Jón Daði: Ekkert hræddir við það að spila hérna í hávaðanum í Tyrklandi Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 13. nóvember 2019 09:30 Jón Daði Böðvarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í þessum leik á móti Tyrkjum árið 2014. Getty/Mustafa Yalcin Jón Daði Böðvarsson hefur átt marga stórleikina á móti Tyrkjum í gegnum tíðina og hann er klár í leikinn í Istanbul á fimmtudagskvöldið. „Það er alvöru verkefni fram undan en það er skemmtilegt að spila í svona stemmningu og látum. Við höfum gert það líka áður og það er bara tilhlökkun,“ sagði Jón Daði Böðvarsson en íslenska liðið verður að vinna leikinn til að halda lífi í möguleikanum að komast upp úr riðlinum. Leikurinn fer fram á þeim fótboltavelli sem menn hafa mælt mesta hávaðann í heiminum. „Sem leikmaður í fótbolta þá viltu spila í sem mestri stemmningu og því meiri stemmning því skemmtilegra er að spila. Ég ásamt hinum strákunum hefur fundist mjög skemmtilegt að spila hérna út í Tyrklandi og við erum ekkert hræddir við það,“ sagði Jón Daði og íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum við Tyrki undanfarin ár. „Það hefur gengið vel á móti þeim hingað til og það er markmiðið að halda því áfram. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta er sterkara lið hjá þeim. Þeir eru komnir með meira lið núna heldur en síðustu ár. Við þurfum bara mæta með fullt sjálfstraust og klárir í verkefnið,“ sagði Jón Daði. „Við þurfum að halda áfram í sömu gildi og áður sem er sterkur varnarleikur. Svo erum við alltaf sterkir í föstum leikatriðum. Við þurfum að treysta á það að geta haldið boltanum líka af og til og sækja á þá þegar við getum. Það hefur gengið vel hingað til og það breytist ekkert,“ sagði Jón Daði. Jón Daði fékk sitt fyrsta tækifæri í keppnisleik með landsliðinu á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum haustið 2014. Hann borgaði fyrir traustið með því að skora í 3-0 sigri. „Það er leikur sem verður lengi hafður í minni. Ég hef alltaf gaman að því að spila á móti Tyrklandi. Þetta er skemmtileg fótboltaþjóð og það er svo mikil stemmning. Ég get bara ekki beðið eftir leiknum,“ sagði Jón Daði sem átti einnig mjög góðan leik í 3-0 sigri á Tyrkjum í síðasta leik þjóðanna í Tyrklandi. „Það er einn af þessum leikjum hjá manni þar sem maður er í algjöru flæði og allt gengur upp. Allar snertingar og allt. Það var æðislegur leikur að upplifa og kom okkur líka langleiðina á HM á sínum tíma. Þarna eru góðar minningar og getum við skapað fleiri minningar,“ sagði Jón Daði sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. „Við höfum upplifað svo margt í gegnum tíðina og hópurinn er það reynslumikill að við förum bara með fulla einbeitingu í þennan leik og ekkert með neitt hik eða eitthvað hálfkák. Ef við gerum það og verðum allir hundrað prósent með hausinn í lagi og líkamann líka þá hef ég engar áhyggjur af þessu,“ sagði Jón Daði. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson hefur átt marga stórleikina á móti Tyrkjum í gegnum tíðina og hann er klár í leikinn í Istanbul á fimmtudagskvöldið. „Það er alvöru verkefni fram undan en það er skemmtilegt að spila í svona stemmningu og látum. Við höfum gert það líka áður og það er bara tilhlökkun,“ sagði Jón Daði Böðvarsson en íslenska liðið verður að vinna leikinn til að halda lífi í möguleikanum að komast upp úr riðlinum. Leikurinn fer fram á þeim fótboltavelli sem menn hafa mælt mesta hávaðann í heiminum. „Sem leikmaður í fótbolta þá viltu spila í sem mestri stemmningu og því meiri stemmning því skemmtilegra er að spila. Ég ásamt hinum strákunum hefur fundist mjög skemmtilegt að spila hérna út í Tyrklandi og við erum ekkert hræddir við það,“ sagði Jón Daði og íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum við Tyrki undanfarin ár. „Það hefur gengið vel á móti þeim hingað til og það er markmiðið að halda því áfram. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta er sterkara lið hjá þeim. Þeir eru komnir með meira lið núna heldur en síðustu ár. Við þurfum bara mæta með fullt sjálfstraust og klárir í verkefnið,“ sagði Jón Daði. „Við þurfum að halda áfram í sömu gildi og áður sem er sterkur varnarleikur. Svo erum við alltaf sterkir í föstum leikatriðum. Við þurfum að treysta á það að geta haldið boltanum líka af og til og sækja á þá þegar við getum. Það hefur gengið vel hingað til og það breytist ekkert,“ sagði Jón Daði. Jón Daði fékk sitt fyrsta tækifæri í keppnisleik með landsliðinu á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum haustið 2014. Hann borgaði fyrir traustið með því að skora í 3-0 sigri. „Það er leikur sem verður lengi hafður í minni. Ég hef alltaf gaman að því að spila á móti Tyrklandi. Þetta er skemmtileg fótboltaþjóð og það er svo mikil stemmning. Ég get bara ekki beðið eftir leiknum,“ sagði Jón Daði sem átti einnig mjög góðan leik í 3-0 sigri á Tyrkjum í síðasta leik þjóðanna í Tyrklandi. „Það er einn af þessum leikjum hjá manni þar sem maður er í algjöru flæði og allt gengur upp. Allar snertingar og allt. Það var æðislegur leikur að upplifa og kom okkur líka langleiðina á HM á sínum tíma. Þarna eru góðar minningar og getum við skapað fleiri minningar,“ sagði Jón Daði sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. „Við höfum upplifað svo margt í gegnum tíðina og hópurinn er það reynslumikill að við förum bara með fulla einbeitingu í þennan leik og ekkert með neitt hik eða eitthvað hálfkák. Ef við gerum það og verðum allir hundrað prósent með hausinn í lagi og líkamann líka þá hef ég engar áhyggjur af þessu,“ sagði Jón Daði.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Sjá meira