Björn Kristjánsson: Hrikalega veikt andlega 29. nóvember 2019 22:30 Björn Kristjánsson í leik með KR. Vísir/Vilhelm Björn Kristjánsson var í raun orðlaus eftir 43 stiga tap KR gegn Stjörnunni í Dominos deild karla í kvöld. Hann viðurkenndi að hann ætti í raun engin svör við því sem gerðist í kvöld en KR tapaði 110-67 í Garðabænum. Íslandsmeistararnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Ég veit það ekki, þetta var hrikalega veikt andlega og auðvitað líkamlega líka,“ sagði Björn Kristjánsson, leikmaður KR, aðspurður út í hvað í ósköpunum hefði átt sér stað í Garðabænum í kvöld. „Við komum þessu niður í sex stig í byrjun síðari hálfleiks og þetta var orðið leikur. Svo fór þetta allt í einu upp í 15 og í staðinn fyrir að bregðast við urðum við bara enn veikari. Það er líka erfitt að þegar við fáum loks góð skot þá tekst okkur ekki að setja þau ofan í og þá verður þetta brekka. Það er nákvæmlega það sem gerðist.“ „Ég veit það ekki en við þurfum klárlega að breyta einhverju. Hvort það er hugarfar, leikstíll eða hvað sem er þá er það ekki að virka. Get svo sem ekki sagt nákvæmlega hvað það er en það er eitthvað ekki að virka og við þurfum allir að horfa í eigin barm,“ sagði Björn aðspurður hvort síðustu leikir væru farnir að sitja í Íslandsmeisturunum en tapið í kvöld var það fjórða í síðustu fimm leikjum liðsins. „Við bara gátum ekki spilað verr. Fengum ágætis færi sókn en gátum ekki nýtt þau og gátum ekki komið okkur til baka svo við fáum auðveld stig beint í bakið. Við vinnum ekkert lið ef við spilum svona, hvað þá lið eins og Stjörnuna.“ „Þeir eru alltaf fljótir fram og við vissum það. Að hlaupa til baka er ekki eitthvað sem þú æfir, það er eitthvað sem þú gerir bara. Og við gerðum það ekki í kvöld. Það steig enginn upp og þetta var bara ógeðslega dapurt.“ „Ég er allt í lagi. Það er ekki enn komið í ljós hvað er það. Er að bíða eftir að komast að hjá lækni, þriðja bæklunarlækninum þar að segja. Ég tók ákvörðun sjálfur þar sem ég var ekki að eyðileggja neitt með að spila og hvíldin lagaði ekki neitt svo ég er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í gang undanfarnar 3-4 vikur og mér líður ágætlega, betur en ég bjóst við. Grunnorsök meiðslanna er ekki enn komin svo ég er í raun bara enn að bíða,“ sagði Björn að lokum um meiðslin sem héldu honum á hliðarlínunni í upphafi tímabils. Björn lék 17 mínútur í kvöld, á þeim skilaði hann átta stigum og fimm stoðsendingum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 110-67 | Stjarnan pakkaði KR saman og fór upp að hlið toppliðanna Stjarnan einfaldlega jarðaði KR í leik liðanna í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 110-67 og sexfaldir Íslandsmeistarar KR sáu aldrei til sólar. 29. nóvember 2019 22:00 Óvíst hvenær Björn snýr aftur Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Hann vonast þó til að það séu aðeins nokkrar vikur í það. 20. október 2019 09:00 Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Björn Kristjánsson var í raun orðlaus eftir 43 stiga tap KR gegn Stjörnunni í Dominos deild karla í kvöld. Hann viðurkenndi að hann ætti í raun engin svör við því sem gerðist í kvöld en KR tapaði 110-67 í Garðabænum. Íslandsmeistararnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Ég veit það ekki, þetta var hrikalega veikt andlega og auðvitað líkamlega líka,“ sagði Björn Kristjánsson, leikmaður KR, aðspurður út í hvað í ósköpunum hefði átt sér stað í Garðabænum í kvöld. „Við komum þessu niður í sex stig í byrjun síðari hálfleiks og þetta var orðið leikur. Svo fór þetta allt í einu upp í 15 og í staðinn fyrir að bregðast við urðum við bara enn veikari. Það er líka erfitt að þegar við fáum loks góð skot þá tekst okkur ekki að setja þau ofan í og þá verður þetta brekka. Það er nákvæmlega það sem gerðist.“ „Ég veit það ekki en við þurfum klárlega að breyta einhverju. Hvort það er hugarfar, leikstíll eða hvað sem er þá er það ekki að virka. Get svo sem ekki sagt nákvæmlega hvað það er en það er eitthvað ekki að virka og við þurfum allir að horfa í eigin barm,“ sagði Björn aðspurður hvort síðustu leikir væru farnir að sitja í Íslandsmeisturunum en tapið í kvöld var það fjórða í síðustu fimm leikjum liðsins. „Við bara gátum ekki spilað verr. Fengum ágætis færi sókn en gátum ekki nýtt þau og gátum ekki komið okkur til baka svo við fáum auðveld stig beint í bakið. Við vinnum ekkert lið ef við spilum svona, hvað þá lið eins og Stjörnuna.“ „Þeir eru alltaf fljótir fram og við vissum það. Að hlaupa til baka er ekki eitthvað sem þú æfir, það er eitthvað sem þú gerir bara. Og við gerðum það ekki í kvöld. Það steig enginn upp og þetta var bara ógeðslega dapurt.“ „Ég er allt í lagi. Það er ekki enn komið í ljós hvað er það. Er að bíða eftir að komast að hjá lækni, þriðja bæklunarlækninum þar að segja. Ég tók ákvörðun sjálfur þar sem ég var ekki að eyðileggja neitt með að spila og hvíldin lagaði ekki neitt svo ég er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í gang undanfarnar 3-4 vikur og mér líður ágætlega, betur en ég bjóst við. Grunnorsök meiðslanna er ekki enn komin svo ég er í raun bara enn að bíða,“ sagði Björn að lokum um meiðslin sem héldu honum á hliðarlínunni í upphafi tímabils. Björn lék 17 mínútur í kvöld, á þeim skilaði hann átta stigum og fimm stoðsendingum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 110-67 | Stjarnan pakkaði KR saman og fór upp að hlið toppliðanna Stjarnan einfaldlega jarðaði KR í leik liðanna í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 110-67 og sexfaldir Íslandsmeistarar KR sáu aldrei til sólar. 29. nóvember 2019 22:00 Óvíst hvenær Björn snýr aftur Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Hann vonast þó til að það séu aðeins nokkrar vikur í það. 20. október 2019 09:00 Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 110-67 | Stjarnan pakkaði KR saman og fór upp að hlið toppliðanna Stjarnan einfaldlega jarðaði KR í leik liðanna í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 110-67 og sexfaldir Íslandsmeistarar KR sáu aldrei til sólar. 29. nóvember 2019 22:00
Óvíst hvenær Björn snýr aftur Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Hann vonast þó til að það séu aðeins nokkrar vikur í það. 20. október 2019 09:00
Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30