Bubbi málar lögin sín á meðan Tolli slæst Benedikt Bóas skrifar 28. nóvember 2019 07:15 Bræðurnir Morthens með dóttur Tolla, skáldkonuna Ásdísi Þulu, á milli sín en öll leggja þau sín andans lóð á fullveldisvogarskálarnar á sunnudaginn. Neðarlega til hliðar við Bubba sést lagið hans góðkunna, Það er gott að elska, eins og það birtist honum sem málverk. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Myndlistarmaðurinn Tolli Morthens hvikar hvergi frá þeirri rótgrónu jólahefð sinni að vera með opið hús á vinnustofu sinni ár hvert og fagna þannig fullveldisdegi Íslendinga um leið og jólastemningin er keyrð í gang með góðra vina hjálp. Engin breyting verður á þessu í ár og Tolli býður gesti og gangandi velkomna til sín á Héðinsgötu 2 í Laugarnesi á laugardaginn þegar hann stillir upp einvalaliði til að skemmta gestum sínum. „Þetta er áralöng hefð hjá mér og mér þykir afar vænt um þetta verkefni og þakklátur að vinir mínir vilja koma með mér í þetta,“ segir Tolli sem opnar vinnustofuna klukkan 15 og reiknar með að hátíðarhöldin standi í tvær klukkustundir, til klukkan 17.Það fossar ferskt blóð … „Ég nýti líka alltaf þetta tækifæri til að taka með mér ungt, upprennandi og kraftmikið listafólk til að kynna fyrir gestunum mínum. Það er ábyrgðarhluti að við sem eldri erum greiðum götu þeirra sem eru að byrja á þessari vegferð sem við þekkjum svo vel,“ heldur Tolli áfram. „Í þessu tilfelli rennur mér blóðið til skyldunnar í orðsins fyllstu merkingu.“ Skáldkonan Ásdís Þula Þorláksdóttir mun lesa úr nýútkominni ljóðabók sinni, Sólstöfum, en þar yrkir hún í anda gömlu þulnanna og kallast þannig á við kveðskapinn sem finna má í „Vísnabókinni okkar“ og þulum Theodóru Thoroddsen, sem svo skemmtilega vill til að er langamma Ásdísar.… í eldri höfunda slóð Þá ætlar rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson að lesa upp úr verkum sínum og sjálfur Bubbi Morthens, bróðir Tolla, mun einnig fara með nokkur ljóð úr nýrri ljóðabók sinni. Hann mun einnig og að sjálfsögðu grípa í gítarinn og taka nokkur lög. Einar og Bubbi eru fyrir löngu orðnir fastir gestir hjá Tolla í upphafi aðventu enda hafa drengirnir úr Vogahverfinu haldið hópinn í gegnum ófáa áratugina. Myndlistin er eðli málsins samkvæmt í öndvegi en af því sem verður til sýnis að þessu sinni má nefna verk eftir Kristínu Morthens. Hún hefur numið, starfað og sýnt myndlist í Kanada og reyndar úti um allan heim. Hún ætlar að sýna kraftmikil og litrík olíumálverk sem hafa vakið mikla athygli.Það er gott að elska á striga Þá stígur Bubbi einnig fram sem myndlistarmaður og sýnir málverk sem hann hefur unnið að undanförnu og hann lýsir sem minnum við lögin sín og óneitanlega verður forvitnilegt að sjá hvernig lögin hans Bubba birtast honum á striga. „Ég hef verið með stóra bróður að mála og átt geggjaðar stundir og ég fer í gymmið mjög snemma og kem svo til hans. Nokkrum sinnum í viku kemur til hans þjálfari í bardagaíþróttum, þá mála ég meðan Tolli er frjáls í flæðinu,“ sagði Bubbi nýlega á Fésbókinni um glímu sína við Svartan afgan, Öskur trúðsins, Hiroshima og fleiri lög í olíu á striga en afraksturinn verður til sýnis á sunnudaginn. Allir eru velkomnir þegar gleðin hefst klukkan 15 á laugardaginn en auk alls þessa andans fóðurs verða veitingar frá Jóa í Múlakaffi á boðstólum á meðan þær endast. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Tónlist Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Tolli Morthens hvikar hvergi frá þeirri rótgrónu jólahefð sinni að vera með opið hús á vinnustofu sinni ár hvert og fagna þannig fullveldisdegi Íslendinga um leið og jólastemningin er keyrð í gang með góðra vina hjálp. Engin breyting verður á þessu í ár og Tolli býður gesti og gangandi velkomna til sín á Héðinsgötu 2 í Laugarnesi á laugardaginn þegar hann stillir upp einvalaliði til að skemmta gestum sínum. „Þetta er áralöng hefð hjá mér og mér þykir afar vænt um þetta verkefni og þakklátur að vinir mínir vilja koma með mér í þetta,“ segir Tolli sem opnar vinnustofuna klukkan 15 og reiknar með að hátíðarhöldin standi í tvær klukkustundir, til klukkan 17.Það fossar ferskt blóð … „Ég nýti líka alltaf þetta tækifæri til að taka með mér ungt, upprennandi og kraftmikið listafólk til að kynna fyrir gestunum mínum. Það er ábyrgðarhluti að við sem eldri erum greiðum götu þeirra sem eru að byrja á þessari vegferð sem við þekkjum svo vel,“ heldur Tolli áfram. „Í þessu tilfelli rennur mér blóðið til skyldunnar í orðsins fyllstu merkingu.“ Skáldkonan Ásdís Þula Þorláksdóttir mun lesa úr nýútkominni ljóðabók sinni, Sólstöfum, en þar yrkir hún í anda gömlu þulnanna og kallast þannig á við kveðskapinn sem finna má í „Vísnabókinni okkar“ og þulum Theodóru Thoroddsen, sem svo skemmtilega vill til að er langamma Ásdísar.… í eldri höfunda slóð Þá ætlar rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson að lesa upp úr verkum sínum og sjálfur Bubbi Morthens, bróðir Tolla, mun einnig fara með nokkur ljóð úr nýrri ljóðabók sinni. Hann mun einnig og að sjálfsögðu grípa í gítarinn og taka nokkur lög. Einar og Bubbi eru fyrir löngu orðnir fastir gestir hjá Tolla í upphafi aðventu enda hafa drengirnir úr Vogahverfinu haldið hópinn í gegnum ófáa áratugina. Myndlistin er eðli málsins samkvæmt í öndvegi en af því sem verður til sýnis að þessu sinni má nefna verk eftir Kristínu Morthens. Hún hefur numið, starfað og sýnt myndlist í Kanada og reyndar úti um allan heim. Hún ætlar að sýna kraftmikil og litrík olíumálverk sem hafa vakið mikla athygli.Það er gott að elska á striga Þá stígur Bubbi einnig fram sem myndlistarmaður og sýnir málverk sem hann hefur unnið að undanförnu og hann lýsir sem minnum við lögin sín og óneitanlega verður forvitnilegt að sjá hvernig lögin hans Bubba birtast honum á striga. „Ég hef verið með stóra bróður að mála og átt geggjaðar stundir og ég fer í gymmið mjög snemma og kem svo til hans. Nokkrum sinnum í viku kemur til hans þjálfari í bardagaíþróttum, þá mála ég meðan Tolli er frjáls í flæðinu,“ sagði Bubbi nýlega á Fésbókinni um glímu sína við Svartan afgan, Öskur trúðsins, Hiroshima og fleiri lög í olíu á striga en afraksturinn verður til sýnis á sunnudaginn. Allir eru velkomnir þegar gleðin hefst klukkan 15 á laugardaginn en auk alls þessa andans fóðurs verða veitingar frá Jóa í Múlakaffi á boðstólum á meðan þær endast.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Tónlist Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira