Auðveldum okkur lífið í jólavertíðinni Kristbjörn Hilmir Kjartansson skrifar 15. nóvember 2019 08:00 Jólavertíðin í verslun er að ganga í garð með tilheyrandi traffík í verslunum landsins. Jólavertíðin er mesti háannatími verslunarfólks ár hvert þegar landsmenn fylkja liði í verslanir í leit að glaðningum í anda hátíðarinnar handa vinum og vandamönnum. Á sama tíma fjölgar starfsfólki verslana mikið vegna aukinna verkefna og fjölgunin kemur oft úr röðum skólafólks í jólavinnu og verslunarfólks sem reimar aftur á sig skóna til þess að taka þátt í veislunni. Sjálfur hef ég heyrt að þetta sé skemmtilegasti tími ársins til að vinna í verslunum. Síðustu ár hefur jólaverslun færst mikið yfir í netverslun sem hefur breytt ýmsu fyrir verslanir á þessum árstíma. Stóru alþjóðlegu tilboðsdagarnir í nóvember og desember marka oft upphaf jólavertíðarinnar hjá neytendum sem margir hverjir nýta sér þessa tilboðsdaga til að hefja jólainnkaupin. Það er mikilvægt að vera vel undirbúin(n) til þess að þjónustan við viðskiptavini gangi vel fyrir sig og dýrmætt getur reynst að hafa hagkvæma og árangursríka lausn til að koma sendingum í póst.Nýtum tímann rétt Það getur verið vandasamt að tvinna saman verkefni sem felast í því að sinna viðskiptavinum í verslun, sinna pöntunum og senda vörur sem keyptar hafa verið í netverslun. Mikilvægt er að finna árangursríka og hagkvæma lausn til þess að geta boðið góða og hraða þjónustu á báðum vígstöðum en skv. könnunum vilja viðskiptavinir netverslana fá vörurnar sína afhentar eins fljótt og hægt er. Eðli málsins samkvæmt er landinn oft stressaður á þessum tíma. Það er mikil umferð á götum úti og það hefur enginn tíma að missa. Landsmenn eru á leiðinni í verslunarleiðangur, göngutúr um bæinn, hitta vini og ættingja og svo mætti lengi telja. Það er ekki aðeins umferð á götum úti og verslunarmiðstöðvum heldur er einnig mikil umferð fólks á pósthúsum. Þegar starfsfólk verslana er sent á næsta pósthús með sendingar úr netverslun er hætta á að leiðangurinn taki lengri tíma en búist var við. Þetta getur valdið stressi verslunareigenda, verslunarstjóra, starfsmannsins sjálfs ásamt samstarfsmönnum þar sem álagið á aðra starfsmenn getur aukist við það að fækka fólki í styttri eða lengri tíma.Hvað er til bragðs að taka? Hvað geta verslanir gert ef það er ekki í boði að missa starfsmann í burtu með sendingar á pósthúsið? Fyrirtækjaþjónusta Póstsins býður verslunum og öðrum fyrirtækjum að fá sendil til sín þegar hentar sem sækir sendingar og póstleggur. Fyrirtækjaþjónustan er hagkvæm og árangursrík leið til að koma vörum úr netverslun hratt og örugglega í dreifingu. Verslanir þurfa eingöngu að skrá sendingar og merkja og sendill frá Póstinum sér um að koma sendingunum í dreifingu. Með þessu getur verslunarfólk einbeitt sér að kjarnastarfsemi verslana og sinnt viðskiptavinum sínum. Minna stress – betri þjónusta.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Póstinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandspóstur Neytendur Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Jólavertíðin í verslun er að ganga í garð með tilheyrandi traffík í verslunum landsins. Jólavertíðin er mesti háannatími verslunarfólks ár hvert þegar landsmenn fylkja liði í verslanir í leit að glaðningum í anda hátíðarinnar handa vinum og vandamönnum. Á sama tíma fjölgar starfsfólki verslana mikið vegna aukinna verkefna og fjölgunin kemur oft úr röðum skólafólks í jólavinnu og verslunarfólks sem reimar aftur á sig skóna til þess að taka þátt í veislunni. Sjálfur hef ég heyrt að þetta sé skemmtilegasti tími ársins til að vinna í verslunum. Síðustu ár hefur jólaverslun færst mikið yfir í netverslun sem hefur breytt ýmsu fyrir verslanir á þessum árstíma. Stóru alþjóðlegu tilboðsdagarnir í nóvember og desember marka oft upphaf jólavertíðarinnar hjá neytendum sem margir hverjir nýta sér þessa tilboðsdaga til að hefja jólainnkaupin. Það er mikilvægt að vera vel undirbúin(n) til þess að þjónustan við viðskiptavini gangi vel fyrir sig og dýrmætt getur reynst að hafa hagkvæma og árangursríka lausn til að koma sendingum í póst.Nýtum tímann rétt Það getur verið vandasamt að tvinna saman verkefni sem felast í því að sinna viðskiptavinum í verslun, sinna pöntunum og senda vörur sem keyptar hafa verið í netverslun. Mikilvægt er að finna árangursríka og hagkvæma lausn til þess að geta boðið góða og hraða þjónustu á báðum vígstöðum en skv. könnunum vilja viðskiptavinir netverslana fá vörurnar sína afhentar eins fljótt og hægt er. Eðli málsins samkvæmt er landinn oft stressaður á þessum tíma. Það er mikil umferð á götum úti og það hefur enginn tíma að missa. Landsmenn eru á leiðinni í verslunarleiðangur, göngutúr um bæinn, hitta vini og ættingja og svo mætti lengi telja. Það er ekki aðeins umferð á götum úti og verslunarmiðstöðvum heldur er einnig mikil umferð fólks á pósthúsum. Þegar starfsfólk verslana er sent á næsta pósthús með sendingar úr netverslun er hætta á að leiðangurinn taki lengri tíma en búist var við. Þetta getur valdið stressi verslunareigenda, verslunarstjóra, starfsmannsins sjálfs ásamt samstarfsmönnum þar sem álagið á aðra starfsmenn getur aukist við það að fækka fólki í styttri eða lengri tíma.Hvað er til bragðs að taka? Hvað geta verslanir gert ef það er ekki í boði að missa starfsmann í burtu með sendingar á pósthúsið? Fyrirtækjaþjónusta Póstsins býður verslunum og öðrum fyrirtækjum að fá sendil til sín þegar hentar sem sækir sendingar og póstleggur. Fyrirtækjaþjónustan er hagkvæm og árangursrík leið til að koma vörum úr netverslun hratt og örugglega í dreifingu. Verslanir þurfa eingöngu að skrá sendingar og merkja og sendill frá Póstinum sér um að koma sendingunum í dreifingu. Með þessu getur verslunarfólk einbeitt sér að kjarnastarfsemi verslana og sinnt viðskiptavinum sínum. Minna stress – betri þjónusta.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Póstinum.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun