Æðislegur fylltur lambahryggur Elín Albertsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 12:00 Eva Laufey framkallar hér frábæran veislumat sem hægt er að dúlla sér við um jólin. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sjónvarpskokkur lét okkur í té þessa girnilegu uppskrift að jóla-lambahrygg en hann er borinn fram með ofnbökuðum kartöflum og soðsósu. Eva Laufey segir að lambahryggurinn sé fylltur með sólkysstum tómötum, furuhnetum, ólífumauki, steinselju og sítrónuberki og sé afar ljúffeng steik sem passar einstaklega vel á veisluborðið um jólin. „Með hryggnum er gott að hafa ofnbakaðar kartöflur í andafitu og auðvitað góða soðsósu, fullkomið fyrir þá sem vilja nostra aðeins við matargerðina og njóta í botn," segir Eva Laufey sem sífellt kemur áhorfendum á óvart í skemmtlegri matargerð. Hráefnið í þessa uppskrift bendir til að hér sé æðisleg uppskrift. Fylltur lambahryggur sem minnir á sól og sumar við Miðjarðarhafið. Fylltur lambahryggur með tómat- og furuhnetupestói (fyrir 4-6) 1 lambahryggur um 2,5 kg úrbeinaður Fylling 1 krukka sólkysstir tómatar 3 msk. ólífutapenade 70 g ristaðar furuhnetur ½ laukur 2 hvítlauksrif 1 msk. fersk steinselja Salt og nýmalaður pipar 1 msk. jómfrúarolía Börkur af hálfri sítrónu 2 tsk. smátt saxað rósmarín ½ l vatn Grænmeti 2 laukar 4 hvítlaukar, heilir 4-6 gulrætur Biðjið starfsmann í kjötversluninni að úrbeina lambahrygginn ef þið treystið ykkur ekki sjálf til þess. Setjið öll hráefnin sem eiga að fara i fyllinguna í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið fyllinguna á milli hryggjarvöðvanna og leggið lundirnar þar ofan á. Mótið rúllu og vefjið seglgarni utan um rúlluna og kryddið hrygginn með salti, pipar og sítrónuberki. Saxið einnig niður ferskt rósmarín og sáldrið yfir. Skerið grænmetið í grófa bita og leggið í eldfast mót, setjið lambahrygginn yfir og hellið hálfum lítra af soðnu vatni í fatið og inn í ofn við 180°C í 45-50 mínútur. Þegar 15 mínútur eru eftir af eldunartímanum er ágætt að hækka hitann í 200-210°C. Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en þið skerið það og berið fram, hellið soðinu frá og geymið fyrir sósugerð. Ofnbakaðar kartöflur í andafitu 10-15 kartöflur að eigin vali 2-3 msk. andafita 4-5 hvítlauksrif 3-4 rósmaríngreinar Afhýðið kartöflurnar og sjóðið í vel söltu vatni í 10 mínútur. Eftir þann tíma takið þær upp úr pottinum og leggið í eldfast mót. Skerið niður hvítlauksrif og saxið ferskt rósmarín. Setjið 2 msk. af andafitu í formið og veltið kartöflunum upp úr fitunni. Kryddið til með salti og pipar. Bakið í ofni við 180°C í 30 – 35 mínútur eða þar til kartöflurnar eru gullinbrúnar, það er gott ráð að snúa þeim við endrum og eins. Soðsósa 300-400 ml soð ½ nautakraftsteningur Salt og pipar 500 ml rjómi 2 tsk. hveiti 1 msk. olía Sigtið soðið í pott og blandið nautakraftsteningi og rjóma saman við. Kryddið til með salti og pipar. Leyfið sósunni að ná suðu og hrærið vel í á meðan. Blandið saman í skál hveiti og olíu og þykkið sósuna með hveitiblöndunni. Berið strax fram með kjötinu. Jólamatur Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Toblerone-ís fyrir tólf Jól Með upplýsta Landakirkju á jólum Jól Flugtímar, frændur, framtíðarheimili, fiðursængur og að fara á fjalirnar Jól Jólin eru á leið inn í breytingaskeið Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Helvítis jólakokkurinn: Reyktur göltur í Bolabaði Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sjónvarpskokkur lét okkur í té þessa girnilegu uppskrift að jóla-lambahrygg en hann er borinn fram með ofnbökuðum kartöflum og soðsósu. Eva Laufey segir að lambahryggurinn sé fylltur með sólkysstum tómötum, furuhnetum, ólífumauki, steinselju og sítrónuberki og sé afar ljúffeng steik sem passar einstaklega vel á veisluborðið um jólin. „Með hryggnum er gott að hafa ofnbakaðar kartöflur í andafitu og auðvitað góða soðsósu, fullkomið fyrir þá sem vilja nostra aðeins við matargerðina og njóta í botn," segir Eva Laufey sem sífellt kemur áhorfendum á óvart í skemmtlegri matargerð. Hráefnið í þessa uppskrift bendir til að hér sé æðisleg uppskrift. Fylltur lambahryggur sem minnir á sól og sumar við Miðjarðarhafið. Fylltur lambahryggur með tómat- og furuhnetupestói (fyrir 4-6) 1 lambahryggur um 2,5 kg úrbeinaður Fylling 1 krukka sólkysstir tómatar 3 msk. ólífutapenade 70 g ristaðar furuhnetur ½ laukur 2 hvítlauksrif 1 msk. fersk steinselja Salt og nýmalaður pipar 1 msk. jómfrúarolía Börkur af hálfri sítrónu 2 tsk. smátt saxað rósmarín ½ l vatn Grænmeti 2 laukar 4 hvítlaukar, heilir 4-6 gulrætur Biðjið starfsmann í kjötversluninni að úrbeina lambahrygginn ef þið treystið ykkur ekki sjálf til þess. Setjið öll hráefnin sem eiga að fara i fyllinguna í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið fyllinguna á milli hryggjarvöðvanna og leggið lundirnar þar ofan á. Mótið rúllu og vefjið seglgarni utan um rúlluna og kryddið hrygginn með salti, pipar og sítrónuberki. Saxið einnig niður ferskt rósmarín og sáldrið yfir. Skerið grænmetið í grófa bita og leggið í eldfast mót, setjið lambahrygginn yfir og hellið hálfum lítra af soðnu vatni í fatið og inn í ofn við 180°C í 45-50 mínútur. Þegar 15 mínútur eru eftir af eldunartímanum er ágætt að hækka hitann í 200-210°C. Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en þið skerið það og berið fram, hellið soðinu frá og geymið fyrir sósugerð. Ofnbakaðar kartöflur í andafitu 10-15 kartöflur að eigin vali 2-3 msk. andafita 4-5 hvítlauksrif 3-4 rósmaríngreinar Afhýðið kartöflurnar og sjóðið í vel söltu vatni í 10 mínútur. Eftir þann tíma takið þær upp úr pottinum og leggið í eldfast mót. Skerið niður hvítlauksrif og saxið ferskt rósmarín. Setjið 2 msk. af andafitu í formið og veltið kartöflunum upp úr fitunni. Kryddið til með salti og pipar. Bakið í ofni við 180°C í 30 – 35 mínútur eða þar til kartöflurnar eru gullinbrúnar, það er gott ráð að snúa þeim við endrum og eins. Soðsósa 300-400 ml soð ½ nautakraftsteningur Salt og pipar 500 ml rjómi 2 tsk. hveiti 1 msk. olía Sigtið soðið í pott og blandið nautakraftsteningi og rjóma saman við. Kryddið til með salti og pipar. Leyfið sósunni að ná suðu og hrærið vel í á meðan. Blandið saman í skál hveiti og olíu og þykkið sósuna með hveitiblöndunni. Berið strax fram með kjötinu.
Jólamatur Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Toblerone-ís fyrir tólf Jól Með upplýsta Landakirkju á jólum Jól Flugtímar, frændur, framtíðarheimili, fiðursængur og að fara á fjalirnar Jól Jólin eru á leið inn í breytingaskeið Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Helvítis jólakokkurinn: Reyktur göltur í Bolabaði Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira