Emre Belözoglu er reynslumesti leikmaður tyrkneska landsliðsins en það er ekki langt síðan að hann komst yfir hundrað leikja múrinn.
Lágpunkturinn á landsliðsferlinum var þó án efa síðasti heimaleikur Tyrkja á móti Íslendingum. Belözoglu var fyrirliði tyrkneska landsliðsins sem tapaði 3-0 á heimavelli á móti Íslandi 6. október 2017.
Þetta var 95. landsleikur Belözoglu og hann var farinn að sjá fyrir sér hundraðasta landsleikinn í náinni framtíð. Biðin eftir 96. landsleiknum var hins vegar löng og ströng því Emre lék ekki aftur fyrir landsliðið fyrr en 22. mars á þessu ári.
Emre Belözoglu fékk að heyra það í tyrknesku fjölmiðlunum eftir skellinn á móti Íslandi mörgum fannst kominn tími á þennan þá 37 ára gamla leikmann
Það þurfti nýjan landsliðsþjálfara og rúma sautján mánuði til að Emre fengi tækifæri á nýjan leik.
Emre Belözoglu hafði fengið fyrsta tækifærið með tyrkneska landsliðinu þegar hann ekki orðinn tvítugur en þjálfari liðsins þá var Mustafa Denizli. Senol Günes setti hann aftur í fyrsta sinn í byrjunarliðið og það var umræddur Günes sem kallaði aftur á nú hinn reynslumikla Emre Belözoglu eftir þessa löngu fjarveru frá landsliðinu.
Emre Belözogl náði því síðan að spila hundrasta landsleikinn sinn í 1-0 sigri á Andorra í september. Hann hefur spilað síðustu heimaleiki tyrkneska liðsins en var sem dæmi ekki í liðinu í útileiknum í Frakklandi eða á Laugardalsvelli.
Ísland mætir Tyrkjum í Istanbul á fimmtudagskvöldið og verður íslenska liðið að vinna leikinn til að eiga möguleika á því að ná Tyrkjum og komast upp úr riðlinum.
Spilaði ekki landsleik í rúma sautján mánuði eftir tapið á móti Íslandi 2017
Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn