„Besta leiðin til þess að minnka mengun er að leggja bílnum“ Sylvía Hall skrifar 26. nóvember 2019 21:47 Líf segir Reykjavíkurborg vilja nýta sér heimildir í nýjum umferðarlögum þar sem sveitarfélögum er heimilt að takmarka eða banna bílaumferð á dögum þar sem mengun fer yfir heilsufarsmörk. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir, formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur, segir óviðunandi að Reykjavíkurborg lendi í því að fara yfir heilsuverndarmörk í loftgæðum. Borgaryfirvöld vilji nýta sér heimildir í nýjum umferðarlögum sem heimila sveitastjórnum að takmarka eða banna umferð um stundarsakir þegar mengun er yfir heilsufarsmörkum eða hætta er á að svo verði. Hingað til hafa borgaryfirvöld aðeins getað beint tilmælum til fólks að varast það að fara út þegar loftgæði eru slæm, þá sérstaklega fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma eða heilsubrest. Þá séu fjölmörg dæmi um það að leikskólar geti ekki sent börn út í útiveru vegna þess að loftgæði eru slæm. „Mér finnst það galið að við séum að menga andrúmsloftið þannig að fólk getur ekki verið úti og notið þessa stilltu og fallegu daga,“ sagði Líf í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir vandamálið þó ekki bundið við Reykjavíkurborg þar sem fólk ferðist jafnt og þétt um höfuðborgarsvæðið alla daga. Hún hafi því sett á fót starfshóp sem muni vinna að því að kanna hvernig hægt sé að nýta umrædda heimild í lögum og fækka mengunardögum og verður sú vinna unnin í samráði við lykilaðila á borð við Vegagerðina, lögreglu, umhverfisstofnun og Strætó. „Við þurfum að ná öllum þessum aðilum saman svo við getum samræmt verklag og aðgerðir.“Líf segir vandamálið ekki einskorðast við Reykjavík þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins ferðist á milli bæjarfélaga alla daga. Vísir/VilhelmMikilvægt að líta til orkuskipta í almenningssamgöngum Tveir mælar mæla loftgæði í Reykjavík, annar á Grensásvegi og hinn í Húsdýragarðinum. Jafnframt á Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar tvö færanlega mæla sem mæla loftgæði á hverjum tíma. Aðspurð hvort það valdi skekkju að annar mælirinn, sá sem stendur við Grensásveg, sé ómarktækur sökum mikils umferðarþunga á því svæði segir Líf svo ekki vera. „Mælirinn í Húsdýragarðinum er þá nokkurskonar núllstaða við þann mæli til þess að þá meta loftgæðin því við viljum líka mæla mengun á þeim stöðum þar sem bílar keyra ótt og títt, eins og við Miklubrautina eða Hringbraut eða Kringlumýrabrautina.“ Í svari við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, kom fram að hver kílómetra sem ekinn er á þyngri bílum er á við mörg þúsund ekinna kílómetra með fólksbíl með tilliti til álags á vegi. Þannig slíti og mengar einn strætisvagn á við 7.500 fólksbíla. Líf segir þó almenningssamgöngur alltaf vera vistvænni kost umfram einkabílinn þó það þurfi að líta til orkuskipta í þeim efnum. Almenningsvagnar þurfi að vera umhverfisvænir og borgarlínan muni koma þar sterk inn. „Þetta er allt stóra myndin en núna þurfum við að horfast í augu við það að andrúmsloftið okkar er mengað og besta leiðin til þess að minnka þá mengun er að leggja bílnum.“Viðtalið við Líf má heyra í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11 Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Líf Magneudóttir, formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur, segir óviðunandi að Reykjavíkurborg lendi í því að fara yfir heilsuverndarmörk í loftgæðum. Borgaryfirvöld vilji nýta sér heimildir í nýjum umferðarlögum sem heimila sveitastjórnum að takmarka eða banna umferð um stundarsakir þegar mengun er yfir heilsufarsmörkum eða hætta er á að svo verði. Hingað til hafa borgaryfirvöld aðeins getað beint tilmælum til fólks að varast það að fara út þegar loftgæði eru slæm, þá sérstaklega fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma eða heilsubrest. Þá séu fjölmörg dæmi um það að leikskólar geti ekki sent börn út í útiveru vegna þess að loftgæði eru slæm. „Mér finnst það galið að við séum að menga andrúmsloftið þannig að fólk getur ekki verið úti og notið þessa stilltu og fallegu daga,“ sagði Líf í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir vandamálið þó ekki bundið við Reykjavíkurborg þar sem fólk ferðist jafnt og þétt um höfuðborgarsvæðið alla daga. Hún hafi því sett á fót starfshóp sem muni vinna að því að kanna hvernig hægt sé að nýta umrædda heimild í lögum og fækka mengunardögum og verður sú vinna unnin í samráði við lykilaðila á borð við Vegagerðina, lögreglu, umhverfisstofnun og Strætó. „Við þurfum að ná öllum þessum aðilum saman svo við getum samræmt verklag og aðgerðir.“Líf segir vandamálið ekki einskorðast við Reykjavík þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins ferðist á milli bæjarfélaga alla daga. Vísir/VilhelmMikilvægt að líta til orkuskipta í almenningssamgöngum Tveir mælar mæla loftgæði í Reykjavík, annar á Grensásvegi og hinn í Húsdýragarðinum. Jafnframt á Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar tvö færanlega mæla sem mæla loftgæði á hverjum tíma. Aðspurð hvort það valdi skekkju að annar mælirinn, sá sem stendur við Grensásveg, sé ómarktækur sökum mikils umferðarþunga á því svæði segir Líf svo ekki vera. „Mælirinn í Húsdýragarðinum er þá nokkurskonar núllstaða við þann mæli til þess að þá meta loftgæðin því við viljum líka mæla mengun á þeim stöðum þar sem bílar keyra ótt og títt, eins og við Miklubrautina eða Hringbraut eða Kringlumýrabrautina.“ Í svari við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, kom fram að hver kílómetra sem ekinn er á þyngri bílum er á við mörg þúsund ekinna kílómetra með fólksbíl með tilliti til álags á vegi. Þannig slíti og mengar einn strætisvagn á við 7.500 fólksbíla. Líf segir þó almenningssamgöngur alltaf vera vistvænni kost umfram einkabílinn þó það þurfi að líta til orkuskipta í þeim efnum. Almenningsvagnar þurfi að vera umhverfisvænir og borgarlínan muni koma þar sterk inn. „Þetta er allt stóra myndin en núna þurfum við að horfast í augu við það að andrúmsloftið okkar er mengað og besta leiðin til þess að minnka þá mengun er að leggja bílnum.“Viðtalið við Líf má heyra í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11 Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11
Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24