Segir að gefin svör geri lítið úr starfsemi þjóðaröryggisráðs Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. nóvember 2019 07:30 Fyrsti fundur þjóðaröryggisráðs var haldinn í maí 2017 og í því sitja ellefu fulltrúar. Fréttablaðið/Eyþór Formaður Viðreisnar segir svör forsætisráðherra við fyrirspurnum sínum um öryggis- og varnarmál vekja upp fleiri spurningar en þau svara. Þjóðaröryggisráð sé ekki upp á punt. „Það er með ólíkindum að það sé ekki hægt að svara þessu. Það er eins og annaðhvort hafi þetta bara ekki verið hugsað og það er ekkert að gerast í þjóðaröryggisráði, eða að þetta eru óþægilegar og viðkvæmar spurningar sem erfitt er fyrir forsætisráðherra að svara,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um svör forsætisráðherra við fyrirspurnum hennar um öryggis- og varnarmál. Þorgerður Katrín lagði fram fimm fyrirspurnir og svör bárust fyrir helgi. Snerust fyrirspurnirnar um vinnu þjóðaröryggisráðs við endurskoðun þjóðaröryggisstefnu, skoðun ráðsins á gildi varnarsamningsins, afstöðu þess til evrópsks varnarsamstarfs, áætlanir varðandi umhverfis- og öryggishagsmuni Íslands á norðurslóðum og skoðun ráðherra á hvort sérfræðiþekking í öryggismálum sé fullnægjandi. Í svörum forsætisráðherra segir að þjóðaröryggisráð taki hvorki afstöðu til spurninga um varnarsamninginn né evrópskt varnarsamstarf. Þá hafi ráðið ekki gert áætlanir um umhverfis- og öryggishagsmuni á norðurslóðum. Þá sé það utanríkisráðuneytisins að tryggja sérþekkingu í málaflokknum. Sé óskað eftir nánari svörum er bent á utanríkisráðuneytið. „Það er ástæða fyrir því að ég beini þessu til forsætisráðherra sem er formaður þjóðaröryggisráðs. Það segir skýrt í lögum um þjóðaröryggisráð og í þjóðaröryggisstefnunni að ráðið eigi að meta ástandið og horfur í öryggis- og varnarmálum,“ segir Þorgerður Katrín. Hún velti fyrir sér hvernig það mat ráðsins fari fram ef það hefur ekki aðgang að sérfræðiþekkingu. „Mér finnst þessi svör gera lítið úr mikilvægri starfsemi og samhæfingarhlutverki þjóðaröryggisráðs. Ráðið er ekki upp á punt.“ Vitað sé að þessi mál eru erfið fyrir Vinstri græn sem hafi sagst ætla að fylgja þjóðaröryggisstefnunni eftir. „Þótt þau hafi ekki samþykkt stefnuna þá er þetta hluti þess að vera í þessari ríkisstjórn. En því er bara ekki verið að fylgja nægilega vel eftir.“ Þorgerður spyr hvers vegna það hafi ekki verið sett í stjórnarsáttmála að forsætisráðherra væri ekki formaður þjóðaröryggisráðs, heldur formaður Sjálfstæðisflokksins eða utanríkisráðherra. Sjálf situr Þorgerður í þingmannanefnd NATO en hún er nýkomin til landsins frá Jórdaníu af fundi öryggis- og varnarmálanefndar NATO-þingsins. „Á þessum vettvangi fáum við alls kyns upplýsingar. Maður sér að það eru margs konar atburðir að gerast víða um heim sem geta haft mikil áhrif á okkur öll.“ Á norðurslóðum sé aukinn áhugi Kínverja og meiri fyrirferð í Rússum. „Þessi skyndilegi áhugi Bandaríkjamanna á okkur er ekki af því að þeir vilja efla verslun og viðskipti. Þeir vilja fyrst og fremst auka aðgang sinn að þessu mikilvæga svæði. Þetta snýst um öryggis- og varnarmál og þess vegna er ég hissa á því að það skuli ekki vera búið að kortleggja þetta betur þannig að það sé hægt að svara einföldum spurningum um starfsemi og rannsóknir og verkefni á vegum þjóðaröryggisráðs.“ Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Formaður Viðreisnar segir svör forsætisráðherra við fyrirspurnum sínum um öryggis- og varnarmál vekja upp fleiri spurningar en þau svara. Þjóðaröryggisráð sé ekki upp á punt. „Það er með ólíkindum að það sé ekki hægt að svara þessu. Það er eins og annaðhvort hafi þetta bara ekki verið hugsað og það er ekkert að gerast í þjóðaröryggisráði, eða að þetta eru óþægilegar og viðkvæmar spurningar sem erfitt er fyrir forsætisráðherra að svara,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um svör forsætisráðherra við fyrirspurnum hennar um öryggis- og varnarmál. Þorgerður Katrín lagði fram fimm fyrirspurnir og svör bárust fyrir helgi. Snerust fyrirspurnirnar um vinnu þjóðaröryggisráðs við endurskoðun þjóðaröryggisstefnu, skoðun ráðsins á gildi varnarsamningsins, afstöðu þess til evrópsks varnarsamstarfs, áætlanir varðandi umhverfis- og öryggishagsmuni Íslands á norðurslóðum og skoðun ráðherra á hvort sérfræðiþekking í öryggismálum sé fullnægjandi. Í svörum forsætisráðherra segir að þjóðaröryggisráð taki hvorki afstöðu til spurninga um varnarsamninginn né evrópskt varnarsamstarf. Þá hafi ráðið ekki gert áætlanir um umhverfis- og öryggishagsmuni á norðurslóðum. Þá sé það utanríkisráðuneytisins að tryggja sérþekkingu í málaflokknum. Sé óskað eftir nánari svörum er bent á utanríkisráðuneytið. „Það er ástæða fyrir því að ég beini þessu til forsætisráðherra sem er formaður þjóðaröryggisráðs. Það segir skýrt í lögum um þjóðaröryggisráð og í þjóðaröryggisstefnunni að ráðið eigi að meta ástandið og horfur í öryggis- og varnarmálum,“ segir Þorgerður Katrín. Hún velti fyrir sér hvernig það mat ráðsins fari fram ef það hefur ekki aðgang að sérfræðiþekkingu. „Mér finnst þessi svör gera lítið úr mikilvægri starfsemi og samhæfingarhlutverki þjóðaröryggisráðs. Ráðið er ekki upp á punt.“ Vitað sé að þessi mál eru erfið fyrir Vinstri græn sem hafi sagst ætla að fylgja þjóðaröryggisstefnunni eftir. „Þótt þau hafi ekki samþykkt stefnuna þá er þetta hluti þess að vera í þessari ríkisstjórn. En því er bara ekki verið að fylgja nægilega vel eftir.“ Þorgerður spyr hvers vegna það hafi ekki verið sett í stjórnarsáttmála að forsætisráðherra væri ekki formaður þjóðaröryggisráðs, heldur formaður Sjálfstæðisflokksins eða utanríkisráðherra. Sjálf situr Þorgerður í þingmannanefnd NATO en hún er nýkomin til landsins frá Jórdaníu af fundi öryggis- og varnarmálanefndar NATO-þingsins. „Á þessum vettvangi fáum við alls kyns upplýsingar. Maður sér að það eru margs konar atburðir að gerast víða um heim sem geta haft mikil áhrif á okkur öll.“ Á norðurslóðum sé aukinn áhugi Kínverja og meiri fyrirferð í Rússum. „Þessi skyndilegi áhugi Bandaríkjamanna á okkur er ekki af því að þeir vilja efla verslun og viðskipti. Þeir vilja fyrst og fremst auka aðgang sinn að þessu mikilvæga svæði. Þetta snýst um öryggis- og varnarmál og þess vegna er ég hissa á því að það skuli ekki vera búið að kortleggja þetta betur þannig að það sé hægt að svara einföldum spurningum um starfsemi og rannsóknir og verkefni á vegum þjóðaröryggisráðs.“
Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira