„Ásakanir Samherja í garð fréttamannsins um ósannindi eru fráleitar“ Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2019 00:07 Rakel sakar Samherja um að reyna að afvegaleiða umræðuna. Vísir/vilhelm Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri og ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks, segir fullyrðingar Samherja síðustu daga um meintar rangfærslur RÚV ekki eiga við rök að styðjast. Í opnu bréfi sínu til Samherja sem Rakel skrifar undir fyrir hönd ritstjórnar Kveiks, hafnar hún einnig ásökunum félagsins á hendur fréttamanninum Helga Seljan sem hafa verið mikið til umræðu síðustu daga. „Ásakanir Samherja í garð fréttamannsins um ósannindi eru fráleitar. Virðast í raun snúast um tilraun fyrirtækisins til að afvegaleiða umræðuna með því að vega persónulega að fréttamanninum og draga úr trúverðugleika hans. Og líta alfarið fram hjá þeim upplýsingum og gögnum sem komu fram í þætti Kveiks 12. nóvember og ummæli hans byggjast á,“ skrifar Rakel í svari sínu.Svarar ásökunum um uppspuna og ósannindi Svar RÚV kemur í kjölfar þriggja harðorðra tilkynninga frá Samherja þar sem félagið sakar RÚV og Helga Seljan meðal annars um „uppspuna“ og „ítrekuð ósannindi“ í umfjöllun sinni um starfsemi Samherja í Namibíu. Síðast í dag sakaði fyrirtækið RÚV um rangfærslur og fullyrti meðal annars að miðlarnir Stundin og RÚV hafi sagt félagið Cape Cod FS á Marshall-eyjum hafa verið í eigu Samherja. Í tilkynningu sinni vildi félagið árétta að umrætt félag hafi aldrei verið í eigu eða undir stjórn Samherja. Í svari sínu í kvöld segir Rakel að aldrei hafi verið fullyrt í umfjöllun Kveiks að Samherji hafi átt fyrrnefnt félag. „Hið rétta er að Kveikur sagði frá því að Samherji notaði félagið og að starfsmaður útgerðarinnar hafi haft prókúru á reikningum þess í norska bankanum DNB,“ segir Rakel. Bendir hún jafnframt á að í fyrri þætti Kveiks um Samherjaskjölin hafi komið fram að norski DNB bankinn hafi talið Cape Cod FS vera í eigu Samherja í ljósi prófkúru starfsmannsins. Sú fullyrðing væri byggð á gögnum sem WikiLeaks hafi birt. Vísaði í ummæli uppljóstrarans Þann 26. nóvember síðastliðinn ásakaði Samherji Helga Seljan, fréttamann RÚV og einn þáttastjórnenda Kveiks, um uppspuna eftir að hann fullyrti í Morgunútvarpi Rásar 2 að yfir „þúsund störf“ hafi tapast í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Rakel fullyrðir að Helgi hafi þar verið að vísa með beinum hætti í orð Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja, sem hann lét falla í áðurnefndum þætti. Rakel segir aðrar heimildir Kveiks jafnframt styðja þá frásögn, þar á meðal skrif namibískra fjölmiðla. Helgi Seljan hafði þá áður svarað ásökunum félagsins um rangfærslur í Morgunútvarpinu með því að vísa í fréttir namibískra fjölmiðla. Þar voru uppsagnir hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Namsov meðal annars tengdar við breytingar á reglum um úthlutun aflaheimilda í landinu. Samherji segir engin störf hafa glatast Samherji tók það þó ekki í mál og svaraði Helga aftur með tilkynningu þar sem talað var um „ítrekuð ósannindi fréttamanns.“ „Fyrst skal áréttað að engin störf glötuðust í namibískum sjávarútvegi eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í hrossamakríl heldur fluttust störfin milli fyrirtækja og skipa,“ sagði Samherji þá í tilkynningu sinni. Einnig benti fyrirtækið á að Namsov hafi lengst af ekki verið í eigu Namibíumanna heldur í eigu suður-afrísku samsteypunnar Bidvest Group. Þá fullyrti Samherji jafnframt að fram til ársins 2012 hafi uppsjávarveiðar í landinu verið nær eingöngu í höndum fyrrnefnds Namsov og annars fyrirtækis sem hafi sömuleiðis verið lengst af undir suður-afrísku eignarhaldi. Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01 Norska lögreglan rannsakar DNB bankann vegna viðskipta við Samherja Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar tilkynnti um það í dag að formleg rannsókn væri hafin á starfsemi norska DNB bankans vegna fjölmiðlaumfjöllunar um starfsemi Samherja og ásakanir um spillingu í Namibíu. 28. nóvember 2019 18:36 Milljarðar fóru í gegnum DNB Haldið var áfram að fjalla um mál Samherja í Kveik á RÚV í gærkvöldi. Þar kom fram að norski bankinn DNB vissi ekki hverjir voru raunverulegir eigendur reikninga sem tengjast meintu peningaþvætti Samherja. 27. nóvember 2019 08:00 Varasamt að gera upp hug sinn fyrir fram Samherji hefur ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að rannsaka starfsemi félagsins í Namibíu. Norskur lögmaður, Elisabeth Roscher, sem leiðir rannsóknina segir að unnið verði af heilindum og samstarf sé hafið með yfirvöldum. 27. nóvember 2019 06:45 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri og ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks, segir fullyrðingar Samherja síðustu daga um meintar rangfærslur RÚV ekki eiga við rök að styðjast. Í opnu bréfi sínu til Samherja sem Rakel skrifar undir fyrir hönd ritstjórnar Kveiks, hafnar hún einnig ásökunum félagsins á hendur fréttamanninum Helga Seljan sem hafa verið mikið til umræðu síðustu daga. „Ásakanir Samherja í garð fréttamannsins um ósannindi eru fráleitar. Virðast í raun snúast um tilraun fyrirtækisins til að afvegaleiða umræðuna með því að vega persónulega að fréttamanninum og draga úr trúverðugleika hans. Og líta alfarið fram hjá þeim upplýsingum og gögnum sem komu fram í þætti Kveiks 12. nóvember og ummæli hans byggjast á,“ skrifar Rakel í svari sínu.Svarar ásökunum um uppspuna og ósannindi Svar RÚV kemur í kjölfar þriggja harðorðra tilkynninga frá Samherja þar sem félagið sakar RÚV og Helga Seljan meðal annars um „uppspuna“ og „ítrekuð ósannindi“ í umfjöllun sinni um starfsemi Samherja í Namibíu. Síðast í dag sakaði fyrirtækið RÚV um rangfærslur og fullyrti meðal annars að miðlarnir Stundin og RÚV hafi sagt félagið Cape Cod FS á Marshall-eyjum hafa verið í eigu Samherja. Í tilkynningu sinni vildi félagið árétta að umrætt félag hafi aldrei verið í eigu eða undir stjórn Samherja. Í svari sínu í kvöld segir Rakel að aldrei hafi verið fullyrt í umfjöllun Kveiks að Samherji hafi átt fyrrnefnt félag. „Hið rétta er að Kveikur sagði frá því að Samherji notaði félagið og að starfsmaður útgerðarinnar hafi haft prókúru á reikningum þess í norska bankanum DNB,“ segir Rakel. Bendir hún jafnframt á að í fyrri þætti Kveiks um Samherjaskjölin hafi komið fram að norski DNB bankinn hafi talið Cape Cod FS vera í eigu Samherja í ljósi prófkúru starfsmannsins. Sú fullyrðing væri byggð á gögnum sem WikiLeaks hafi birt. Vísaði í ummæli uppljóstrarans Þann 26. nóvember síðastliðinn ásakaði Samherji Helga Seljan, fréttamann RÚV og einn þáttastjórnenda Kveiks, um uppspuna eftir að hann fullyrti í Morgunútvarpi Rásar 2 að yfir „þúsund störf“ hafi tapast í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Rakel fullyrðir að Helgi hafi þar verið að vísa með beinum hætti í orð Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja, sem hann lét falla í áðurnefndum þætti. Rakel segir aðrar heimildir Kveiks jafnframt styðja þá frásögn, þar á meðal skrif namibískra fjölmiðla. Helgi Seljan hafði þá áður svarað ásökunum félagsins um rangfærslur í Morgunútvarpinu með því að vísa í fréttir namibískra fjölmiðla. Þar voru uppsagnir hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Namsov meðal annars tengdar við breytingar á reglum um úthlutun aflaheimilda í landinu. Samherji segir engin störf hafa glatast Samherji tók það þó ekki í mál og svaraði Helga aftur með tilkynningu þar sem talað var um „ítrekuð ósannindi fréttamanns.“ „Fyrst skal áréttað að engin störf glötuðust í namibískum sjávarútvegi eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í hrossamakríl heldur fluttust störfin milli fyrirtækja og skipa,“ sagði Samherji þá í tilkynningu sinni. Einnig benti fyrirtækið á að Namsov hafi lengst af ekki verið í eigu Namibíumanna heldur í eigu suður-afrísku samsteypunnar Bidvest Group. Þá fullyrti Samherji jafnframt að fram til ársins 2012 hafi uppsjávarveiðar í landinu verið nær eingöngu í höndum fyrrnefnds Namsov og annars fyrirtækis sem hafi sömuleiðis verið lengst af undir suður-afrísku eignarhaldi.
Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01 Norska lögreglan rannsakar DNB bankann vegna viðskipta við Samherja Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar tilkynnti um það í dag að formleg rannsókn væri hafin á starfsemi norska DNB bankans vegna fjölmiðlaumfjöllunar um starfsemi Samherja og ásakanir um spillingu í Namibíu. 28. nóvember 2019 18:36 Milljarðar fóru í gegnum DNB Haldið var áfram að fjalla um mál Samherja í Kveik á RÚV í gærkvöldi. Þar kom fram að norski bankinn DNB vissi ekki hverjir voru raunverulegir eigendur reikninga sem tengjast meintu peningaþvætti Samherja. 27. nóvember 2019 08:00 Varasamt að gera upp hug sinn fyrir fram Samherji hefur ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að rannsaka starfsemi félagsins í Namibíu. Norskur lögmaður, Elisabeth Roscher, sem leiðir rannsóknina segir að unnið verði af heilindum og samstarf sé hafið með yfirvöldum. 27. nóvember 2019 06:45 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01
Norska lögreglan rannsakar DNB bankann vegna viðskipta við Samherja Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar tilkynnti um það í dag að formleg rannsókn væri hafin á starfsemi norska DNB bankans vegna fjölmiðlaumfjöllunar um starfsemi Samherja og ásakanir um spillingu í Namibíu. 28. nóvember 2019 18:36
Milljarðar fóru í gegnum DNB Haldið var áfram að fjalla um mál Samherja í Kveik á RÚV í gærkvöldi. Þar kom fram að norski bankinn DNB vissi ekki hverjir voru raunverulegir eigendur reikninga sem tengjast meintu peningaþvætti Samherja. 27. nóvember 2019 08:00
Varasamt að gera upp hug sinn fyrir fram Samherji hefur ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að rannsaka starfsemi félagsins í Namibíu. Norskur lögmaður, Elisabeth Roscher, sem leiðir rannsóknina segir að unnið verði af heilindum og samstarf sé hafið með yfirvöldum. 27. nóvember 2019 06:45