„Ekki boðlegur málflutningur hjá Helga Seljan að flytja ítrekað ósannindi“ Eiður Þór Árnason skrifar 27. nóvember 2019 18:30 Samherji sakaði Helga fyrst um ósannsögli í gær. Vísir/Andri Marinó /Sigurjón Samherji ítrekar ásakanir sínar á hendur Helga Seljan, fréttamanns RÚV, og sakar hann um ítrekuð ósannindi í ummælum sínum um starfsemi Samherja í Namibíu. Svarið kemur í kjölfar þess að Helgi svaraði í gær yfirlýsingu félagsins þar sem ummæli hans í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun voru sögð ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni. Í þættinum ræddi Helgi hin víðfrægu Samherjaskjöl og fullyrti að „yfir þúsund störf“ hafi glatast hjá heimamönnum í Namibíu vegna meintra brota Samherja í landinu.Sjá einnig: Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspunaÍ tilkynningu sem Samherji birti í dag talar fyrirtækið um „ítrekuð ósannindi fréttamanns“ og sakar Helga um að hafa í svari sínu í gær „endurtekið rangar fullyrðingar sínar um glötuð störf í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í landinu.“ Í svari sínu vitnaði Helgi meðal annars til fréttar í namibíska miðlinum The Namibian Sun þar sem fullyrt er að meint ólöglegt samráð Samherja og þáverandi namibískra ráðherra hafi mögulega leitt til þess að þúsundir hafi misst störf sín í namibískum sjávarútvegi. Einkum hafi sjávarútvegsfyrirtækið Namsov þurft að segja upp fólki í kjölfar breytinga á reglum um úthlutun aflaheimilda.Fullyrðir að engin störf hafi glatast Samherji segir þetta af og frá. „Fyrst skal áréttað að engin störf glötuðust í namibískum sjávarútvegi eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í hrossamakríl heldur fluttust störfin milli fyrirtækja og skipa.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að umrætt fyrirtæki hafi lengst af ekki verið í eigu Namibíumanna heldur í eigu suður-afrísku samsteypunnar Bidvest Group. „Þetta eru semsagt störfin sem heimamenn áttu að hafa glatað, störf hjá suður-afrískri alþjóðasamsteypu. Það var ekki fyrr en á árinu 2018 sem Bidvest Group seldi Namsov til namibíska fyrirtækisins Tunacor.“ Segir uppsjávarveiðar hafa verið á höndum Suður-Afríkumanna Þá fullyrðir Samherji jafnframt að fram til ársins 2012 hafi uppsjávarveiðar í landinu verið nær eingöngu í höndum umrædds Namsov og annars fyrirtækis sem hafi sömuleiðis verið lengst af undir suður-afrísku eignarhaldi. „Hlutur heimamanna í namibískum sjávarútvegi jókst fyrst eftir að breytingar urðu á reglum um úthlutun á árunum 2011-2012 þegar aflaheimildir voru teknar frá gömlu suður-afrísku fyrirtækjunum. Það var eftir að félög tengd Samherja og fleiri erlend útgerðarfyrirtæki hófu starfsemi í namibískum sjávarútvegi.“ Að lokum segir félagið að það sé „ekki boðlegur málflutningur hjá Helga Seljan að flytja ítrekað þau ósannindi að Namibíumenn hafi glatað störfum í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í landinu.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. 26. nóvember 2019 23:34 Varasamt að gera upp hug sinn fyrir fram Samherji hefur ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að rannsaka starfsemi félagsins í Namibíu. Norskur lögmaður, Elisabeth Roscher, sem leiðir rannsóknina segir að unnið verði af heilindum og samstarf sé hafið með yfirvöldum. 27. nóvember 2019 06:45 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Samherji ítrekar ásakanir sínar á hendur Helga Seljan, fréttamanns RÚV, og sakar hann um ítrekuð ósannindi í ummælum sínum um starfsemi Samherja í Namibíu. Svarið kemur í kjölfar þess að Helgi svaraði í gær yfirlýsingu félagsins þar sem ummæli hans í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun voru sögð ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni. Í þættinum ræddi Helgi hin víðfrægu Samherjaskjöl og fullyrti að „yfir þúsund störf“ hafi glatast hjá heimamönnum í Namibíu vegna meintra brota Samherja í landinu.Sjá einnig: Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspunaÍ tilkynningu sem Samherji birti í dag talar fyrirtækið um „ítrekuð ósannindi fréttamanns“ og sakar Helga um að hafa í svari sínu í gær „endurtekið rangar fullyrðingar sínar um glötuð störf í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í landinu.“ Í svari sínu vitnaði Helgi meðal annars til fréttar í namibíska miðlinum The Namibian Sun þar sem fullyrt er að meint ólöglegt samráð Samherja og þáverandi namibískra ráðherra hafi mögulega leitt til þess að þúsundir hafi misst störf sín í namibískum sjávarútvegi. Einkum hafi sjávarútvegsfyrirtækið Namsov þurft að segja upp fólki í kjölfar breytinga á reglum um úthlutun aflaheimilda.Fullyrðir að engin störf hafi glatast Samherji segir þetta af og frá. „Fyrst skal áréttað að engin störf glötuðust í namibískum sjávarútvegi eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í hrossamakríl heldur fluttust störfin milli fyrirtækja og skipa.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að umrætt fyrirtæki hafi lengst af ekki verið í eigu Namibíumanna heldur í eigu suður-afrísku samsteypunnar Bidvest Group. „Þetta eru semsagt störfin sem heimamenn áttu að hafa glatað, störf hjá suður-afrískri alþjóðasamsteypu. Það var ekki fyrr en á árinu 2018 sem Bidvest Group seldi Namsov til namibíska fyrirtækisins Tunacor.“ Segir uppsjávarveiðar hafa verið á höndum Suður-Afríkumanna Þá fullyrðir Samherji jafnframt að fram til ársins 2012 hafi uppsjávarveiðar í landinu verið nær eingöngu í höndum umrædds Namsov og annars fyrirtækis sem hafi sömuleiðis verið lengst af undir suður-afrísku eignarhaldi. „Hlutur heimamanna í namibískum sjávarútvegi jókst fyrst eftir að breytingar urðu á reglum um úthlutun á árunum 2011-2012 þegar aflaheimildir voru teknar frá gömlu suður-afrísku fyrirtækjunum. Það var eftir að félög tengd Samherja og fleiri erlend útgerðarfyrirtæki hófu starfsemi í namibískum sjávarútvegi.“ Að lokum segir félagið að það sé „ekki boðlegur málflutningur hjá Helga Seljan að flytja ítrekað þau ósannindi að Namibíumenn hafi glatað störfum í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í landinu.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. 26. nóvember 2019 23:34 Varasamt að gera upp hug sinn fyrir fram Samherji hefur ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að rannsaka starfsemi félagsins í Namibíu. Norskur lögmaður, Elisabeth Roscher, sem leiðir rannsóknina segir að unnið verði af heilindum og samstarf sé hafið með yfirvöldum. 27. nóvember 2019 06:45 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15
Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07
Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. 26. nóvember 2019 23:34
Varasamt að gera upp hug sinn fyrir fram Samherji hefur ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að rannsaka starfsemi félagsins í Namibíu. Norskur lögmaður, Elisabeth Roscher, sem leiðir rannsóknina segir að unnið verði af heilindum og samstarf sé hafið með yfirvöldum. 27. nóvember 2019 06:45