Sjaldgæf játning í nauðgunarmáli færði honum mildari dóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 08:31 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Hanna Maður, sem játaði að hafa brotið kynferðislega gegn þáverandi unnustu sinni árið 2017, fékk dóm sinn mildaðan í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Við refsimildun leit dómari til játningarinnar, sem hann sagði sjaldgæfa í málum sem þessu, og iðrunar sem maðurinn sýndi fyrir dómi.Sagði bótakröfu konunnar of háa Manninum var gefið að sök að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 18. október 2017 haft samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn játaði skýlaust þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Hann viðurkenndi einnig bótaskyldu en sagði bótakröfu konunnar, sem krafðist 2,5 milljóna í miskabætur, þó of háa. Í dómi segir að játning mannsins fái fulla stoð í gögnum málsins. Sannað teljist með játningunni að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Grófleg misnotkun á ástandi konunnar Þá er frekar greint frá broti mannsins í dómi en hann var unnusti konunnar þegar hann braut gegn henni. Þannig hafi hann misnotað sér „gróflega ástand brotaþola og þær aðstæður sem voru uppi og grundvölluðust á sambandi þeirra.“ Dómari málsins leit til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn hefði skýlaust játað brot sitt, sem teljist sjaldgæft í málum sem þessu, og sýnt iðrun við meðferð málsins fyrir dómi. Refsing hans þótti því hæfileg ákveðin fangelsi í tvö ár en meðferð málsins hafi þó dregist um það sem því nemur. Ekki verði hægt að kenna ákærða um þær tafir. Þannig var ákveðið að 21 mánuður af refsingunni skyldi vera skilorðsbundinn. Þá var manninum gert að greiða konunni 1,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Þá þarf hann einnig að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns og konunnar, samtals 1,6 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Maður, sem játaði að hafa brotið kynferðislega gegn þáverandi unnustu sinni árið 2017, fékk dóm sinn mildaðan í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Við refsimildun leit dómari til játningarinnar, sem hann sagði sjaldgæfa í málum sem þessu, og iðrunar sem maðurinn sýndi fyrir dómi.Sagði bótakröfu konunnar of háa Manninum var gefið að sök að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 18. október 2017 haft samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn játaði skýlaust þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Hann viðurkenndi einnig bótaskyldu en sagði bótakröfu konunnar, sem krafðist 2,5 milljóna í miskabætur, þó of háa. Í dómi segir að játning mannsins fái fulla stoð í gögnum málsins. Sannað teljist með játningunni að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Grófleg misnotkun á ástandi konunnar Þá er frekar greint frá broti mannsins í dómi en hann var unnusti konunnar þegar hann braut gegn henni. Þannig hafi hann misnotað sér „gróflega ástand brotaþola og þær aðstæður sem voru uppi og grundvölluðust á sambandi þeirra.“ Dómari málsins leit til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn hefði skýlaust játað brot sitt, sem teljist sjaldgæft í málum sem þessu, og sýnt iðrun við meðferð málsins fyrir dómi. Refsing hans þótti því hæfileg ákveðin fangelsi í tvö ár en meðferð málsins hafi þó dregist um það sem því nemur. Ekki verði hægt að kenna ákærða um þær tafir. Þannig var ákveðið að 21 mánuður af refsingunni skyldi vera skilorðsbundinn. Þá var manninum gert að greiða konunni 1,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Þá þarf hann einnig að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns og konunnar, samtals 1,6 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira