Hallinn innan óvissusvigrúms Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. nóvember 2019 07:30 Formaður fjárlaganefndar segir breytingartillögurnar lítil frávik frá fjármálaáætlun. Fréttablaðið/Anton Ríkissjóður verður rekinn með 9,7 milljarða króna halla á næsta ári miðað við breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins. Þegar frumvarpið var lagt fram í haust var gert ráð fyrir tæplega 400 milljóna afgangi af rekstri ríkissjóðs. Er hallinn innan sérstaks óvissusvigrúms sem heimilar að ríkissjóður sé á árunum 2019-2022 rekinn með halla sem nemur að hámarki 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu (VLF) hvers árs. Þetta hlutfall var síðastliðið vor hækkað úr 0,4 prósentum af VLF en miðað við hagspá Hagstofunnar verður óvissusvigrúmið tæpir 23 milljarðar á næsta ári. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, lagði í umræðunni áherslu á að hér væri um minniháttar frávik að ræða frá fjármálaáætlun. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar við 2. umræðu á blaðamannafundi í gær. Er þar lagt til að útgjöld verði aukin um alls 20 milljarða í ýmsum málaflokkum. Má þar nefna aðgerðir í loftslagsmálum, menntamál, rannsóknir, nýsköpun, almenningssamgöngur, spítala og málefni aldraðra og öryrkja. Þá leggur flokkurinn til hækkun barnabóta og að lengingu fæðingarorlofs verði flýtt. Þessar breytingar væri hægt að fjármagna með auknum auðlindagjöldum, hækkun fjármagnstekjuskatts og kolefnisgjalds, tekjutengdum auðlindaskatti, afnámi samnýtingar skattþrepa og hertu skatteftirliti. Miðflokkurinn leggur til að bæði gjöld og tekjur ríkissjóðs aukist um tæpa 4,7 milljarða. Flokkurinn leggur meðal annars til að tekjur af tryggingargjaldi lækki um tvo milljarða og að 800 milljónir verði veittar til hjúkrunarheimila í vanda. Þá leggur flokkurinn til að lóð Landsbankans á Hafnartorgi verði seld sem myndi skila tveimur milljörðum og að ráðuneytin hagræði í rekstri sínum fyrir rúman milljarð. Píratar leggja til að öll útgjöld sem tengjast kirkjunni og lífsskoðunarfélögum verði skorin niður fyrir utan það sem viðkemur embætti biskups, sökum ákvæða stjórnarskrár. Persónuafsláttur myndi hækka um sömu upphæð og niðurfelling sóknargjalda. Einnig leggur flokkurinn til að ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út óháð tekjum sem myndi kosta um 10,5 milljarða. Þá er lagt til að 7,4 milljörðum verði varið í að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Flokkur fólksins leggur til að framlög vegna örorkulífeyris hækki um tíu milljarða til að bæta kjör öryrkja enda hafi lífeyrir almannatrygginga ekki fylgt launaþróun undanfarin ár. Í breytingartillögu flokksins er einnig lagt til að aukið fjármagn fari til löggæslu, sjúkrahúsa og dvalarheimila. Flokkurinn bendir á að hægt væri að fjármagna þessi auknu útgjöld með því að skattleggja greiðslur í lífeyrissjóði við innlögn en ekki við útgreiðslu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ríkissjóður verður rekinn með 9,7 milljarða króna halla á næsta ári miðað við breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins. Þegar frumvarpið var lagt fram í haust var gert ráð fyrir tæplega 400 milljóna afgangi af rekstri ríkissjóðs. Er hallinn innan sérstaks óvissusvigrúms sem heimilar að ríkissjóður sé á árunum 2019-2022 rekinn með halla sem nemur að hámarki 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu (VLF) hvers árs. Þetta hlutfall var síðastliðið vor hækkað úr 0,4 prósentum af VLF en miðað við hagspá Hagstofunnar verður óvissusvigrúmið tæpir 23 milljarðar á næsta ári. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, lagði í umræðunni áherslu á að hér væri um minniháttar frávik að ræða frá fjármálaáætlun. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar við 2. umræðu á blaðamannafundi í gær. Er þar lagt til að útgjöld verði aukin um alls 20 milljarða í ýmsum málaflokkum. Má þar nefna aðgerðir í loftslagsmálum, menntamál, rannsóknir, nýsköpun, almenningssamgöngur, spítala og málefni aldraðra og öryrkja. Þá leggur flokkurinn til hækkun barnabóta og að lengingu fæðingarorlofs verði flýtt. Þessar breytingar væri hægt að fjármagna með auknum auðlindagjöldum, hækkun fjármagnstekjuskatts og kolefnisgjalds, tekjutengdum auðlindaskatti, afnámi samnýtingar skattþrepa og hertu skatteftirliti. Miðflokkurinn leggur til að bæði gjöld og tekjur ríkissjóðs aukist um tæpa 4,7 milljarða. Flokkurinn leggur meðal annars til að tekjur af tryggingargjaldi lækki um tvo milljarða og að 800 milljónir verði veittar til hjúkrunarheimila í vanda. Þá leggur flokkurinn til að lóð Landsbankans á Hafnartorgi verði seld sem myndi skila tveimur milljörðum og að ráðuneytin hagræði í rekstri sínum fyrir rúman milljarð. Píratar leggja til að öll útgjöld sem tengjast kirkjunni og lífsskoðunarfélögum verði skorin niður fyrir utan það sem viðkemur embætti biskups, sökum ákvæða stjórnarskrár. Persónuafsláttur myndi hækka um sömu upphæð og niðurfelling sóknargjalda. Einnig leggur flokkurinn til að ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út óháð tekjum sem myndi kosta um 10,5 milljarða. Þá er lagt til að 7,4 milljörðum verði varið í að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Flokkur fólksins leggur til að framlög vegna örorkulífeyris hækki um tíu milljarða til að bæta kjör öryrkja enda hafi lífeyrir almannatrygginga ekki fylgt launaþróun undanfarin ár. Í breytingartillögu flokksins er einnig lagt til að aukið fjármagn fari til löggæslu, sjúkrahúsa og dvalarheimila. Flokkurinn bendir á að hægt væri að fjármagna þessi auknu útgjöld með því að skattleggja greiðslur í lífeyrissjóði við innlögn en ekki við útgreiðslu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira