Kölluð til vegna kennara sem mætti í annarlegu ástandi á jólaföndur Eiður Þór Árnason skrifar 28. nóvember 2019 23:17 Mál af ýmsu tagi komu inn á borð lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Vísir/vilhelm Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var á sjöunda tímanum í kvöld tilkynnt um annarlegt ástand kennara sem mætti á jólaföndur í Breiðholti á vegum skólans, er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um atvikið að svo stöddu en ljóst er að nokkuð annasamt hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu framan af kvöldi. Einnig var tilkynnt um konu á níunda tímanum sem lá í götunni í miðbæ Reykjavíkur en talið var að ráðist hafi verið á hana. Þegar lögregla kom á staðinn reyndist hún vera ofurölvi og sagðist einungis hafa lagt sig um stund. Önnur kona var færð á slysadeild til aðhlynningar eftir að hafa runnið og dottið niður stiga á skemmtistað í miðbænum. Á áttunda tímanum í kvöld barst lögreglu tilkynning um konu sem hrasaði fyrir utan verslun í Vesturbæ Reykjavíkur, talið er að hún hafi handleggsbrotið sig. Að lokum var tilkynnt um innbrot í heimahús og þjófnað í verslun.Athugasemd ritstjórnar: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út afsökunarbeiðni í kjölfar þessarar umfjöllunar og má lesa hana hér.„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst afsökunar á umfjöllun um útkall hennar á skólaskemmtun í Breiðholti í gærkvöld, en frétt fjölmiðla var byggð á upplýsingum frá embættinu. Greint var frá aðila sem var í annarlegu ástandi, en af því mátti ráða að viðkomandi hefði verið ölvaður eða undir áhrifum fíkniefna. Svo var þó alls ekki heldur var um veikindi að ræða. Lögreglunni hafa borist, mjög svo réttilega, kvartanir vegna fréttarinnar og harmar hún mjög að hafa valdið fólki óþægindum og sárindum. Ljóst er að mistök voru gerð við upplýsingagjöf og ekki var sýnd viðeigandi nærgætni enda um viðkvæmar upplýsingar að ræða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill því ítreka afsökunarbeiðnina og biður alla hlutaðeigendur velvirðingar.“ Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var á sjöunda tímanum í kvöld tilkynnt um annarlegt ástand kennara sem mætti á jólaföndur í Breiðholti á vegum skólans, er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um atvikið að svo stöddu en ljóst er að nokkuð annasamt hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu framan af kvöldi. Einnig var tilkynnt um konu á níunda tímanum sem lá í götunni í miðbæ Reykjavíkur en talið var að ráðist hafi verið á hana. Þegar lögregla kom á staðinn reyndist hún vera ofurölvi og sagðist einungis hafa lagt sig um stund. Önnur kona var færð á slysadeild til aðhlynningar eftir að hafa runnið og dottið niður stiga á skemmtistað í miðbænum. Á áttunda tímanum í kvöld barst lögreglu tilkynning um konu sem hrasaði fyrir utan verslun í Vesturbæ Reykjavíkur, talið er að hún hafi handleggsbrotið sig. Að lokum var tilkynnt um innbrot í heimahús og þjófnað í verslun.Athugasemd ritstjórnar: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út afsökunarbeiðni í kjölfar þessarar umfjöllunar og má lesa hana hér.„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst afsökunar á umfjöllun um útkall hennar á skólaskemmtun í Breiðholti í gærkvöld, en frétt fjölmiðla var byggð á upplýsingum frá embættinu. Greint var frá aðila sem var í annarlegu ástandi, en af því mátti ráða að viðkomandi hefði verið ölvaður eða undir áhrifum fíkniefna. Svo var þó alls ekki heldur var um veikindi að ræða. Lögreglunni hafa borist, mjög svo réttilega, kvartanir vegna fréttarinnar og harmar hún mjög að hafa valdið fólki óþægindum og sárindum. Ljóst er að mistök voru gerð við upplýsingagjöf og ekki var sýnd viðeigandi nærgætni enda um viðkvæmar upplýsingar að ræða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill því ítreka afsökunarbeiðnina og biður alla hlutaðeigendur velvirðingar.“
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira