Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 16:08 Kolbrún Pálína hefur starfað í fjölmiðlum um árabil. Fréttablaðið/Eyþór Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. Kolbrún Pálína hefur starfað í fjölmiðlum um árabil en hóf störf í fyrra í Hádegismóum sem verkefnastjóri á markaðsdeild fyrirtækisins. Fjölmargir þeirra sem misstu vinnuna í dag hafa starfað hjá Morgunblaðinu um árabil og er óhætt að segja að stemmningin í Hádegismóum sé dauf í dag samkvæmt upplýsingum Vísis. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs og ritstjóra Morgunblaðsins, og Rut Haraldsdóttir, starfandi starfsmannastjóra, vegna uppsagnanna en ekki fengið. Emilía Björnsdóttir, yfirmaður ljósmyndadeildar, er meðal þeirra sem misstu vinnuna en hún hafði starfað hjá Morgunblaðinu frá árinu 1974. Haraldur Jónasson, reynslumikill ljósmyndari, var einnig meðal þeirra sem sagt var upp.Stórt skarð höggvið á íþróttadeild Reynslumiklu íþróttafréttamennirnir Guðmundur Hilmarsson, Ívar Benediktsson og Sindri Sverrisson eru sömuleiðis án vinnu eftir tíðindi dagsins. „Fagnaði á dögunum 30 ára starfsafmæli í íþróttafréttamennskunni en þau verða ekki fleiri í bili. Eftir tæplega 20 ára starf á Mogganum fékk ég reispassann ásamt fleira fólki í dag og þar af tveir félagar mínir á íþróttadeildinni. Þessi tími er búinn að vera frábær og að vinna við að fjalla um íþróttir, sem eru mér svo kærar, hefur gefið mér mikið. Er stoltur af störfum mínum og geng frá borði beinn í baki. Vonandi tekur eitthvað skemmtlegt við,“ sagði Guðmundur í kveðjupistli á Facebook. Hann hefur skrifað íþróttafréttir í Morgunblaðið og Mbl.is.Höfuðstöðvar Árvakurs í Hádegismóum við Rauðavatn.Vísir/EgillAnna Lilja Þórisdóttir og Anna Sigríður Einarsdóttir, blaðakonur á Mbl.is, kveðja sömuleiðis Hádegismóana með söknuðu. „Þetta hefur verið frábær tími á góðum vinnustað með góðu fólki - ég hef fengist við allt á milli himins og jarðar; skrifað innlendar og erlendar fréttir um allt mögulegt, tekið viðtöl, skrifað pistla, gert myndskeið, verið fréttastjóri og vaktstjóri, skrifað fréttaskýringar og ég veit ekki hvað og hvað,“ sagði Anna Lilja á Facebook. Hún hefur starfað í Hádegismóum í níu ár.Engin viðbrögð frá framkvæmdastjóra Anna Sigríður getur hugsað sér að starfa áfram við textavinnu. „Atvinna óskast! Ég var víst í hópi þeirra starfsmanna sem sagt var upp hjá Árvakri í dag og biðla því til Fésbókarvina eftir ábendingum um áhugaverð störf. Ekki er verra ef þau fela í sér einhverja textavinnu, nú eða tengjast umhverfismálunum með einhverjum hætti.“ Anna Lilja, Anna Sigríður, Ívar, Sindri og Guðmundur voru á meðal þeirra átján vefblaðamanna Mbl.is sem gerðu alvarlega athugasemd við viðbrögð yfirstjórnar í verkfallsaðgerðum félagsmanna BÍ undanfarið. Þá kveður Hilmar Gunnarsson sömuleiðis eftir þrettán ára starf í Hádegismóum. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 „Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. Kolbrún Pálína hefur starfað í fjölmiðlum um árabil en hóf störf í fyrra í Hádegismóum sem verkefnastjóri á markaðsdeild fyrirtækisins. Fjölmargir þeirra sem misstu vinnuna í dag hafa starfað hjá Morgunblaðinu um árabil og er óhætt að segja að stemmningin í Hádegismóum sé dauf í dag samkvæmt upplýsingum Vísis. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs og ritstjóra Morgunblaðsins, og Rut Haraldsdóttir, starfandi starfsmannastjóra, vegna uppsagnanna en ekki fengið. Emilía Björnsdóttir, yfirmaður ljósmyndadeildar, er meðal þeirra sem misstu vinnuna en hún hafði starfað hjá Morgunblaðinu frá árinu 1974. Haraldur Jónasson, reynslumikill ljósmyndari, var einnig meðal þeirra sem sagt var upp.Stórt skarð höggvið á íþróttadeild Reynslumiklu íþróttafréttamennirnir Guðmundur Hilmarsson, Ívar Benediktsson og Sindri Sverrisson eru sömuleiðis án vinnu eftir tíðindi dagsins. „Fagnaði á dögunum 30 ára starfsafmæli í íþróttafréttamennskunni en þau verða ekki fleiri í bili. Eftir tæplega 20 ára starf á Mogganum fékk ég reispassann ásamt fleira fólki í dag og þar af tveir félagar mínir á íþróttadeildinni. Þessi tími er búinn að vera frábær og að vinna við að fjalla um íþróttir, sem eru mér svo kærar, hefur gefið mér mikið. Er stoltur af störfum mínum og geng frá borði beinn í baki. Vonandi tekur eitthvað skemmtlegt við,“ sagði Guðmundur í kveðjupistli á Facebook. Hann hefur skrifað íþróttafréttir í Morgunblaðið og Mbl.is.Höfuðstöðvar Árvakurs í Hádegismóum við Rauðavatn.Vísir/EgillAnna Lilja Þórisdóttir og Anna Sigríður Einarsdóttir, blaðakonur á Mbl.is, kveðja sömuleiðis Hádegismóana með söknuðu. „Þetta hefur verið frábær tími á góðum vinnustað með góðu fólki - ég hef fengist við allt á milli himins og jarðar; skrifað innlendar og erlendar fréttir um allt mögulegt, tekið viðtöl, skrifað pistla, gert myndskeið, verið fréttastjóri og vaktstjóri, skrifað fréttaskýringar og ég veit ekki hvað og hvað,“ sagði Anna Lilja á Facebook. Hún hefur starfað í Hádegismóum í níu ár.Engin viðbrögð frá framkvæmdastjóra Anna Sigríður getur hugsað sér að starfa áfram við textavinnu. „Atvinna óskast! Ég var víst í hópi þeirra starfsmanna sem sagt var upp hjá Árvakri í dag og biðla því til Fésbókarvina eftir ábendingum um áhugaverð störf. Ekki er verra ef þau fela í sér einhverja textavinnu, nú eða tengjast umhverfismálunum með einhverjum hætti.“ Anna Lilja, Anna Sigríður, Ívar, Sindri og Guðmundur voru á meðal þeirra átján vefblaðamanna Mbl.is sem gerðu alvarlega athugasemd við viðbrögð yfirstjórnar í verkfallsaðgerðum félagsmanna BÍ undanfarið. Þá kveður Hilmar Gunnarsson sömuleiðis eftir þrettán ára starf í Hádegismóum.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 „Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39
„Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48
Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02