Guð er langfyndnasti grínistinn Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2019 09:30 Bragi Páll er eins grimmur við sínar persónur og hægt er að vera en hann sendir nú frá sér sína fyrstu skáldsögu. visir/visir Magnað að rekast á það sem hlýtur að heyra til tíðinda í því sem bókaútgáfan þessi jólin skolar á strendur strax í upphafi flóðs. Austur, fyrsta skáldsaga Braga Páls, er flugeldasýning. Harmræn hrakningasaga sem lýsir miklu hugmyndaflugi höfundar. Bragi Páll hlífir persónum sínum ekki og það verður bara að segjast eins og er; þetta er ein fyndnasta bók sem ég hef lengi lesið. Hér segir af Eyvindi, félagslega einangruðum hagfræðingi á fertugsaldri sem er í örvæntingarfullri leit að tilgangi. Hann reynir að brjótast út úr fjötrum sínum en seint verður sagt að það skili honum áleiðis á vit hamingjunnar. Ófarirnar elta hann á röndum, magnast og verða svo yfirgengilegar úr verður tragíkómík á sterum.Hraðlyginn höfundur Eiginlega er ekki annað hægt en reyna að komast að því hvað höfundi gengur til að bjóða uppá aðrar eins hremmingar og hann leiðir lesendur í gegnum? Miskunnarlaus við sínar persónur. Við byrjum vítt með því að spyrja Braga Pál hvað hafi orðið til að reka hann til að skrifa skáldsögu en reynum svo að þrengja hringinn. „Ætli þetta sé ekki bara eins og með rollurnar þegar þær koma sér í sjálfheldu. Sem krakki var mikið lesið fyrir mig, ég byrja ungur að lesa mikið sjálfur, svo kemur í ljós að ég er hraðlyginn og átti mjög erfitt með að segja satt, er ungur farinn að semja vísur og kvæði og gera tilraunir með formið. Þegar maður fullorðnast við þetta ástand, að vera orðinn mjög flinkur lygari, þá er í rauninni bara tvennt í stöðunni, að fara út í pólitík, eða gerast rithöfundur.“Bragi Páll segir Austur eins ósjálfsævisögulega og fyrsta skáldsaga getur orðið. Það kemur þó í ljós að hann dregur eitt og annað til úr eigin lífi.visir/VilhelmJájá. „Ég hef bara alltaf haft gaman af því að segja sögur og að hafa þær eins svakalegar og hægt er, láta sannleikann aldrei skemma góða frásögn, þessi bók er í raun bara framlenging á því ástandi.“Aðalpersónan er ólánleg á alla lund. Er þetta að einhverju leyti sjálfsævisögulegt?„Ég held að Austur sé eins ósjálfsævisöguleg og fyrsta skáldsaga getur verið.“Sagan verður að vera fyndin Bragi Páll er sem sagt ekki til í að kaupa það hrátt að hann sé að fjalla um sjálfan sig, en vitaskuld eru til þær kenningar að öll skrif endurspegli á einhvern hátt þann sem skrifar, sem svo er afsprengi umhverfis síns. „Í nokkra áratugi hefur verið þessi klisja með karlkyns rithöfunda, sérstaklega fyrstu bækur þeirra, að við skrifum bara um karla, í Reykjavík, í krísu með sjálfan sig. Svo er hin klisjan, karl í Reykjavík í krísu með sjálfan sig fer í sveit. Hvað eru íslenskir rithöfundar að reyna að segja með þessu? Hvað ef við tökum þessa íslensku bókmenntahefð og breytum henni í hryllingsmynd með kómísku ívafi? Setjum svipugöngin á stera, tökum alla samkennd úr sögumanninum?“ spyr Bragi en væntir ekki svara frá blaðamanni Vísis við þessum stóru spurningum.„Ég upplifi mig bara eins og ég sé í einhverjum sjúkum dúkkuleik í hefðinni. Barbie er ennþá Barbie og Ken er ennþá Ken, en barnið sem heldur á þeim er í geðrofi. En sagan verður samt að vera fyndin. Það eina sem er sannarlega sjálfsævisögulegt hins vegar er kaflinn á sjónum. Ég hef verið talsvert á sjó og mér hefur fundist að sjómennskunni hafi vantað sinn fulltrúa í fagurbókmenntum á Íslandi. Við eigum borgarskáld, sveitaskáld en mjög fá sjóaraskáld. Og almenningur er með einhverja ímynd af sjómönnum og því hvernig er að vinna á sjó, sem er talsvert langt frá raunveruleikanum. Svona er þetta, kalt, blautt, blóðugt, einmanalegt, sprenghlægilegt. Allt á sama tíma.“ Grimmur við persónur sínar Höfundar eru misgóðir við persónur sínar, láta þær kjást við eitt og annað en þær fá nú yfirleitt sitthvað fyrir sinn snúð. Því er varla fyrir að fara hér, óhætt er að segja að þú sért bókstaflega vondur við þínar persónur; skepnulegur jafnvel?„Það er starf rithöfunda að draga ákveðnar tilfinningar upp í huga lesenda sinna. Ef þú vilt selja mjög margar bækur þá dregur þú spennu upp í huga þeirra, skrifar um eldri lögreglumann og það finnst lík einhverstaðar og lögreglumaðurinn fær sér kjamma á BSÍ meðan hann á í erfiðum samskiptum við fjölskyldu, samstarfsfélaga eða jafnvel alla. Þarna er mikil spenna. Ég hef mjög lítinn áhuga á að gera fólk bara spennt, ég vil láta lesendum líða illa, fá þá til að gnísta tönnum, líta undan, kúgast, hlægja.“Höfundurinn er guð síns söguheims og þessi guð reynist ekki algóður heldur alvondur.Visir/vilhelmBragi Páll útskýrir að til að ná þessum tilfinningum fram þurfi að losa sig við allt sem heitir miskunn. „Það eina sem ég þjóna er sagan og ef persónunum þarf að blæða fyrir hana, þá það.“Tvö forlög höfnuðu handritinu umsvifalaust Óhætt er að segja að Bragi Páll hlífi persónum sínum hvergi og lætur þær lenda í svaðalegum aðstæðum og ævintýrum, ef hægt er að nota það orð um þau ósköp sem henda á síðum bókarinnar. „Sú útgáfa sem kom á prent er sko talsvert pen miðað við hvernig hún var lengst af á sköpunartímanum,“ segir Bragi Páll. „Tvö forlög sögðu nei við mig á þeim forsendum að sagan væri of grótesk,eitt forlag var með mig og handritið hjá einkaþjálfara í 18 mánuði að reyna að draga sem mest úr ógeðinu, en á endanum lenti það samstarf á vegg. Meira að segja núverandi útgefandi [Sögur útgáfa] lét mig fara með þjöl á beittustu hornin sem eftir stóðu. Bókin var þannig á tímabili að yfirlesarar komust ekki í gegnum hana fyrir hryllingi, þessi útgáfa sem kom út á prenti er bara mjög barnvæn miðað við hvernig ástandið var þá.“ Algóður Bragi Páll reynist hinn versti Þá hefur hún verið allsvakaleg. En, ég spyr af því að höfundurinn er alvaldur, guð almáttugur, þess sagnaheims sem hann skapar. Og höfundar tala stundum um samkennd með persónum sínum, en þú ert grimmur við þær og fórnar hiklaust á altari þess að kalla fram þessar tilfinningar sem þú lýsir?Þrjú forlög höfnuðu handritinu vegna þess hversu gróteskt það var.visir/vilhelm„Guð er náttúrulega langfyndnasti grínistinn af þeim öllum. Við erum bara dúkkur í leiknum hans og sumar dúkkurnar eru í dúkkó líka og kalla sig rithöfunda. Heimurinn virðist vera fullkomlega óvægur staður, hræðilegir hlutir koma fyrir grandalaust og gott fólk, skáldsögur verða að endurspegla það. Ekkert karma. Ekkert rétt og rangt. Bara hrátt, óhamingjusamt hold að titra í gegnum jarðvist sína. Guð lætur mannkynið ganga í gegnum allskonar hræðilega hluti og sumir gefast ekki upp vegna þess að þeir trúa því að einhver sé tilgangurinn. Að það sé ljós við enda ganganna, en hvað ef við munum aldrei sjá tilganginn?“ Bragi Páll segir það svo að engin svör berist í gegnum allar bænirnar, hugleiðsluna og kakóserímóníurnar. „Við förum í kufl og flokkum ruslið okkar og brosum framan í náungann en erum alveg jafn vonlaus fyrir því. Þess vegna læt ég Eyvind greyið ganga í gegnum einhvern þann blóðugasta brandara sem sagður hefur verið, til þess að láta hann stöðugt hysja upp um sig buxurnar í góðri trú um að algóður Bragi Páll muni nú örugglega láta ljós sitt skína á hann að lokum. En það er enginn lausn. Elsku karlinn. Því Guð Eyva er ekki að hugsa um hans velferð, heldur að skemmta lesendum sínum.“Halldór Laxness flinkasti þjófurinnÞetta er mikil hrakningasaga, byrjar raunsæislega en smátt og smátt er lesandinn teymdur á vit fantasíunnar. Lengi getur vont versnað. Reisti ímyndunaraflið þér aldrei skorður? Eða með öðrum orðum: Hvernig dettur þér þetta eiginlega í hug?„Það voru algjör vatnaskil í því hvernig ég leit á starf rithöfunda þegar ég uppgötvaði hvað þeir væru miklir þjófar. Halldór Laxness er ekki besti rithöfundur sem Ísland hefur átt, hann er flinkasti þjófurinn okkar. Ég hef þess vegna verið að safna sögum af fólkinu í kringum mig og á tímabili var ég að nota talsvert af hugbreytandi efnum í dýflissum hér og þar um borgina. Og var þess vegna að safna sögum af fólki sem hrærðist í þeim heimi.“Fyrsti hluti bókarinnar er byggður á strák sem ég kynntist, nítján ára spíttfíkli með gullhjarta sem vildi alfarið sofa hjá eldri konum.visir/vilhelmBragi Páll fer í gegnum það hvernig reynsla hans birtist lesendum í bókinni sem er lygleg en virðist þó eiga sér einhverja samsvörun í raunveruleikanum. „Fyrsti hluti bókarinnar er byggður á strák sem ég kynntist, nítján ára spíttfíkli með gullhjarta sem vildi alfarið sofa hjá eldri konum. Eitt og sér er það sprenghlægilegt ástand, en svo varð hann ástfanginn af einni, alveg fjörgamalli. Þegar hún svo hættir með honum kemur hann til okkar, í dýflissuna, í mikilli ástarsorg, að sjálfsögðu. Okkur fannst þetta svo hlægilegt, en það breytti því ekki að tilfinningar hans voru algjörlega hreinar og sannar. Hann var niðurbrotinn, en hlægilegur á sama tíma.“Hræðilegir og hlægilegir atburðir Bragi Páll segist þá þegar hafa áttaði sig á því að þarna væri bæði góð saga en líka mjög frumlegt ástand. „Svo var annar ungur og óhamingjusamur sem ég kynntist, hann ætlaði að ráða sig sem vinnumann á sveitabæ til þess að koma sér í betra ástand, en hjónin á bænum skilja. Konan fer í burtu á bílnum, maturinn klárast og áður en hann veit af er hann í einhverju Robinson Krúsó-ástandi á sveitabæ á Íslandi. Bóndinn bara á margra vikna fylleríi, fullur bær af rollum og minn maður gjörsamlega ráðalaus. Þetta er það sem mig langar svo að nálgast í mínum verkum: Hræðilegir en jafnframt hlægilegir hlutir að koma fyrir venjulegt fólk.“ Eftir því sem ástandið í bókinni verður hræðilegra fer svo Eyvindur, sem er sögumaðurinn, smám saman að missa tökin á eigin veruleika, eigin frásögn. „Þannig verður hann ótrúverðugur og hverjum á lesandinn þá að taka mark á? Er hann raunverulega í hættu? Hvað af því sem kemur fram á síðunum er að koma fyrir hann í raun og veru?“ Höfundar sem sprengdu á Braga Páli hausinn Talandi um Laxness og þjófnað, bókin hefst á tilvitnun í Kafka. Má þá skilja það sem svo að þú sért undir áhrifum frá honum, firrtur og einangraður einstaklingur í fjandsamlegum og óskiljanlegum heimi? Eða líturðu til annarra höfunda, annarra verka? Mér datt til dæmis Svejk í hug. „Ég elska Kafka og ég er alinn upp með fólki sem dýrkaði Svejk eins og hálfguð. Aðrir höfundar sem þessi bók leitar ráða hjá eru til dæmis Patrick Süskind, Daniel Defoe og Knut Hamsun. Allir sem eru svangir og óhamingjusamir fengu að vera memm.“Bragi Páll er ekki af 3. kynslóð rithöfunda. Bara alls ekki.visir/VilhelmBragi Páll segir að af íslenskum höfundum sem hann lítur mest til séu efst á blaði gömlu Nýhil skáldin, Eiríkur Örn, Kristín Eiríks, Ingólfur Gíslason og alveg sérstaklega Steinar Bragi. „Þetta fólk sprengdi á mér hausinn á sínum tíma, með það hvernig mætti skrifa og um hvað. Að það væru engar reglur, skrifin mættu vera dónaleg, líkamleg, óþægileg. Það þyrfti ekki að skrifa fallegan og lýtalausan stíl til þess að taka þátt. Það þyrfti ekki að koma úr menntafjölskyldu, að vera alin upp í vesturbænum, þekkja fín léttvín og hafa gaman af óperum til þess að mega vera skáld.“Eldri konur stærsti lesendahópurinn Bragi Páll segir þetta ekki sinn veruleika. „Pabbi minn er sjómaður, mamma mín er kennari.Ég er skilnaðarbarn sem hefur farið í meðferð og bruddi geðlyf árum saman til þess að komast hjá því að hengja mig. Það eru engir listamenn í minni fjölskyldu til þess að stytta mér leiðina. Ég held að foreldrar mínir séu enn að bíða eftir því að ég ákveði hvað ég ætli að gera við líf mitt. Fólk sem kemur inn í þetta fag með ákveðinn bakgrunn hefur ákveðið forskot, en það skortir kannski líka ákveðna tengingu við hinn sótsvarta almúga. Bolinn.“ Blessaður bolurinn er þannig útundan. Enginn vill kannast við hann. „Flest forlög berjast núna í bökkunum að halda sjó. Stærsti lesendahópur landsins er eldri konur. Forlögin vita þetta og velja sérstaklega bækur til útgáfu sem eldri konur vilja lesa. Hanna kápurnar með það í huga. Velja titla. Að sjálfsögðu, þau eru bara að reyna að halda lífi. En þá getur fólk ekki verið svakalega hissa á því að ungir strákar hafi ekki áhuga á því að lesa.Eigum við ekki bara að klæða þá í krumpugalla, túbera á þeim hárið, senda þá á prjónanámskeið og sjá svo hvort þeir hneigist ekki frekar að bókmenntum þá? Ef eina tónlistin sem kæmi út hljómaði ennþá eins og Dátar og Trúbrot, þá kæmi mér ekkert á óvart að fæstir íslenskir drengir nenntu að hlusta á tónlist.“ Pissar yfir landamæri í listum Ég spurði þig í upphafi þessa spjalls hvort rithöfundar væri kreðsa sem þú vildir tilheyra? En þú virðist fyrirfram líta á þig sem einskonar boðflennu?Bragi Páll telur sig ekki boðflennu í hópi rithöfunda heldur millistykki milli fagurbókmennta og líkamsvessa.visir/vilhelm„Stétt íslenskra rithöfunda er ótrúlega hjartahlýr hópur. Þegar ég gaf út fyrstu ljóðabókina mína, 2012, leið mér eins og ég væri að koma heim, kannski af því ég var að hengja Davíð Oddson og Finn Ingólfsson í ljóðunum mínum, en ég held að þetta risti dýpra en það,“ segir Bragi Páll sem óvænt vendir sínu kvæði í kross og fer að tala fallega um kollega sína. Eða svo gott sem. „Rithöfundastéttin er upp til hópa stuðningsrík og stendur saman, vill að náunganum gangi vel. En að því sögðu þá komum við öll úr ólíkum bakgrunni. Sjáðu til dæmis sambýliskonuna mína, hana Bergþóru, sem ólst líka upp hjá ómenntuðum foreldrum, alin upp á sveitabæ, kemur með þá rödd og upplifun inn í rithöfundastéttina og fólk fellur í stafi yfir því hvað hún er flink og fersk og ég held að bakgrunnurinn hafi töluvert með það að segja.“ En, svo eru það rithöfundar sem eru kannski af þriðju eða fjórðu kynslóð listamanna, sem alast upp í kreðsunni. „Þeir hafa vissulega eitthvað að segja og eiga algjörlega erindi, en röddin verður önnur. Það er einhver stéttarbundinn sjálfsefi sem aldrei þurfti að vinna sig í gegnum menningarlegt glerþak sem aldrei þurfti að mölbrjóta. Ég held að ég sé alls ekki boðflenna, ég vil miklu frekar vera millistykki, á milli sjómanna og bókmennta, á milli þungarokksins og snobbsins, á milli fagurbókmenntanna og líkamsvessanna. Það þurfa ekki að vera nein landamæri í listum, en óhjákvæmilega verða þau til. Þá er mjög áhugavert að fara alveg upp að þeim og pissa yfir þau. Sjá hvað gerist.“ Bókmenntir Tengdar fréttir Hvarf inní grúskið og áratugur farinn Út er komið sannkallað stórvirki eftir Pál Baldvin Baldvinsson en í því gerir hann hinum æsispennandi síldarárum skil. 22. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Magnað að rekast á það sem hlýtur að heyra til tíðinda í því sem bókaútgáfan þessi jólin skolar á strendur strax í upphafi flóðs. Austur, fyrsta skáldsaga Braga Páls, er flugeldasýning. Harmræn hrakningasaga sem lýsir miklu hugmyndaflugi höfundar. Bragi Páll hlífir persónum sínum ekki og það verður bara að segjast eins og er; þetta er ein fyndnasta bók sem ég hef lengi lesið. Hér segir af Eyvindi, félagslega einangruðum hagfræðingi á fertugsaldri sem er í örvæntingarfullri leit að tilgangi. Hann reynir að brjótast út úr fjötrum sínum en seint verður sagt að það skili honum áleiðis á vit hamingjunnar. Ófarirnar elta hann á röndum, magnast og verða svo yfirgengilegar úr verður tragíkómík á sterum.Hraðlyginn höfundur Eiginlega er ekki annað hægt en reyna að komast að því hvað höfundi gengur til að bjóða uppá aðrar eins hremmingar og hann leiðir lesendur í gegnum? Miskunnarlaus við sínar persónur. Við byrjum vítt með því að spyrja Braga Pál hvað hafi orðið til að reka hann til að skrifa skáldsögu en reynum svo að þrengja hringinn. „Ætli þetta sé ekki bara eins og með rollurnar þegar þær koma sér í sjálfheldu. Sem krakki var mikið lesið fyrir mig, ég byrja ungur að lesa mikið sjálfur, svo kemur í ljós að ég er hraðlyginn og átti mjög erfitt með að segja satt, er ungur farinn að semja vísur og kvæði og gera tilraunir með formið. Þegar maður fullorðnast við þetta ástand, að vera orðinn mjög flinkur lygari, þá er í rauninni bara tvennt í stöðunni, að fara út í pólitík, eða gerast rithöfundur.“Bragi Páll segir Austur eins ósjálfsævisögulega og fyrsta skáldsaga getur orðið. Það kemur þó í ljós að hann dregur eitt og annað til úr eigin lífi.visir/VilhelmJájá. „Ég hef bara alltaf haft gaman af því að segja sögur og að hafa þær eins svakalegar og hægt er, láta sannleikann aldrei skemma góða frásögn, þessi bók er í raun bara framlenging á því ástandi.“Aðalpersónan er ólánleg á alla lund. Er þetta að einhverju leyti sjálfsævisögulegt?„Ég held að Austur sé eins ósjálfsævisöguleg og fyrsta skáldsaga getur verið.“Sagan verður að vera fyndin Bragi Páll er sem sagt ekki til í að kaupa það hrátt að hann sé að fjalla um sjálfan sig, en vitaskuld eru til þær kenningar að öll skrif endurspegli á einhvern hátt þann sem skrifar, sem svo er afsprengi umhverfis síns. „Í nokkra áratugi hefur verið þessi klisja með karlkyns rithöfunda, sérstaklega fyrstu bækur þeirra, að við skrifum bara um karla, í Reykjavík, í krísu með sjálfan sig. Svo er hin klisjan, karl í Reykjavík í krísu með sjálfan sig fer í sveit. Hvað eru íslenskir rithöfundar að reyna að segja með þessu? Hvað ef við tökum þessa íslensku bókmenntahefð og breytum henni í hryllingsmynd með kómísku ívafi? Setjum svipugöngin á stera, tökum alla samkennd úr sögumanninum?“ spyr Bragi en væntir ekki svara frá blaðamanni Vísis við þessum stóru spurningum.„Ég upplifi mig bara eins og ég sé í einhverjum sjúkum dúkkuleik í hefðinni. Barbie er ennþá Barbie og Ken er ennþá Ken, en barnið sem heldur á þeim er í geðrofi. En sagan verður samt að vera fyndin. Það eina sem er sannarlega sjálfsævisögulegt hins vegar er kaflinn á sjónum. Ég hef verið talsvert á sjó og mér hefur fundist að sjómennskunni hafi vantað sinn fulltrúa í fagurbókmenntum á Íslandi. Við eigum borgarskáld, sveitaskáld en mjög fá sjóaraskáld. Og almenningur er með einhverja ímynd af sjómönnum og því hvernig er að vinna á sjó, sem er talsvert langt frá raunveruleikanum. Svona er þetta, kalt, blautt, blóðugt, einmanalegt, sprenghlægilegt. Allt á sama tíma.“ Grimmur við persónur sínar Höfundar eru misgóðir við persónur sínar, láta þær kjást við eitt og annað en þær fá nú yfirleitt sitthvað fyrir sinn snúð. Því er varla fyrir að fara hér, óhætt er að segja að þú sért bókstaflega vondur við þínar persónur; skepnulegur jafnvel?„Það er starf rithöfunda að draga ákveðnar tilfinningar upp í huga lesenda sinna. Ef þú vilt selja mjög margar bækur þá dregur þú spennu upp í huga þeirra, skrifar um eldri lögreglumann og það finnst lík einhverstaðar og lögreglumaðurinn fær sér kjamma á BSÍ meðan hann á í erfiðum samskiptum við fjölskyldu, samstarfsfélaga eða jafnvel alla. Þarna er mikil spenna. Ég hef mjög lítinn áhuga á að gera fólk bara spennt, ég vil láta lesendum líða illa, fá þá til að gnísta tönnum, líta undan, kúgast, hlægja.“Höfundurinn er guð síns söguheims og þessi guð reynist ekki algóður heldur alvondur.Visir/vilhelmBragi Páll útskýrir að til að ná þessum tilfinningum fram þurfi að losa sig við allt sem heitir miskunn. „Það eina sem ég þjóna er sagan og ef persónunum þarf að blæða fyrir hana, þá það.“Tvö forlög höfnuðu handritinu umsvifalaust Óhætt er að segja að Bragi Páll hlífi persónum sínum hvergi og lætur þær lenda í svaðalegum aðstæðum og ævintýrum, ef hægt er að nota það orð um þau ósköp sem henda á síðum bókarinnar. „Sú útgáfa sem kom á prent er sko talsvert pen miðað við hvernig hún var lengst af á sköpunartímanum,“ segir Bragi Páll. „Tvö forlög sögðu nei við mig á þeim forsendum að sagan væri of grótesk,eitt forlag var með mig og handritið hjá einkaþjálfara í 18 mánuði að reyna að draga sem mest úr ógeðinu, en á endanum lenti það samstarf á vegg. Meira að segja núverandi útgefandi [Sögur útgáfa] lét mig fara með þjöl á beittustu hornin sem eftir stóðu. Bókin var þannig á tímabili að yfirlesarar komust ekki í gegnum hana fyrir hryllingi, þessi útgáfa sem kom út á prenti er bara mjög barnvæn miðað við hvernig ástandið var þá.“ Algóður Bragi Páll reynist hinn versti Þá hefur hún verið allsvakaleg. En, ég spyr af því að höfundurinn er alvaldur, guð almáttugur, þess sagnaheims sem hann skapar. Og höfundar tala stundum um samkennd með persónum sínum, en þú ert grimmur við þær og fórnar hiklaust á altari þess að kalla fram þessar tilfinningar sem þú lýsir?Þrjú forlög höfnuðu handritinu vegna þess hversu gróteskt það var.visir/vilhelm„Guð er náttúrulega langfyndnasti grínistinn af þeim öllum. Við erum bara dúkkur í leiknum hans og sumar dúkkurnar eru í dúkkó líka og kalla sig rithöfunda. Heimurinn virðist vera fullkomlega óvægur staður, hræðilegir hlutir koma fyrir grandalaust og gott fólk, skáldsögur verða að endurspegla það. Ekkert karma. Ekkert rétt og rangt. Bara hrátt, óhamingjusamt hold að titra í gegnum jarðvist sína. Guð lætur mannkynið ganga í gegnum allskonar hræðilega hluti og sumir gefast ekki upp vegna þess að þeir trúa því að einhver sé tilgangurinn. Að það sé ljós við enda ganganna, en hvað ef við munum aldrei sjá tilganginn?“ Bragi Páll segir það svo að engin svör berist í gegnum allar bænirnar, hugleiðsluna og kakóserímóníurnar. „Við förum í kufl og flokkum ruslið okkar og brosum framan í náungann en erum alveg jafn vonlaus fyrir því. Þess vegna læt ég Eyvind greyið ganga í gegnum einhvern þann blóðugasta brandara sem sagður hefur verið, til þess að láta hann stöðugt hysja upp um sig buxurnar í góðri trú um að algóður Bragi Páll muni nú örugglega láta ljós sitt skína á hann að lokum. En það er enginn lausn. Elsku karlinn. Því Guð Eyva er ekki að hugsa um hans velferð, heldur að skemmta lesendum sínum.“Halldór Laxness flinkasti þjófurinnÞetta er mikil hrakningasaga, byrjar raunsæislega en smátt og smátt er lesandinn teymdur á vit fantasíunnar. Lengi getur vont versnað. Reisti ímyndunaraflið þér aldrei skorður? Eða með öðrum orðum: Hvernig dettur þér þetta eiginlega í hug?„Það voru algjör vatnaskil í því hvernig ég leit á starf rithöfunda þegar ég uppgötvaði hvað þeir væru miklir þjófar. Halldór Laxness er ekki besti rithöfundur sem Ísland hefur átt, hann er flinkasti þjófurinn okkar. Ég hef þess vegna verið að safna sögum af fólkinu í kringum mig og á tímabili var ég að nota talsvert af hugbreytandi efnum í dýflissum hér og þar um borgina. Og var þess vegna að safna sögum af fólki sem hrærðist í þeim heimi.“Fyrsti hluti bókarinnar er byggður á strák sem ég kynntist, nítján ára spíttfíkli með gullhjarta sem vildi alfarið sofa hjá eldri konum.visir/vilhelmBragi Páll fer í gegnum það hvernig reynsla hans birtist lesendum í bókinni sem er lygleg en virðist þó eiga sér einhverja samsvörun í raunveruleikanum. „Fyrsti hluti bókarinnar er byggður á strák sem ég kynntist, nítján ára spíttfíkli með gullhjarta sem vildi alfarið sofa hjá eldri konum. Eitt og sér er það sprenghlægilegt ástand, en svo varð hann ástfanginn af einni, alveg fjörgamalli. Þegar hún svo hættir með honum kemur hann til okkar, í dýflissuna, í mikilli ástarsorg, að sjálfsögðu. Okkur fannst þetta svo hlægilegt, en það breytti því ekki að tilfinningar hans voru algjörlega hreinar og sannar. Hann var niðurbrotinn, en hlægilegur á sama tíma.“Hræðilegir og hlægilegir atburðir Bragi Páll segist þá þegar hafa áttaði sig á því að þarna væri bæði góð saga en líka mjög frumlegt ástand. „Svo var annar ungur og óhamingjusamur sem ég kynntist, hann ætlaði að ráða sig sem vinnumann á sveitabæ til þess að koma sér í betra ástand, en hjónin á bænum skilja. Konan fer í burtu á bílnum, maturinn klárast og áður en hann veit af er hann í einhverju Robinson Krúsó-ástandi á sveitabæ á Íslandi. Bóndinn bara á margra vikna fylleríi, fullur bær af rollum og minn maður gjörsamlega ráðalaus. Þetta er það sem mig langar svo að nálgast í mínum verkum: Hræðilegir en jafnframt hlægilegir hlutir að koma fyrir venjulegt fólk.“ Eftir því sem ástandið í bókinni verður hræðilegra fer svo Eyvindur, sem er sögumaðurinn, smám saman að missa tökin á eigin veruleika, eigin frásögn. „Þannig verður hann ótrúverðugur og hverjum á lesandinn þá að taka mark á? Er hann raunverulega í hættu? Hvað af því sem kemur fram á síðunum er að koma fyrir hann í raun og veru?“ Höfundar sem sprengdu á Braga Páli hausinn Talandi um Laxness og þjófnað, bókin hefst á tilvitnun í Kafka. Má þá skilja það sem svo að þú sért undir áhrifum frá honum, firrtur og einangraður einstaklingur í fjandsamlegum og óskiljanlegum heimi? Eða líturðu til annarra höfunda, annarra verka? Mér datt til dæmis Svejk í hug. „Ég elska Kafka og ég er alinn upp með fólki sem dýrkaði Svejk eins og hálfguð. Aðrir höfundar sem þessi bók leitar ráða hjá eru til dæmis Patrick Süskind, Daniel Defoe og Knut Hamsun. Allir sem eru svangir og óhamingjusamir fengu að vera memm.“Bragi Páll er ekki af 3. kynslóð rithöfunda. Bara alls ekki.visir/VilhelmBragi Páll segir að af íslenskum höfundum sem hann lítur mest til séu efst á blaði gömlu Nýhil skáldin, Eiríkur Örn, Kristín Eiríks, Ingólfur Gíslason og alveg sérstaklega Steinar Bragi. „Þetta fólk sprengdi á mér hausinn á sínum tíma, með það hvernig mætti skrifa og um hvað. Að það væru engar reglur, skrifin mættu vera dónaleg, líkamleg, óþægileg. Það þyrfti ekki að skrifa fallegan og lýtalausan stíl til þess að taka þátt. Það þyrfti ekki að koma úr menntafjölskyldu, að vera alin upp í vesturbænum, þekkja fín léttvín og hafa gaman af óperum til þess að mega vera skáld.“Eldri konur stærsti lesendahópurinn Bragi Páll segir þetta ekki sinn veruleika. „Pabbi minn er sjómaður, mamma mín er kennari.Ég er skilnaðarbarn sem hefur farið í meðferð og bruddi geðlyf árum saman til þess að komast hjá því að hengja mig. Það eru engir listamenn í minni fjölskyldu til þess að stytta mér leiðina. Ég held að foreldrar mínir séu enn að bíða eftir því að ég ákveði hvað ég ætli að gera við líf mitt. Fólk sem kemur inn í þetta fag með ákveðinn bakgrunn hefur ákveðið forskot, en það skortir kannski líka ákveðna tengingu við hinn sótsvarta almúga. Bolinn.“ Blessaður bolurinn er þannig útundan. Enginn vill kannast við hann. „Flest forlög berjast núna í bökkunum að halda sjó. Stærsti lesendahópur landsins er eldri konur. Forlögin vita þetta og velja sérstaklega bækur til útgáfu sem eldri konur vilja lesa. Hanna kápurnar með það í huga. Velja titla. Að sjálfsögðu, þau eru bara að reyna að halda lífi. En þá getur fólk ekki verið svakalega hissa á því að ungir strákar hafi ekki áhuga á því að lesa.Eigum við ekki bara að klæða þá í krumpugalla, túbera á þeim hárið, senda þá á prjónanámskeið og sjá svo hvort þeir hneigist ekki frekar að bókmenntum þá? Ef eina tónlistin sem kæmi út hljómaði ennþá eins og Dátar og Trúbrot, þá kæmi mér ekkert á óvart að fæstir íslenskir drengir nenntu að hlusta á tónlist.“ Pissar yfir landamæri í listum Ég spurði þig í upphafi þessa spjalls hvort rithöfundar væri kreðsa sem þú vildir tilheyra? En þú virðist fyrirfram líta á þig sem einskonar boðflennu?Bragi Páll telur sig ekki boðflennu í hópi rithöfunda heldur millistykki milli fagurbókmennta og líkamsvessa.visir/vilhelm„Stétt íslenskra rithöfunda er ótrúlega hjartahlýr hópur. Þegar ég gaf út fyrstu ljóðabókina mína, 2012, leið mér eins og ég væri að koma heim, kannski af því ég var að hengja Davíð Oddson og Finn Ingólfsson í ljóðunum mínum, en ég held að þetta risti dýpra en það,“ segir Bragi Páll sem óvænt vendir sínu kvæði í kross og fer að tala fallega um kollega sína. Eða svo gott sem. „Rithöfundastéttin er upp til hópa stuðningsrík og stendur saman, vill að náunganum gangi vel. En að því sögðu þá komum við öll úr ólíkum bakgrunni. Sjáðu til dæmis sambýliskonuna mína, hana Bergþóru, sem ólst líka upp hjá ómenntuðum foreldrum, alin upp á sveitabæ, kemur með þá rödd og upplifun inn í rithöfundastéttina og fólk fellur í stafi yfir því hvað hún er flink og fersk og ég held að bakgrunnurinn hafi töluvert með það að segja.“ En, svo eru það rithöfundar sem eru kannski af þriðju eða fjórðu kynslóð listamanna, sem alast upp í kreðsunni. „Þeir hafa vissulega eitthvað að segja og eiga algjörlega erindi, en röddin verður önnur. Það er einhver stéttarbundinn sjálfsefi sem aldrei þurfti að vinna sig í gegnum menningarlegt glerþak sem aldrei þurfti að mölbrjóta. Ég held að ég sé alls ekki boðflenna, ég vil miklu frekar vera millistykki, á milli sjómanna og bókmennta, á milli þungarokksins og snobbsins, á milli fagurbókmenntanna og líkamsvessanna. Það þurfa ekki að vera nein landamæri í listum, en óhjákvæmilega verða þau til. Þá er mjög áhugavert að fara alveg upp að þeim og pissa yfir þau. Sjá hvað gerist.“
Bókmenntir Tengdar fréttir Hvarf inní grúskið og áratugur farinn Út er komið sannkallað stórvirki eftir Pál Baldvin Baldvinsson en í því gerir hann hinum æsispennandi síldarárum skil. 22. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Hvarf inní grúskið og áratugur farinn Út er komið sannkallað stórvirki eftir Pál Baldvin Baldvinsson en í því gerir hann hinum æsispennandi síldarárum skil. 22. nóvember 2019 09:30