Heimsótti alla NFL-vellina á 84 dögum og setti heimsmet Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2019 09:45 Burner er hér á velli Íslandsvinana í Minnesota Vikings. mynd/instagram Englendingurinn Jacob Burner frá Leeds komst í heimsmetabók Guinness í nótt er hann mætti á leik Atlanta Falcons og New Orleans Saints í NFL-deildinni. Hann er þar með búinn að sjá leik á öllum völlum NFL-deildarinnar á 84 dögum sem skilar honum í heimsmetabókina. Gamla metið var 86 dagar. „Ég átti mér alltaf draum um að fara í ferð þar sem ég myndi fara á fimm velli í einni ferð. Svo í kjölfarið fæddist hugmyndin að komast á alla vellina á meðan ég lifi,“ sagði Burner en þá kom allt í einu þessi stóra hugmynd. „Ég var að skoða málin og rakst þá á þetta met sem var 86 dagar, 10 tímar og 25 mínútur sett af Alicia Barnhart árið 2015. Að slá þetta met var alltaf í huga mér. Er ég hafði reiknað út að þetta væri mögulegt ákvað ég að slá til og reyna við þetta.“I still can’t quite get over today! Will shout out more people tomorrow but for now I have to thank @NFL, @NFLUK and @AtlantaFalcons for today and the Super Bowl tickets! I had no idea and it blew me away! A day I’ll never forget! #GuinnessWorldRecord#NFL100pic.twitter.com/efmiJfZlCa — The Football Wanderer (@JBBFootball) November 29, 2019 Eins og gefur að skilja er þetta dýrt ævintýri enda þurfti Burner að fljúga um öll Bandaríkin og kaupa sér miða á leikina sem er ekki alltaf ódýrt. „Ég hafði verið að safna mér fyrir íbúð í mörg ár og átti því smá pening. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi ekki gera þetta núna myndi ég aldrei gera það. Ég get alltaf safnað síðar fyrir íbúð.“ Það var vel tekið á móti honum í Atlanta í nótt. Hann fékk að fara niður á völl, hitta leikmenn og stjórnendur og var hann að lokum leystur út með miðum á Super Bowl í febrúar. Hægt var að fylgjast með ævintýri hans á Instagram hér og Twitter hér.Úrslitin í Þakkargjörðardagsleikjunum: Detroit-Chicago 20-24 Dallas-Buffalo 15-26 Atlanta-New Orleans 18-26 Bandaríkin NFL Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Sjá meira
Englendingurinn Jacob Burner frá Leeds komst í heimsmetabók Guinness í nótt er hann mætti á leik Atlanta Falcons og New Orleans Saints í NFL-deildinni. Hann er þar með búinn að sjá leik á öllum völlum NFL-deildarinnar á 84 dögum sem skilar honum í heimsmetabókina. Gamla metið var 86 dagar. „Ég átti mér alltaf draum um að fara í ferð þar sem ég myndi fara á fimm velli í einni ferð. Svo í kjölfarið fæddist hugmyndin að komast á alla vellina á meðan ég lifi,“ sagði Burner en þá kom allt í einu þessi stóra hugmynd. „Ég var að skoða málin og rakst þá á þetta met sem var 86 dagar, 10 tímar og 25 mínútur sett af Alicia Barnhart árið 2015. Að slá þetta met var alltaf í huga mér. Er ég hafði reiknað út að þetta væri mögulegt ákvað ég að slá til og reyna við þetta.“I still can’t quite get over today! Will shout out more people tomorrow but for now I have to thank @NFL, @NFLUK and @AtlantaFalcons for today and the Super Bowl tickets! I had no idea and it blew me away! A day I’ll never forget! #GuinnessWorldRecord#NFL100pic.twitter.com/efmiJfZlCa — The Football Wanderer (@JBBFootball) November 29, 2019 Eins og gefur að skilja er þetta dýrt ævintýri enda þurfti Burner að fljúga um öll Bandaríkin og kaupa sér miða á leikina sem er ekki alltaf ódýrt. „Ég hafði verið að safna mér fyrir íbúð í mörg ár og átti því smá pening. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi ekki gera þetta núna myndi ég aldrei gera það. Ég get alltaf safnað síðar fyrir íbúð.“ Það var vel tekið á móti honum í Atlanta í nótt. Hann fékk að fara niður á völl, hitta leikmenn og stjórnendur og var hann að lokum leystur út með miðum á Super Bowl í febrúar. Hægt var að fylgjast með ævintýri hans á Instagram hér og Twitter hér.Úrslitin í Þakkargjörðardagsleikjunum: Detroit-Chicago 20-24 Dallas-Buffalo 15-26 Atlanta-New Orleans 18-26
Bandaríkin NFL Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Sjá meira