Ákveðin hættumerki sem við verðum að fylgjast með Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2019 19:45 Vísbendingar eru um að drykkja unglinga sé að aukast að sögn fagfólks. Tilfellum hefur fjölgað þar sem börn í efri bekkjum grunnskóla hafa verið drukkin á skólaböllum. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér undir morgun kom fram að talsverð ölvun var í miðbænum í gærkvöldi og nótt og þurfti lögregla meðal annars að hafa afskipti af nokkrum ungmennum undir 18 ára aldri. Þau voru færð á lögreglustöð þar sem þau voru sótt af foreldrum sínum. Tilfellum sem þessum hefur farið fjölgandi og telur lögregla vísbendingar um að drykkja unglinga sé að aukast. „Við svona sem að erum að vinna mikið með unglingum og í kringum unglinga og svona við kannski finnum það að það er hugsanlega að losna þarna aðeins taumhald,“ segi Birgir Örn Guðjónsson varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Birgir segir drykkju í kringum hátíðir eins og Menningarnótt og 17. júní sjást í auknu mæli hjá ungmennum. „Núna síðast á Menningarnótt var bara talsvert um áfengisneyslu og þar sem að lögreglan var þá að grípa inn í og hafa þá samband við foreldra og annað,“ segir Birgir „Við erum aðeins að greina núna vísbendingar um að hérna það sé að aukast aftur drykkja og það er mikil aukninga á veipi til dæmis og sígarettum,“ segir Guðrún Kaldal framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar. „Svona þegar við berum saman bækur okkar kollegar að þá svona finnst okkur svona aðeins, þá er svona tilfinningin að þetta gæti aðeins verið að losna um aðhald, sem skapar þá mögulega á meira fikt og hérna meiri spennu svona einhvers staðar í hérna eftirlitsleysi eða einhverju slíku,“ segir Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjaskóla. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi í huga að það er brot á barnaverndarlögum að virða ekki útivistartíma barna. „Við greinum líka slaka í félagslegu taumhaldi sem þýðir það að börn eru lengur úti. Foreldrar eru ekki svona skýrir með útivistartímann og við þurfum bara að minna foreldra á og við höfum til dæmis núna verið að setja aftur í gang foreldrarölt,“ segir Guðrún. Slík rölt voru algeng á árum áður og eru notuð til þess að fylgjast betur með börnum á kvöldin og auka samskipti á milli foreldra. Birgir segir nokkur dæmi um það að börn hafi verið drukkin á böllum fyrir börn í efri bekkjum grunnskóla. „Því miður þá hefur það aðeins verið að koma upp aftur og hérna núna bara mjög nýleg dæmi um slíkt. Bæði þá um drykkju og þá líka sem að er komið út í slagsmál. Þetta eru náttúrulega algjörlega sko. Núna ætla ég alls ekki að mála einhvern skratta á vegginn sko vegna þess að sjálfsögðu er langmestur meirihluti barna og unglinga skilurðu bara í frábærum málum en það eru ákveðin hættumerki sem að við verðum aðeins að fylgjast með,“ segir Birgir. Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Vísbendingar eru um að drykkja unglinga sé að aukast að sögn fagfólks. Tilfellum hefur fjölgað þar sem börn í efri bekkjum grunnskóla hafa verið drukkin á skólaböllum. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér undir morgun kom fram að talsverð ölvun var í miðbænum í gærkvöldi og nótt og þurfti lögregla meðal annars að hafa afskipti af nokkrum ungmennum undir 18 ára aldri. Þau voru færð á lögreglustöð þar sem þau voru sótt af foreldrum sínum. Tilfellum sem þessum hefur farið fjölgandi og telur lögregla vísbendingar um að drykkja unglinga sé að aukast. „Við svona sem að erum að vinna mikið með unglingum og í kringum unglinga og svona við kannski finnum það að það er hugsanlega að losna þarna aðeins taumhald,“ segi Birgir Örn Guðjónsson varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Birgir segir drykkju í kringum hátíðir eins og Menningarnótt og 17. júní sjást í auknu mæli hjá ungmennum. „Núna síðast á Menningarnótt var bara talsvert um áfengisneyslu og þar sem að lögreglan var þá að grípa inn í og hafa þá samband við foreldra og annað,“ segir Birgir „Við erum aðeins að greina núna vísbendingar um að hérna það sé að aukast aftur drykkja og það er mikil aukninga á veipi til dæmis og sígarettum,“ segir Guðrún Kaldal framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar. „Svona þegar við berum saman bækur okkar kollegar að þá svona finnst okkur svona aðeins, þá er svona tilfinningin að þetta gæti aðeins verið að losna um aðhald, sem skapar þá mögulega á meira fikt og hérna meiri spennu svona einhvers staðar í hérna eftirlitsleysi eða einhverju slíku,“ segir Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjaskóla. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi í huga að það er brot á barnaverndarlögum að virða ekki útivistartíma barna. „Við greinum líka slaka í félagslegu taumhaldi sem þýðir það að börn eru lengur úti. Foreldrar eru ekki svona skýrir með útivistartímann og við þurfum bara að minna foreldra á og við höfum til dæmis núna verið að setja aftur í gang foreldrarölt,“ segir Guðrún. Slík rölt voru algeng á árum áður og eru notuð til þess að fylgjast betur með börnum á kvöldin og auka samskipti á milli foreldra. Birgir segir nokkur dæmi um það að börn hafi verið drukkin á böllum fyrir börn í efri bekkjum grunnskóla. „Því miður þá hefur það aðeins verið að koma upp aftur og hérna núna bara mjög nýleg dæmi um slíkt. Bæði þá um drykkju og þá líka sem að er komið út í slagsmál. Þetta eru náttúrulega algjörlega sko. Núna ætla ég alls ekki að mála einhvern skratta á vegginn sko vegna þess að sjálfsögðu er langmestur meirihluti barna og unglinga skilurðu bara í frábærum málum en það eru ákveðin hættumerki sem að við verðum aðeins að fylgjast með,“ segir Birgir.
Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira