Morðhjúum sleppt úr haldi og þau send til heimalanda sinna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. nóvember 2019 08:15 Elisabeth Haysom játaði aðild sína að morðunum á foreldrunum hennar en sagði Jens Söring hafa framið ódæðið. Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíufylkis, úrskurðaði á mánudag að fyrrverandi elskendur, Elizabeth Haysom og Jens Söring, yrðu látin laus úr fangelsi og vísað til sinna heimalanda. Þau voru hins vegar ekki náðuð fyrir morðin á foreldrum Haysom sem þau frömdu árið 1985. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp á sínum tíma, en þau voru þá nemendur við Virginíuháskóla. Haysom var 20 ára og Soering aðeins 18. Haysom er nú 55 ára gömul. Hún er kanadískur ríkisborgari, fædd í borginni Salisbury í Ródesíu, nú Harare í Simbabve. Söring, 53 ára, er sonur þýsks ríkiserindreka og fæddur í Bangkok í Taílandi. Þau kynntust í skólanum og urðu ástfangin. Þann 3. apríl árið 1985 fundust foreldrar Haysom, stálmógúllinn Derek og stjúpmóðirin og listamaðurinn Nancy, látin á heimili sínu í bænum Boonsboro í vesturhluta Virginíu. Þau höfðu verið stungin og skorin með eggvopni margítrekað. Líkin voru illa útleikin, nánast afhöfðuð, og fundust ekki fyrr en nokkrum dögum eftir morðin. Söring og Haysom voru þá í Washington og lágu ekki undir grun. Hálfu ári eftir morðin ferðuðust Haysom og Söring til London og voru þar handtekin fyrir ávísanafölsun. Skyndilega fór lögregluna að gruna að ekki væri allt með felldu og morðrannsóknin beindist að þeim. Haysom játaði strax aðild að morðinu en sagði að Söring hefði framið verknaðinn. Hlaut hún 90 ára fangelsisdóm. Söring háði baráttu gegn framsali en að lokum var réttað yfir honum í Virginíu árið 1990. Var það eftir að ríkisstjóri hafði heitið því að ekki yrði krafist dauðarefsingar yfir honum. Var hann loks fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Ýmsar ástæður hafa verið tíundaðar fyrir morðunum. Foreldrum Haysom líkaði aldrei vel við Söring, Haysom sjálfri mislíkaði framkoma stjúpmóður sinnar gagnvart sér og taldi að foreldrar hennar væru of stjórnsamir. Saman espuðu Haysom og Söring hvort annað upp í reiði. Haysom og Söring hafa bæði hagað sér vel í fangavistinni en engu að síður gat reynslulausnarnefnd ekki fallist á náðun og mælti ekki með henni. Eftir að þeim hefur verið vísað til heimalanda sinna munu þau ekki fá að stíga á bandaríska grundu framar. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíufylkis, úrskurðaði á mánudag að fyrrverandi elskendur, Elizabeth Haysom og Jens Söring, yrðu látin laus úr fangelsi og vísað til sinna heimalanda. Þau voru hins vegar ekki náðuð fyrir morðin á foreldrum Haysom sem þau frömdu árið 1985. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp á sínum tíma, en þau voru þá nemendur við Virginíuháskóla. Haysom var 20 ára og Soering aðeins 18. Haysom er nú 55 ára gömul. Hún er kanadískur ríkisborgari, fædd í borginni Salisbury í Ródesíu, nú Harare í Simbabve. Söring, 53 ára, er sonur þýsks ríkiserindreka og fæddur í Bangkok í Taílandi. Þau kynntust í skólanum og urðu ástfangin. Þann 3. apríl árið 1985 fundust foreldrar Haysom, stálmógúllinn Derek og stjúpmóðirin og listamaðurinn Nancy, látin á heimili sínu í bænum Boonsboro í vesturhluta Virginíu. Þau höfðu verið stungin og skorin með eggvopni margítrekað. Líkin voru illa útleikin, nánast afhöfðuð, og fundust ekki fyrr en nokkrum dögum eftir morðin. Söring og Haysom voru þá í Washington og lágu ekki undir grun. Hálfu ári eftir morðin ferðuðust Haysom og Söring til London og voru þar handtekin fyrir ávísanafölsun. Skyndilega fór lögregluna að gruna að ekki væri allt með felldu og morðrannsóknin beindist að þeim. Haysom játaði strax aðild að morðinu en sagði að Söring hefði framið verknaðinn. Hlaut hún 90 ára fangelsisdóm. Söring háði baráttu gegn framsali en að lokum var réttað yfir honum í Virginíu árið 1990. Var það eftir að ríkisstjóri hafði heitið því að ekki yrði krafist dauðarefsingar yfir honum. Var hann loks fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Ýmsar ástæður hafa verið tíundaðar fyrir morðunum. Foreldrum Haysom líkaði aldrei vel við Söring, Haysom sjálfri mislíkaði framkoma stjúpmóður sinnar gagnvart sér og taldi að foreldrar hennar væru of stjórnsamir. Saman espuðu Haysom og Söring hvort annað upp í reiði. Haysom og Söring hafa bæði hagað sér vel í fangavistinni en engu að síður gat reynslulausnarnefnd ekki fallist á náðun og mælti ekki með henni. Eftir að þeim hefur verið vísað til heimalanda sinna munu þau ekki fá að stíga á bandaríska grundu framar.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira