræða á síðustu árum. vísir Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. Hún segir afar slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað gögn um brottkast frá landinu. Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna eftirlits Fiskistofu hefur lítið gerst í málaflokknum en skýrslunni var skilað í desember í fyrra. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit hér á landi. „Það er slæmt að alþjóðlegar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar geti ekki notað slík gögn frá Íslandi. Fiskistofa í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun er aðallega á stærðartengdu brottkasti á þorski og ýsu og við grásleppuveiðar. Mælingar á brottkasti hafa ekki breyst í mörg ár og þyrftu að vera mun umfangsmeiri,“ segir Áslaug. Hún segir að lítið hafi gerst frá því skýrsla Ríkisendurskoðunnar kom út fyrir ári síðan kom. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit með brottkasti hér á landi.„Sjávarútvegsráðherra skipaði verkefnastjórn til að fjalla um þessar athugasemdir sem Ríkisendurskoðun gerði við eftirlit Fiskistofu. Sú verkefnastjórn hefur ekki skilað að sér en mér skilst að hún skili af sér í febrúar á næsta ári,“ segir hún. Aðspurð um hvort einhverjar úrbætur hafi verið gerðar hjá Fiskistofu vegna athugasemda Ríkisendurskoðunnar svarar Áslaug: „Nei, Fiskistofa rýndi auðvitað sjálf skýrsluna og þá að eftirlitið sé veikburða og mjög lítið. Við erum bara með 20 eftirlitsmenn að störfum sem þýðir að við höfum bara um eitt prósent eftirlit með flotanum,“ segir hún. Fram kom í fréttum í gær að þar sem rafrænar eftirlitsmyndavélar hafa verið settar um borð í fiskiskip hafi eftirlit með brottkasti stórbatnað. Áslaug segir að Fiskistofa vilji fá heimild til slíks eftirlits. „Fiskistofa er fylgjandi myndavélaeftirliti. Ef við ætlum að ná árangri í eftirliti með brottkasti þarf eitthvað mikið að breytast. Þar sem myndavélar hafa verið notaðar um borð þá batnar eftirlitið og aflasamsetningin breytist,“ segir Áslaug. Hún segir ennfremur að þrátt fyrir lítið eftirlit þá skili það miklu þegar það sé í gangi. „Þegar eftirlitsmenn eru um borð þá sjáum við að fleiri fisktegundir skila sér í land en þegar þeir eru ekki um borð. Þetta gefur vísbendingar um að tegundunum sé hent þegar eftirlitsmenn eru ekki um borð,“ segir hún. Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. Hún segir afar slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað gögn um brottkast frá landinu. Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna eftirlits Fiskistofu hefur lítið gerst í málaflokknum en skýrslunni var skilað í desember í fyrra. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit hér á landi. „Það er slæmt að alþjóðlegar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar geti ekki notað slík gögn frá Íslandi. Fiskistofa í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun er aðallega á stærðartengdu brottkasti á þorski og ýsu og við grásleppuveiðar. Mælingar á brottkasti hafa ekki breyst í mörg ár og þyrftu að vera mun umfangsmeiri,“ segir Áslaug. Hún segir að lítið hafi gerst frá því skýrsla Ríkisendurskoðunnar kom út fyrir ári síðan kom. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu segir afar mikilvægt að bæta eftirlit með brottkasti hér á landi.„Sjávarútvegsráðherra skipaði verkefnastjórn til að fjalla um þessar athugasemdir sem Ríkisendurskoðun gerði við eftirlit Fiskistofu. Sú verkefnastjórn hefur ekki skilað að sér en mér skilst að hún skili af sér í febrúar á næsta ári,“ segir hún. Aðspurð um hvort einhverjar úrbætur hafi verið gerðar hjá Fiskistofu vegna athugasemda Ríkisendurskoðunnar svarar Áslaug: „Nei, Fiskistofa rýndi auðvitað sjálf skýrsluna og þá að eftirlitið sé veikburða og mjög lítið. Við erum bara með 20 eftirlitsmenn að störfum sem þýðir að við höfum bara um eitt prósent eftirlit með flotanum,“ segir hún. Fram kom í fréttum í gær að þar sem rafrænar eftirlitsmyndavélar hafa verið settar um borð í fiskiskip hafi eftirlit með brottkasti stórbatnað. Áslaug segir að Fiskistofa vilji fá heimild til slíks eftirlits. „Fiskistofa er fylgjandi myndavélaeftirliti. Ef við ætlum að ná árangri í eftirliti með brottkasti þarf eitthvað mikið að breytast. Þar sem myndavélar hafa verið notaðar um borð þá batnar eftirlitið og aflasamsetningin breytist,“ segir Áslaug. Hún segir ennfremur að þrátt fyrir lítið eftirlit þá skili það miklu þegar það sé í gangi. „Þegar eftirlitsmenn eru um borð þá sjáum við að fleiri fisktegundir skila sér í land en þegar þeir eru ekki um borð. Þetta gefur vísbendingar um að tegundunum sé hent þegar eftirlitsmenn eru ekki um borð,“ segir hún.
Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira