Öruggt hjá Börsungum gegn Dortmund Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 22:00 vísir/getty Barcelona tryggði sér toppsæti F-riðils Meistaradeildar Evrópu með sigri á Borussia Dortmund í kvöld. Lionel Messi og Luis Suarez sáu um Dortmund í fyrri hálfleik, Messi lagði upp mark fyrir Suarez á 29. mínútu og Úrúgvæinn þakkaði fyrir sig með því að leggja upp fyrir Messi fjórum mínútum seinna. Antoine Griezmann skoraði þriðja mark Börsunga í seinni hálfleik og það kom ekki að sök þó Jadon Sancho hefði náð inn marki fyrir Dortmund. Lokatölur urðu 3-1 og er Barcelona með 11 stig á toppi riðilsins. Dortmund er í þriðja sæti með sjö stig líkt og Inter í öðru sætinu. Inter mætti Slavia Prag í sama riðli og vann þar 3-1 sigur. Romelu Lukaku og Lautaro Martinez sáu um að skora mörkin fyrir Inter. Meistaradeild Evrópu
Barcelona tryggði sér toppsæti F-riðils Meistaradeildar Evrópu með sigri á Borussia Dortmund í kvöld. Lionel Messi og Luis Suarez sáu um Dortmund í fyrri hálfleik, Messi lagði upp mark fyrir Suarez á 29. mínútu og Úrúgvæinn þakkaði fyrir sig með því að leggja upp fyrir Messi fjórum mínútum seinna. Antoine Griezmann skoraði þriðja mark Börsunga í seinni hálfleik og það kom ekki að sök þó Jadon Sancho hefði náð inn marki fyrir Dortmund. Lokatölur urðu 3-1 og er Barcelona með 11 stig á toppi riðilsins. Dortmund er í þriðja sæti með sjö stig líkt og Inter í öðru sætinu. Inter mætti Slavia Prag í sama riðli og vann þar 3-1 sigur. Romelu Lukaku og Lautaro Martinez sáu um að skora mörkin fyrir Inter.
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn