Hallinn innan óvissusvigrúms Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. nóvember 2019 07:30 Formaður fjárlaganefndar segir breytingartillögurnar lítil frávik frá fjármálaáætlun. Fréttablaðið/Anton Ríkissjóður verður rekinn með 9,7 milljarða króna halla á næsta ári miðað við breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins. Þegar frumvarpið var lagt fram í haust var gert ráð fyrir tæplega 400 milljóna afgangi af rekstri ríkissjóðs. Er hallinn innan sérstaks óvissusvigrúms sem heimilar að ríkissjóður sé á árunum 2019-2022 rekinn með halla sem nemur að hámarki 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu (VLF) hvers árs. Þetta hlutfall var síðastliðið vor hækkað úr 0,4 prósentum af VLF en miðað við hagspá Hagstofunnar verður óvissusvigrúmið tæpir 23 milljarðar á næsta ári. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, lagði í umræðunni áherslu á að hér væri um minniháttar frávik að ræða frá fjármálaáætlun. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar við 2. umræðu á blaðamannafundi í gær. Er þar lagt til að útgjöld verði aukin um alls 20 milljarða í ýmsum málaflokkum. Má þar nefna aðgerðir í loftslagsmálum, menntamál, rannsóknir, nýsköpun, almenningssamgöngur, spítala og málefni aldraðra og öryrkja. Þá leggur flokkurinn til hækkun barnabóta og að lengingu fæðingarorlofs verði flýtt. Þessar breytingar væri hægt að fjármagna með auknum auðlindagjöldum, hækkun fjármagnstekjuskatts og kolefnisgjalds, tekjutengdum auðlindaskatti, afnámi samnýtingar skattþrepa og hertu skatteftirliti. Miðflokkurinn leggur til að bæði gjöld og tekjur ríkissjóðs aukist um tæpa 4,7 milljarða. Flokkurinn leggur meðal annars til að tekjur af tryggingargjaldi lækki um tvo milljarða og að 800 milljónir verði veittar til hjúkrunarheimila í vanda. Þá leggur flokkurinn til að lóð Landsbankans á Hafnartorgi verði seld sem myndi skila tveimur milljörðum og að ráðuneytin hagræði í rekstri sínum fyrir rúman milljarð. Píratar leggja til að öll útgjöld sem tengjast kirkjunni og lífsskoðunarfélögum verði skorin niður fyrir utan það sem viðkemur embætti biskups, sökum ákvæða stjórnarskrár. Persónuafsláttur myndi hækka um sömu upphæð og niðurfelling sóknargjalda. Einnig leggur flokkurinn til að ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út óháð tekjum sem myndi kosta um 10,5 milljarða. Þá er lagt til að 7,4 milljörðum verði varið í að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Flokkur fólksins leggur til að framlög vegna örorkulífeyris hækki um tíu milljarða til að bæta kjör öryrkja enda hafi lífeyrir almannatrygginga ekki fylgt launaþróun undanfarin ár. Í breytingartillögu flokksins er einnig lagt til að aukið fjármagn fari til löggæslu, sjúkrahúsa og dvalarheimila. Flokkurinn bendir á að hægt væri að fjármagna þessi auknu útgjöld með því að skattleggja greiðslur í lífeyrissjóði við innlögn en ekki við útgreiðslu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Ríkissjóður verður rekinn með 9,7 milljarða króna halla á næsta ári miðað við breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins. Þegar frumvarpið var lagt fram í haust var gert ráð fyrir tæplega 400 milljóna afgangi af rekstri ríkissjóðs. Er hallinn innan sérstaks óvissusvigrúms sem heimilar að ríkissjóður sé á árunum 2019-2022 rekinn með halla sem nemur að hámarki 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu (VLF) hvers árs. Þetta hlutfall var síðastliðið vor hækkað úr 0,4 prósentum af VLF en miðað við hagspá Hagstofunnar verður óvissusvigrúmið tæpir 23 milljarðar á næsta ári. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, lagði í umræðunni áherslu á að hér væri um minniháttar frávik að ræða frá fjármálaáætlun. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar við 2. umræðu á blaðamannafundi í gær. Er þar lagt til að útgjöld verði aukin um alls 20 milljarða í ýmsum málaflokkum. Má þar nefna aðgerðir í loftslagsmálum, menntamál, rannsóknir, nýsköpun, almenningssamgöngur, spítala og málefni aldraðra og öryrkja. Þá leggur flokkurinn til hækkun barnabóta og að lengingu fæðingarorlofs verði flýtt. Þessar breytingar væri hægt að fjármagna með auknum auðlindagjöldum, hækkun fjármagnstekjuskatts og kolefnisgjalds, tekjutengdum auðlindaskatti, afnámi samnýtingar skattþrepa og hertu skatteftirliti. Miðflokkurinn leggur til að bæði gjöld og tekjur ríkissjóðs aukist um tæpa 4,7 milljarða. Flokkurinn leggur meðal annars til að tekjur af tryggingargjaldi lækki um tvo milljarða og að 800 milljónir verði veittar til hjúkrunarheimila í vanda. Þá leggur flokkurinn til að lóð Landsbankans á Hafnartorgi verði seld sem myndi skila tveimur milljörðum og að ráðuneytin hagræði í rekstri sínum fyrir rúman milljarð. Píratar leggja til að öll útgjöld sem tengjast kirkjunni og lífsskoðunarfélögum verði skorin niður fyrir utan það sem viðkemur embætti biskups, sökum ákvæða stjórnarskrár. Persónuafsláttur myndi hækka um sömu upphæð og niðurfelling sóknargjalda. Einnig leggur flokkurinn til að ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út óháð tekjum sem myndi kosta um 10,5 milljarða. Þá er lagt til að 7,4 milljörðum verði varið í að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Flokkur fólksins leggur til að framlög vegna örorkulífeyris hækki um tíu milljarða til að bæta kjör öryrkja enda hafi lífeyrir almannatrygginga ekki fylgt launaþróun undanfarin ár. Í breytingartillögu flokksins er einnig lagt til að aukið fjármagn fari til löggæslu, sjúkrahúsa og dvalarheimila. Flokkurinn bendir á að hægt væri að fjármagna þessi auknu útgjöld með því að skattleggja greiðslur í lífeyrissjóði við innlögn en ekki við útgreiðslu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira