Veggjöld nýtt til framkvæmda Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. nóvember 2019 07:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. vísir/vilhelm „Þetta er unnið á grundvelli gildandi samgönguáætlunar þar sem var samþykkt að skoða fjölbreyttar leiðir við fjármögnun stórra framkvæmda,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um drög að frumvarpi um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Frumvarpið hefur nú verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt því fær Vegagerðin heimild til að ganga til samninga við einkaaðila um samvinnuverkefni vegna sex tiltekinna vegaframkvæmda. Þau verkefni sem um ræðir eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að veggjöld standi undir helmingi fjármögnunar vegar um Hornafjarðarfljót og Axarveg. Hinar fjórar framkvæmdirnar yrðu hins vegar fjármagnaðar að fullu með veggjöldum. Skal gjaldtaka ekki hefjast fyrr en opnað hefur verið fyrir umferð um viðkomandi umferðarmannvirki. Þá skal gjaldtakan ekki standa lengur en í 30 ár. Sigurður Ingi segir að þau verkefni sem um ræðir séu valin út frá þeim skilyrðum að önnur leið sé í boði, þau séu skýr og afmörkuð og það sé þrýstingur um að þeim sé flýtt þótt þeim hafi ekki verið forgangsraðað í samgönguáætlun. „Ein af forsendunum fyrir svona gjaldtöku er að það sé raunverulegur ávinningur í því að fara styttinguna eða nýju leiðina. Þú fáir fjárhagslegan ávinning þó svo þú greiðir.“ Of snemmt sé hins vegar að segja til um fjárhæð veggjaldanna. Sigurður Ingi segir að auðvitað hefði verið hægt að fara þá leið að smíða almennt frumvarp um samvinnuverkefni þar sem engin verkefni væru tilgreind. „Þá værum við hins vegar komin í þá stöðu að það væri verið að taka mjög stórar ákvarðanir án aðkomu Alþingis. Þessi leið er lýðræðislegri og þingið getur auðvitað bætt við framkvæmdum eða fækkað þeim.“ Þá þurfi að huga vel að tímasetningu verkefnanna, sérstaklega í tengslum við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. „En það góða við þessi sex verkefni er að þau spanna svolítið stóran hluta af landinu. Dreifingin gæti þannig orðið ágæt og þau eru líka af mismunandi stærðargráðu.“ Aðspurður segist Sigurður Ingi bjartsýnn á að áhugasamir fjárfestar finnist til að koma að umræddum framkvæmdum. „Það hafa margir komið niður í ráðuneyti alveg frá því við fórum að viðra svona hugmyndir og lýst yfir áhuga sínum.“ Frumvarpsdrögin verða nú í umsagnarferli til 28. nóvember. Sigurður Ingi segist reikna með því að unnið verði hratt og vel úr þeim og málið komist inn á þingið fyrir jól. Árborg Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Hornafjörður Hvalfjarðargöng Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
„Þetta er unnið á grundvelli gildandi samgönguáætlunar þar sem var samþykkt að skoða fjölbreyttar leiðir við fjármögnun stórra framkvæmda,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um drög að frumvarpi um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Frumvarpið hefur nú verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt því fær Vegagerðin heimild til að ganga til samninga við einkaaðila um samvinnuverkefni vegna sex tiltekinna vegaframkvæmda. Þau verkefni sem um ræðir eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að veggjöld standi undir helmingi fjármögnunar vegar um Hornafjarðarfljót og Axarveg. Hinar fjórar framkvæmdirnar yrðu hins vegar fjármagnaðar að fullu með veggjöldum. Skal gjaldtaka ekki hefjast fyrr en opnað hefur verið fyrir umferð um viðkomandi umferðarmannvirki. Þá skal gjaldtakan ekki standa lengur en í 30 ár. Sigurður Ingi segir að þau verkefni sem um ræðir séu valin út frá þeim skilyrðum að önnur leið sé í boði, þau séu skýr og afmörkuð og það sé þrýstingur um að þeim sé flýtt þótt þeim hafi ekki verið forgangsraðað í samgönguáætlun. „Ein af forsendunum fyrir svona gjaldtöku er að það sé raunverulegur ávinningur í því að fara styttinguna eða nýju leiðina. Þú fáir fjárhagslegan ávinning þó svo þú greiðir.“ Of snemmt sé hins vegar að segja til um fjárhæð veggjaldanna. Sigurður Ingi segir að auðvitað hefði verið hægt að fara þá leið að smíða almennt frumvarp um samvinnuverkefni þar sem engin verkefni væru tilgreind. „Þá værum við hins vegar komin í þá stöðu að það væri verið að taka mjög stórar ákvarðanir án aðkomu Alþingis. Þessi leið er lýðræðislegri og þingið getur auðvitað bætt við framkvæmdum eða fækkað þeim.“ Þá þurfi að huga vel að tímasetningu verkefnanna, sérstaklega í tengslum við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. „En það góða við þessi sex verkefni er að þau spanna svolítið stóran hluta af landinu. Dreifingin gæti þannig orðið ágæt og þau eru líka af mismunandi stærðargráðu.“ Aðspurður segist Sigurður Ingi bjartsýnn á að áhugasamir fjárfestar finnist til að koma að umræddum framkvæmdum. „Það hafa margir komið niður í ráðuneyti alveg frá því við fórum að viðra svona hugmyndir og lýst yfir áhuga sínum.“ Frumvarpsdrögin verða nú í umsagnarferli til 28. nóvember. Sigurður Ingi segist reikna með því að unnið verði hratt og vel úr þeim og málið komist inn á þingið fyrir jól.
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Hornafjörður Hvalfjarðargöng Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda