K-poppstjörnur dæmdar í óhugnanlegu nauðgunarmáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2019 09:34 Jung Joon-young mætir til skýrslutöku hjá lögreglu í mars. Vísir/getty Kóresku poppstjörnurnar Jung Joon-young og Choi Jong-hoon voru í dag dæmdar í fangelsi fyrir að nauðga fjölmörgum konum er þær voru meðvitundarlausar sökum áfengisneyslu. Jung hlaut sex ára fangelsisdóm og Choi var dæmdur í fimm ára fangelsi. BBC greinir frá. Jung var auk þess ákærður fyrir að mynda brotin og dreifa myndefninu í hópspjalli á netinu á árunum 2015-16. Mennirnir voru jafnframt skikkaðir til að sitja námskeið um kynferðisofbeldi, samtals í áttatíu klukkutíma, og þá er þeim bannað að vinna með börnum.Sjá einnig: Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað BBC hefur eftir dómara að Jung hafi nauðgað konum sem voru drukknar og gátu því ekki veitt mótspyrnu vegna ástands síns. Jung sagði fyrir dómi að hann sæi eftir gjörðum sínum og myndi hér eftir lifa í „eilífri eftirsjá“. Jung er bæði leikari og söngvari. Hann skaust upp á stjörnuhimininn í Suður-Kóreu með þátttöku sinni í hæfileikakeppninni Superstar K4 og hefur verið einn sá vinsælasti í bransanum síðan. Hann dró sig í hlé í mars síðastliðinn eftir að hafa viðurkennt brot sín sem hér um ræðir. Choi er fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar F.T. Island, sem naut gríðarlegra vinsælda í Suður-Kóreu. Dómurinn sagði Choi ekki hafa sýnt merki um iðrun eftir að hafa „raðnauðgað drukknum þolendum“. Lögregla komst á snoðir um brot Jung og Choi við rannsókn á annarri k-poppstjörnu, Seungri, sem átti aðild að umræddu hópspjalli. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa selt auðmönnum aðgang að vændiskonum. Mál poppstjarnanna hefur vakið mikla athygli og hneykslan í Suður-Kóreu og þykir varpa ljósi á skuggahliðar hins gríðarvinsæla heim k-poppsins. Greint var frá því um síðustu helgi að suður-kóreska söng- og leikkonan Goo Ha-ra hefði fundist látin á heimili sínu eftir að hafa glímt við langvinn, andleg veikindi. Þá var skammt liðið frá því að vinkona hennar, suður-kóreska söngkonan Sulli, fannst látin. Suður-Kórea Tengdar fréttir Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Kóresku poppstjörnurnar Jung Joon-young og Choi Jong-hoon voru í dag dæmdar í fangelsi fyrir að nauðga fjölmörgum konum er þær voru meðvitundarlausar sökum áfengisneyslu. Jung hlaut sex ára fangelsisdóm og Choi var dæmdur í fimm ára fangelsi. BBC greinir frá. Jung var auk þess ákærður fyrir að mynda brotin og dreifa myndefninu í hópspjalli á netinu á árunum 2015-16. Mennirnir voru jafnframt skikkaðir til að sitja námskeið um kynferðisofbeldi, samtals í áttatíu klukkutíma, og þá er þeim bannað að vinna með börnum.Sjá einnig: Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað BBC hefur eftir dómara að Jung hafi nauðgað konum sem voru drukknar og gátu því ekki veitt mótspyrnu vegna ástands síns. Jung sagði fyrir dómi að hann sæi eftir gjörðum sínum og myndi hér eftir lifa í „eilífri eftirsjá“. Jung er bæði leikari og söngvari. Hann skaust upp á stjörnuhimininn í Suður-Kóreu með þátttöku sinni í hæfileikakeppninni Superstar K4 og hefur verið einn sá vinsælasti í bransanum síðan. Hann dró sig í hlé í mars síðastliðinn eftir að hafa viðurkennt brot sín sem hér um ræðir. Choi er fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar F.T. Island, sem naut gríðarlegra vinsælda í Suður-Kóreu. Dómurinn sagði Choi ekki hafa sýnt merki um iðrun eftir að hafa „raðnauðgað drukknum þolendum“. Lögregla komst á snoðir um brot Jung og Choi við rannsókn á annarri k-poppstjörnu, Seungri, sem átti aðild að umræddu hópspjalli. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa selt auðmönnum aðgang að vændiskonum. Mál poppstjarnanna hefur vakið mikla athygli og hneykslan í Suður-Kóreu og þykir varpa ljósi á skuggahliðar hins gríðarvinsæla heim k-poppsins. Greint var frá því um síðustu helgi að suður-kóreska söng- og leikkonan Goo Ha-ra hefði fundist látin á heimili sínu eftir að hafa glímt við langvinn, andleg veikindi. Þá var skammt liðið frá því að vinkona hennar, suður-kóreska söngkonan Sulli, fannst látin.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43