Evrópuþingið lýsir yfir „neyðarástandi í loftslagsmálum“ Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2019 13:54 Salur Evrópuþingsins í Strassborg. Getty Meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti í morgun yfirlýsingu þar sem „neyðarástandi í loftslagsmálum“ er lýst yfir. Yfirlýsingin er fyrst og fremst táknræn og er ætlað að þrýsta á þjóðir heims að grípa til róttækari aðgerða í loftslagsmálum. Atkvæðagreiðslan er haldin skömmu fyrir upphaf Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Madríd á Spáni og stendur dagana 2. til 13. desember.Reuters segir frá því að alls hafi 429 þingmenn greitt atkvæði með yfirlýsingunni, 225 gegn og sátu nítján hjá. „Þetta snýst ekki um stjórnmál, heldur snýr þetta að sameiginlegri ábyrgð,“ segir franski Evrópuþingmaðurinn Pascal Canfi sem gegnir embætti formanns umhverfisnefndar þingsins. Sérfræðingar og aðgerðasinnar telja að ekki sé nóg að gert með yfirlýsingum sem þessum. Enn skorti upp á nægilegar aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og þannig koma í veg fyrir að meðalhitastig hækki um ekki meira en 1,5 til tvær gráður. Hin þýska Ursula von der Leyen, sem tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB um mánaðamótin, segir framkvæmdastjórn sína ætla að leggja mikla áherslu á loftslagsmálin. Áður hafa einstaka lönd, eins og Argentína og Kanada, og borgaryfirvöld, meðal annars í New york og Sydney, samþykkt sambærilegar yfirlýsingar um að neyðarástand ríki í loftslagsmálum. Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Grípa þarf til aðgerða strax Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. 26. nóvember 2019 08:54 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti í morgun yfirlýsingu þar sem „neyðarástandi í loftslagsmálum“ er lýst yfir. Yfirlýsingin er fyrst og fremst táknræn og er ætlað að þrýsta á þjóðir heims að grípa til róttækari aðgerða í loftslagsmálum. Atkvæðagreiðslan er haldin skömmu fyrir upphaf Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Madríd á Spáni og stendur dagana 2. til 13. desember.Reuters segir frá því að alls hafi 429 þingmenn greitt atkvæði með yfirlýsingunni, 225 gegn og sátu nítján hjá. „Þetta snýst ekki um stjórnmál, heldur snýr þetta að sameiginlegri ábyrgð,“ segir franski Evrópuþingmaðurinn Pascal Canfi sem gegnir embætti formanns umhverfisnefndar þingsins. Sérfræðingar og aðgerðasinnar telja að ekki sé nóg að gert með yfirlýsingum sem þessum. Enn skorti upp á nægilegar aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og þannig koma í veg fyrir að meðalhitastig hækki um ekki meira en 1,5 til tvær gráður. Hin þýska Ursula von der Leyen, sem tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB um mánaðamótin, segir framkvæmdastjórn sína ætla að leggja mikla áherslu á loftslagsmálin. Áður hafa einstaka lönd, eins og Argentína og Kanada, og borgaryfirvöld, meðal annars í New york og Sydney, samþykkt sambærilegar yfirlýsingar um að neyðarástand ríki í loftslagsmálum.
Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Grípa þarf til aðgerða strax Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. 26. nóvember 2019 08:54 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Grípa þarf til aðgerða strax Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. 26. nóvember 2019 08:54