Það er af nægu að taka á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sýndar verða tíu beinar útsendingar frá handbolta, fótbolta, golfi og formúlunni.
Það er tvíhöfði í Vestmannaeyjum í dag í Olísdeildunum. Dagurinn byrjar á leik ÍBV og HK í Olísdeild karla og er honum líkur tekur kvennaliðið við og mætir Fram.
HK er enn án stiga í Olísdeildinni og eru Vestmannaeyjar ekki auðveldasta vígið til þess að sækja stigin. ÍBV hefur þó ekki unnið leik síðan í september.
Kvennalið ÍBV er ekki í betri málum, situr í sjöunda sæti deildarinnar með fimm stig eftir 8 leiki. Fram hefur hins vegar aðeins tapað einum leik og situr á toppi deildarinnar.
Undankeppni EM 2020 í fótbolta er enn í fullum gangi og verða þrír leikir í beinni útsendingu. Viðureignir Kýpur og Skotlands, Rússa og Belga og Norður-Írlands og Hollands.
Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportrásanna má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.
Beinar útsendingar í dag:
07:30 Nedbank Golf Challenge, Stöð 2 Golf
13:50 ÍBV - HK, Sport
13:50 Kýpur - Skotland, Sport 3
13:55 Formúla 1: Æfing, Sport 2
16:20 ÍBV - Fram, Sport 3
16:50 Rússland - Belgía, Sport
16:50 Formúla 1: Tímataka, Sport 2
19:00 Mayakoba Golf Classic, Stöð 2 Golf
19:35 Norður-Írland - Holland, Sport
21:45 Undankeppni EM mörkin, Sport
Í beinni í dag: Tvíhöfði í Eyjum og undankeppni EM
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
