Apple sýnir Krímskagann sem hluta af rússnesku yfirráðasvæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 21:00 Krímskaginn er nú hluti af rússnesku yfirráðasvæði á Apple Maps og Apple Weather. getty/Justin Sullivan Apple hefur breytt kortum í forritum sínum til að mæta beiðni Rússlands. Nú sýna forrit Apple Krímskagann sem hluta af rússnesku yfirráðasvæði. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rússneski herinn innlimaði Krímskagann árið 2014 frá Úkraínu en aðgerðirnar hafa verið fordæmdar alþjóðlega. Á Krímskaganum talar mikill meirihluti fólksins rússnesku og er hann nú hluti af rússnesku yfirráðasvæði samkvæmt Apple Maps og veðurforriti Apple þegar forritin eru opnuð í Rússlandi.Krímskaginn er hluti af Rússlandi í forritum apple.apple mapsForritin sýna þetta ekki þegar þau eru opnuð annars staðar en í Rússlandi. Í tilkynningu frá neðri deild rússneska þingsins, Dúman, segir: „Krímskaginn og Sevastopol sjást núna á Apple tækjum sem hluti af rússnesku yfirráðasvæði.“ Rússland telur Sevastopol sem annað landsvæði en Krímskagann.Apple Maps sýnir ekki landamærin á milli Rússlands og Krímskagans.apple mapsViðræður á milli Apple og Rússlands hafa staðið yfir í nokkra mánuði vegna þess hvernig Krímskaginn er sýndur, sem Dúman segir „rangfærslu.“ Tæknirisinn lagði það upprunalega til að Krímskaginn yrði sýndur sem „óskilgreint“ svæði – hvorki hluta af Rússlandi né Úkraínu.Just checked on my phone, it's true! = Apple has complied with Moscow’s demands to show Crimea, annexed from Ukraine in 2014, as Russian territory. Crimea & the cities of Sevastopol & Simferopol are now displayed as Rus. territory on Apple’s map & weather apps when used in Russia — Will Vernon (@BBCWillVernon) November 27, 2019 Apple hefur ekki tjáð sig um breytingarnar en talsmaður Dúmunnar segir að Apple hafi samþykkt skilyrði Rússlands eftir að hafa verið minnt á að annað væri brot á rússneskum lögum. Google, sem á eitt vinsælasta kortaforritið, sýnir Krímskagann ekki sem hluta af Rússlandi en staðarheiti á skaganum eru skrifuð á rússnesku en ekki úkraínsku þegar forritið er opnað í Rússlandi. Apple Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35 Úkraínumenn óánægðir með heimsókn Pútín á Krímskaga Úkraínsk stjórnvöld segja heimsókn Rússlandsforseta til Krímskaga skýrt brot á fullveldi Úkraínu. 24. júní 2017 23:23 Úkraína orðin örugg Útlendingastofnun hefur ákveðið að bæta Úkraínu, að undanskildum héruðunum Donetsk, Luhansk og Krím, á lista yfir örugg ríki. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Apple hefur breytt kortum í forritum sínum til að mæta beiðni Rússlands. Nú sýna forrit Apple Krímskagann sem hluta af rússnesku yfirráðasvæði. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rússneski herinn innlimaði Krímskagann árið 2014 frá Úkraínu en aðgerðirnar hafa verið fordæmdar alþjóðlega. Á Krímskaganum talar mikill meirihluti fólksins rússnesku og er hann nú hluti af rússnesku yfirráðasvæði samkvæmt Apple Maps og veðurforriti Apple þegar forritin eru opnuð í Rússlandi.Krímskaginn er hluti af Rússlandi í forritum apple.apple mapsForritin sýna þetta ekki þegar þau eru opnuð annars staðar en í Rússlandi. Í tilkynningu frá neðri deild rússneska þingsins, Dúman, segir: „Krímskaginn og Sevastopol sjást núna á Apple tækjum sem hluti af rússnesku yfirráðasvæði.“ Rússland telur Sevastopol sem annað landsvæði en Krímskagann.Apple Maps sýnir ekki landamærin á milli Rússlands og Krímskagans.apple mapsViðræður á milli Apple og Rússlands hafa staðið yfir í nokkra mánuði vegna þess hvernig Krímskaginn er sýndur, sem Dúman segir „rangfærslu.“ Tæknirisinn lagði það upprunalega til að Krímskaginn yrði sýndur sem „óskilgreint“ svæði – hvorki hluta af Rússlandi né Úkraínu.Just checked on my phone, it's true! = Apple has complied with Moscow’s demands to show Crimea, annexed from Ukraine in 2014, as Russian territory. Crimea & the cities of Sevastopol & Simferopol are now displayed as Rus. territory on Apple’s map & weather apps when used in Russia — Will Vernon (@BBCWillVernon) November 27, 2019 Apple hefur ekki tjáð sig um breytingarnar en talsmaður Dúmunnar segir að Apple hafi samþykkt skilyrði Rússlands eftir að hafa verið minnt á að annað væri brot á rússneskum lögum. Google, sem á eitt vinsælasta kortaforritið, sýnir Krímskagann ekki sem hluta af Rússlandi en staðarheiti á skaganum eru skrifuð á rússnesku en ekki úkraínsku þegar forritið er opnað í Rússlandi.
Apple Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35 Úkraínumenn óánægðir með heimsókn Pútín á Krímskaga Úkraínsk stjórnvöld segja heimsókn Rússlandsforseta til Krímskaga skýrt brot á fullveldi Úkraínu. 24. júní 2017 23:23 Úkraína orðin örugg Útlendingastofnun hefur ákveðið að bæta Úkraínu, að undanskildum héruðunum Donetsk, Luhansk og Krím, á lista yfir örugg ríki. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30
Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35
Úkraínumenn óánægðir með heimsókn Pútín á Krímskaga Úkraínsk stjórnvöld segja heimsókn Rússlandsforseta til Krímskaga skýrt brot á fullveldi Úkraínu. 24. júní 2017 23:23
Úkraína orðin örugg Útlendingastofnun hefur ákveðið að bæta Úkraínu, að undanskildum héruðunum Donetsk, Luhansk og Krím, á lista yfir örugg ríki. 26. ágúst 2017 06:00