Jón Daði: Ekkert hræddir við það að spila hérna í hávaðanum í Tyrklandi Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 13. nóvember 2019 09:30 Jón Daði Böðvarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í þessum leik á móti Tyrkjum árið 2014. Getty/Mustafa Yalcin Jón Daði Böðvarsson hefur átt marga stórleikina á móti Tyrkjum í gegnum tíðina og hann er klár í leikinn í Istanbul á fimmtudagskvöldið. „Það er alvöru verkefni fram undan en það er skemmtilegt að spila í svona stemmningu og látum. Við höfum gert það líka áður og það er bara tilhlökkun,“ sagði Jón Daði Böðvarsson en íslenska liðið verður að vinna leikinn til að halda lífi í möguleikanum að komast upp úr riðlinum. Leikurinn fer fram á þeim fótboltavelli sem menn hafa mælt mesta hávaðann í heiminum. „Sem leikmaður í fótbolta þá viltu spila í sem mestri stemmningu og því meiri stemmning því skemmtilegra er að spila. Ég ásamt hinum strákunum hefur fundist mjög skemmtilegt að spila hérna út í Tyrklandi og við erum ekkert hræddir við það,“ sagði Jón Daði og íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum við Tyrki undanfarin ár. „Það hefur gengið vel á móti þeim hingað til og það er markmiðið að halda því áfram. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta er sterkara lið hjá þeim. Þeir eru komnir með meira lið núna heldur en síðustu ár. Við þurfum bara mæta með fullt sjálfstraust og klárir í verkefnið,“ sagði Jón Daði. „Við þurfum að halda áfram í sömu gildi og áður sem er sterkur varnarleikur. Svo erum við alltaf sterkir í föstum leikatriðum. Við þurfum að treysta á það að geta haldið boltanum líka af og til og sækja á þá þegar við getum. Það hefur gengið vel hingað til og það breytist ekkert,“ sagði Jón Daði. Jón Daði fékk sitt fyrsta tækifæri í keppnisleik með landsliðinu á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum haustið 2014. Hann borgaði fyrir traustið með því að skora í 3-0 sigri. „Það er leikur sem verður lengi hafður í minni. Ég hef alltaf gaman að því að spila á móti Tyrklandi. Þetta er skemmtileg fótboltaþjóð og það er svo mikil stemmning. Ég get bara ekki beðið eftir leiknum,“ sagði Jón Daði sem átti einnig mjög góðan leik í 3-0 sigri á Tyrkjum í síðasta leik þjóðanna í Tyrklandi. „Það er einn af þessum leikjum hjá manni þar sem maður er í algjöru flæði og allt gengur upp. Allar snertingar og allt. Það var æðislegur leikur að upplifa og kom okkur líka langleiðina á HM á sínum tíma. Þarna eru góðar minningar og getum við skapað fleiri minningar,“ sagði Jón Daði sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. „Við höfum upplifað svo margt í gegnum tíðina og hópurinn er það reynslumikill að við förum bara með fulla einbeitingu í þennan leik og ekkert með neitt hik eða eitthvað hálfkák. Ef við gerum það og verðum allir hundrað prósent með hausinn í lagi og líkamann líka þá hef ég engar áhyggjur af þessu,“ sagði Jón Daði. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson hefur átt marga stórleikina á móti Tyrkjum í gegnum tíðina og hann er klár í leikinn í Istanbul á fimmtudagskvöldið. „Það er alvöru verkefni fram undan en það er skemmtilegt að spila í svona stemmningu og látum. Við höfum gert það líka áður og það er bara tilhlökkun,“ sagði Jón Daði Böðvarsson en íslenska liðið verður að vinna leikinn til að halda lífi í möguleikanum að komast upp úr riðlinum. Leikurinn fer fram á þeim fótboltavelli sem menn hafa mælt mesta hávaðann í heiminum. „Sem leikmaður í fótbolta þá viltu spila í sem mestri stemmningu og því meiri stemmning því skemmtilegra er að spila. Ég ásamt hinum strákunum hefur fundist mjög skemmtilegt að spila hérna út í Tyrklandi og við erum ekkert hræddir við það,“ sagði Jón Daði og íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum við Tyrki undanfarin ár. „Það hefur gengið vel á móti þeim hingað til og það er markmiðið að halda því áfram. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta er sterkara lið hjá þeim. Þeir eru komnir með meira lið núna heldur en síðustu ár. Við þurfum bara mæta með fullt sjálfstraust og klárir í verkefnið,“ sagði Jón Daði. „Við þurfum að halda áfram í sömu gildi og áður sem er sterkur varnarleikur. Svo erum við alltaf sterkir í föstum leikatriðum. Við þurfum að treysta á það að geta haldið boltanum líka af og til og sækja á þá þegar við getum. Það hefur gengið vel hingað til og það breytist ekkert,“ sagði Jón Daði. Jón Daði fékk sitt fyrsta tækifæri í keppnisleik með landsliðinu á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum haustið 2014. Hann borgaði fyrir traustið með því að skora í 3-0 sigri. „Það er leikur sem verður lengi hafður í minni. Ég hef alltaf gaman að því að spila á móti Tyrklandi. Þetta er skemmtileg fótboltaþjóð og það er svo mikil stemmning. Ég get bara ekki beðið eftir leiknum,“ sagði Jón Daði sem átti einnig mjög góðan leik í 3-0 sigri á Tyrkjum í síðasta leik þjóðanna í Tyrklandi. „Það er einn af þessum leikjum hjá manni þar sem maður er í algjöru flæði og allt gengur upp. Allar snertingar og allt. Það var æðislegur leikur að upplifa og kom okkur líka langleiðina á HM á sínum tíma. Þarna eru góðar minningar og getum við skapað fleiri minningar,“ sagði Jón Daði sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. „Við höfum upplifað svo margt í gegnum tíðina og hópurinn er það reynslumikill að við förum bara með fulla einbeitingu í þennan leik og ekkert með neitt hik eða eitthvað hálfkák. Ef við gerum það og verðum allir hundrað prósent með hausinn í lagi og líkamann líka þá hef ég engar áhyggjur af þessu,“ sagði Jón Daði.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn