„Ég er ekki að búa til neinar afsakanir fyrir FH“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. nóvember 2019 11:00 Spekingarnir fara yfir málin í gær. vísir/skjáskot FH-ingar sóttu ekki gull í greipar Norðanmanna en Fimleikafélagið tapaði fyrir KA á útivelli í Olís-deild karla á sunnudaginn, 31-27. Það er fróðlegt að kíkja á leik liðanna frá því á síðustu leiktíð en nákvæmlega sama var uppi á teningnum þar. Dagur Gautason í banastuði og KA hafði betur. Seinni bylgjan gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og spekingarnir voru ekki sammála um hvað hafði farið úrskeiðis hjá FH. „Eins og í þessum leik þá var eins og þeir væru ekki tilbúnir en FH-ingum til varnar þá eru búið að vera gríðarleg meiðsli. Það eru margir mjög tæpir,“ sagði Logi Geirsson, annar spekingurinn. „Einar Rafn er búinn að vera mjög tæpur og er að spila 70%. Það vantar ógn og hann er búinn að vera einn sá besti síðustu árin. Það er ekki sjón að sjá hann. Það sjá það allir.“ „Bjarni Ófeigur er búinn að vera meiddur, Egill var að detta út og Arnar alltaf í þessum ökklameiðslum. Phil Döhler er einnig búinn að vera meiddur. Við vitum ekki alltaf hvað er búið að vera gerast bakvið tjöldin.“ „Sigursteinn er ekkert að koma í viðtöl og afsaka neitt en ég veit að þetta er svipað með FH og með Val í upphafi leiktíðarinnar. Það eru meiðsli og verið að púsla liðinu saman. Ég reikna með þeim sterkari.“ Jóhann Gunnar Einarsson var ekki sammála félaga sínum í settinu og sagði að flest öll liðin væru að glíma við meiðsli. Frammistaða FH hafi heilt yfir verið vonbrigði. „Þeir spiluðu á móti HK og Fjölni, nýliðunum, og voru heppnir að vinna þá leiki. Það sem þú segir er rétt og gilt og allt það en það vantaði Tarik, Áka og Daða í KA. Það eru allir þannig séð að glíma við þetta,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég er ekki að búa til neinar afsakanir fyrir FH. Þetta er í öllum liðum en það sem við vitum ekki þegar lið er ekki að performa betur, er að menn eru að spila hálfmeiddir,“ bætti Logi við. Innslagið má sjá hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Sjúkrasaga FH Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
FH-ingar sóttu ekki gull í greipar Norðanmanna en Fimleikafélagið tapaði fyrir KA á útivelli í Olís-deild karla á sunnudaginn, 31-27. Það er fróðlegt að kíkja á leik liðanna frá því á síðustu leiktíð en nákvæmlega sama var uppi á teningnum þar. Dagur Gautason í banastuði og KA hafði betur. Seinni bylgjan gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og spekingarnir voru ekki sammála um hvað hafði farið úrskeiðis hjá FH. „Eins og í þessum leik þá var eins og þeir væru ekki tilbúnir en FH-ingum til varnar þá eru búið að vera gríðarleg meiðsli. Það eru margir mjög tæpir,“ sagði Logi Geirsson, annar spekingurinn. „Einar Rafn er búinn að vera mjög tæpur og er að spila 70%. Það vantar ógn og hann er búinn að vera einn sá besti síðustu árin. Það er ekki sjón að sjá hann. Það sjá það allir.“ „Bjarni Ófeigur er búinn að vera meiddur, Egill var að detta út og Arnar alltaf í þessum ökklameiðslum. Phil Döhler er einnig búinn að vera meiddur. Við vitum ekki alltaf hvað er búið að vera gerast bakvið tjöldin.“ „Sigursteinn er ekkert að koma í viðtöl og afsaka neitt en ég veit að þetta er svipað með FH og með Val í upphafi leiktíðarinnar. Það eru meiðsli og verið að púsla liðinu saman. Ég reikna með þeim sterkari.“ Jóhann Gunnar Einarsson var ekki sammála félaga sínum í settinu og sagði að flest öll liðin væru að glíma við meiðsli. Frammistaða FH hafi heilt yfir verið vonbrigði. „Þeir spiluðu á móti HK og Fjölni, nýliðunum, og voru heppnir að vinna þá leiki. Það sem þú segir er rétt og gilt og allt það en það vantaði Tarik, Áka og Daða í KA. Það eru allir þannig séð að glíma við þetta,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég er ekki að búa til neinar afsakanir fyrir FH. Þetta er í öllum liðum en það sem við vitum ekki þegar lið er ekki að performa betur, er að menn eru að spila hálfmeiddir,“ bætti Logi við. Innslagið má sjá hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Sjúkrasaga FH
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira