Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Sylvía Hall skrifar 13. nóvember 2019 21:39 Skúli Gunnar Sigfússon hefur verið ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots félagsins EK1923. vísir/gva Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. Þetta kemur fram á vef mbl.is sem hefur ákæruna undir höndum. Í ákærunni segir að millifærslurnar hafi verið til þess fallnar að rýra efnahags félagsins í aðdraganda gjaldþrotsins. Fyrrverandi framkvæmdastjórar félaga í eigu Skúla, þeir Guðmundur Hjaltason og Guðmundur Sigurðsson, eru einnig ákærðir. Millifærslurnar sem um ræðir eru tvær ásamt framsali á kröfu. Önnur millifærslan var millifærð á reikning Sjöstjörnunnar í mars árið 2016 og hljóðaði upp á 21,3 milljónir. Skúli og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, eru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu látið millifæra upphæðina. Krafan sem um ræðir var á hendur ríkinu vegna úthlutunar á tollkvóta. Krafan var framseld til Stjörnunnar og hljóðaði heildarupphæð hennar upp á 24,6 milljónir króna, auk vaxta. Framsalið var undirritað bæði af Skúla og Guðmundi Sigurðssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjörnunnar, en í ákærunni segir að ekkert endurgjald hafi komið fyrir en að ríkið hafi fallist á hluta kröfunnar, 14,7 milljónir. Þá snýr einn ákæruliðanna að greiðslum frá félaginu EK1923 til tveggja erlendra birgja sem Guðmundur Hjaltason hafi gefið þáverandi prókúruhafa fyrirmæli um fyrir hönd Skúla. Greiðslurnar fóru fram þann 11. ágúst 2016. Eiga millifærslurnar og framsalið að hafa átt sér stað frá janúar árið 2016 og fram í ágúst sama ár en krafa um gjaldþrotaskipti var gerð þann 9. maí 2016. Var félagið síðar úrskurðað gjaldþrota þann 7. september árið 2016. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari gat ekki tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband í kvöld þar sem hann taldi ekki vera búið að birta ákæruna. Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir. 6. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. Þetta kemur fram á vef mbl.is sem hefur ákæruna undir höndum. Í ákærunni segir að millifærslurnar hafi verið til þess fallnar að rýra efnahags félagsins í aðdraganda gjaldþrotsins. Fyrrverandi framkvæmdastjórar félaga í eigu Skúla, þeir Guðmundur Hjaltason og Guðmundur Sigurðsson, eru einnig ákærðir. Millifærslurnar sem um ræðir eru tvær ásamt framsali á kröfu. Önnur millifærslan var millifærð á reikning Sjöstjörnunnar í mars árið 2016 og hljóðaði upp á 21,3 milljónir. Skúli og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, eru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu látið millifæra upphæðina. Krafan sem um ræðir var á hendur ríkinu vegna úthlutunar á tollkvóta. Krafan var framseld til Stjörnunnar og hljóðaði heildarupphæð hennar upp á 24,6 milljónir króna, auk vaxta. Framsalið var undirritað bæði af Skúla og Guðmundi Sigurðssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjörnunnar, en í ákærunni segir að ekkert endurgjald hafi komið fyrir en að ríkið hafi fallist á hluta kröfunnar, 14,7 milljónir. Þá snýr einn ákæruliðanna að greiðslum frá félaginu EK1923 til tveggja erlendra birgja sem Guðmundur Hjaltason hafi gefið þáverandi prókúruhafa fyrirmæli um fyrir hönd Skúla. Greiðslurnar fóru fram þann 11. ágúst 2016. Eiga millifærslurnar og framsalið að hafa átt sér stað frá janúar árið 2016 og fram í ágúst sama ár en krafa um gjaldþrotaskipti var gerð þann 9. maí 2016. Var félagið síðar úrskurðað gjaldþrota þann 7. september árið 2016. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari gat ekki tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband í kvöld þar sem hann taldi ekki vera búið að birta ákæruna.
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir. 6. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25
Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37
Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir. 6. febrúar 2019 06:00