Kveikti í þurrkustandi í Vallaskóla á Selfossi skömmu eftir brunaæfingu Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2019 10:29 Nemandinn kveikti í þurrkstandi á salerni í skólanum. Vísir/Vilhelm/Google Eldur kom upp í húsnæði Vallaskóla á Selfossi í morgun, skömmu eftir að brunaæfing hafði farið fram í skólanum. Þetta staðfestir Þorvaldur H. Gunnarsson aðstoðarskólastjóri í samtali við Vísi. „Eftir að brunaæfingunni lauk, sem gekk almennt vel fyrir sig, þá get ég staðfest að það var nemandi sem fór inn á salerni og kveikti þar í þurrkustandi. Við fengum því alvöru boð. Og við þetta myndaðist reykur og eldur. Eldurinn var slökktur nánast strax af starfsmönnum og við vorum náttúrulega með fulltrúa Brunavarna Árnessýslu á staðnum þannig að þeir gátu strax gert ráðstafanir varðandi reykræstingu. Við erum að vinna í því núna. Þetta gerðist í þeim hluta hússins þar sem eldri nemendurnir eru,“ segir Þorvaldur. Hann segir að nú sé verið að ræða við krakkana, fara yfir málin og unnið að því að ljúka skóladeginum.Hvernig brugðust nemendur við að heyra í brunabjöllunni aftur, svo skömmu eftir æfingu?„Þetta var eins vont og hægt var. Getur rétt ímyndað þér. Við fengum þarna tvöföld skilaboð sem stönguðust á. Þeim var flestum beint aftur út í kjölfar þess að kerfið fór aftur af stað. Þegar búið var að fá góða yfirsýn á ástandið og hættan liðin hjá þá gátum við farið aftur inn í húsið. Það er verið að ræða við krakkana í íþróttahúsinu. Við getum ekki haldið áfram kennslu í þessum hluta hússins í dag. Það myndaðist reykur og hann festist í svo mörgu. Við þurfum því að vinna okkur út úr því.“ Hann segir að þegar búið sé að ræða við nemendur og þeir búnir að borða verði þeim leyft að fara heim. Eigi það þó einungis við um börn á unglingastigi. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður þeim nemanda sem kveikti í þurrkustandinum gert að fá sérkennslu á slökkvistöðinni á Selfossi, þar sem hann mun fá fræðslu um brunavarnir og eldhættu. Árborg Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Eldur kom upp í húsnæði Vallaskóla á Selfossi í morgun, skömmu eftir að brunaæfing hafði farið fram í skólanum. Þetta staðfestir Þorvaldur H. Gunnarsson aðstoðarskólastjóri í samtali við Vísi. „Eftir að brunaæfingunni lauk, sem gekk almennt vel fyrir sig, þá get ég staðfest að það var nemandi sem fór inn á salerni og kveikti þar í þurrkustandi. Við fengum því alvöru boð. Og við þetta myndaðist reykur og eldur. Eldurinn var slökktur nánast strax af starfsmönnum og við vorum náttúrulega með fulltrúa Brunavarna Árnessýslu á staðnum þannig að þeir gátu strax gert ráðstafanir varðandi reykræstingu. Við erum að vinna í því núna. Þetta gerðist í þeim hluta hússins þar sem eldri nemendurnir eru,“ segir Þorvaldur. Hann segir að nú sé verið að ræða við krakkana, fara yfir málin og unnið að því að ljúka skóladeginum.Hvernig brugðust nemendur við að heyra í brunabjöllunni aftur, svo skömmu eftir æfingu?„Þetta var eins vont og hægt var. Getur rétt ímyndað þér. Við fengum þarna tvöföld skilaboð sem stönguðust á. Þeim var flestum beint aftur út í kjölfar þess að kerfið fór aftur af stað. Þegar búið var að fá góða yfirsýn á ástandið og hættan liðin hjá þá gátum við farið aftur inn í húsið. Það er verið að ræða við krakkana í íþróttahúsinu. Við getum ekki haldið áfram kennslu í þessum hluta hússins í dag. Það myndaðist reykur og hann festist í svo mörgu. Við þurfum því að vinna okkur út úr því.“ Hann segir að þegar búið sé að ræða við nemendur og þeir búnir að borða verði þeim leyft að fara heim. Eigi það þó einungis við um börn á unglingastigi. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður þeim nemanda sem kveikti í þurrkustandinum gert að fá sérkennslu á slökkvistöðinni á Selfossi, þar sem hann mun fá fræðslu um brunavarnir og eldhættu.
Árborg Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira