Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2019 23:34 Samherji sakaði Helga um ósannsögli fyrr í kvöld. Vísir/Andri Marinó /Sigurjón Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. Birt var tilkynning á vef Samherja þar sem orð Helga í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, voru sögð uppspuni og eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni. Var tilkynningin titluð „Uppspuni í Ríkisútvarpinu“Sjá einnig: Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Ummæli Helga sem fóru fyrir brjóstið á sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja voru á þá leið að Helgi sagði að yfir þúsund störf hafi tapast í Walvis Bay í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Sagði í yfirlýsingunni að um gróf ósannindi væri að ræða og að ummælin sýni hve frjálslega fréttamenn RÚV færu með staðreyndir. Á Facebook síðu sinni deilir Helgi Seljan fréttum namibíska fréttamiðilsins Namibian Sun og suður-afríska miðilsins AmaBhunange og beinir orðum sínum beint að Björgólfi Jóhannssyni, sem hefur tekið tímabundið við starfi forstjóra Samherja, eftir umfjöllun Kveiks. „Sæll Björgólfur Jóhannsson,“ skrifar Helgi. „Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú nú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn. En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á lesa gæskur. Þær eru mun fleiri og dramatískari; hrottafengnari lýsingarnar af afleiðingum þessa alls,“ skrifar Helgi ásamt því að deila áðurnefndum fréttum. Bætir hann að lokum við að Björgólfur þurfi samt ekki að biðja hann afsökunar. Í fréttunum sem Helgi deilir kemur fram að namibísk fyrirtæki í sjávarútvegi hafi þurft að leggja árar í bát. Er þar nefnt fyrirtækið Bidvest Namibia sem sagt er vera með 1200 manns í vinnu. Fyrirtækið hafi neyðst til þess að binda enda á starfsemi sína vegna ákvarðana þáverandi sjávarútvegsráðherra Bernard Esau. Bidvest Namibia hafi ekki fengið kvóta á meðan kvóti Fishcor var aukinn. Sömu sögu væri að segja um fyrirtækið Namsoy sem hafi verið einn stærsti vinnuveitandi í sjávarútvegi Namibíu. Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. Birt var tilkynning á vef Samherja þar sem orð Helga í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, voru sögð uppspuni og eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni. Var tilkynningin titluð „Uppspuni í Ríkisútvarpinu“Sjá einnig: Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Ummæli Helga sem fóru fyrir brjóstið á sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja voru á þá leið að Helgi sagði að yfir þúsund störf hafi tapast í Walvis Bay í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Sagði í yfirlýsingunni að um gróf ósannindi væri að ræða og að ummælin sýni hve frjálslega fréttamenn RÚV færu með staðreyndir. Á Facebook síðu sinni deilir Helgi Seljan fréttum namibíska fréttamiðilsins Namibian Sun og suður-afríska miðilsins AmaBhunange og beinir orðum sínum beint að Björgólfi Jóhannssyni, sem hefur tekið tímabundið við starfi forstjóra Samherja, eftir umfjöllun Kveiks. „Sæll Björgólfur Jóhannsson,“ skrifar Helgi. „Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú nú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn. En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á lesa gæskur. Þær eru mun fleiri og dramatískari; hrottafengnari lýsingarnar af afleiðingum þessa alls,“ skrifar Helgi ásamt því að deila áðurnefndum fréttum. Bætir hann að lokum við að Björgólfur þurfi samt ekki að biðja hann afsökunar. Í fréttunum sem Helgi deilir kemur fram að namibísk fyrirtæki í sjávarútvegi hafi þurft að leggja árar í bát. Er þar nefnt fyrirtækið Bidvest Namibia sem sagt er vera með 1200 manns í vinnu. Fyrirtækið hafi neyðst til þess að binda enda á starfsemi sína vegna ákvarðana þáverandi sjávarútvegsráðherra Bernard Esau. Bidvest Namibia hafi ekki fengið kvóta á meðan kvóti Fishcor var aukinn. Sömu sögu væri að segja um fyrirtækið Namsoy sem hafi verið einn stærsti vinnuveitandi í sjávarútvegi Namibíu.
Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07