Sífellt fleiri með loftslagskvíða: „Maður verður alveg heltekinn“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 19:00 Sífellt fleiri þjást af loftslagskvíða sem getur jafnvel verið lamandi að sögn sálfræðings. Kona sem þjáist af kvíðanum segir hann hafa heltekið sig á tímabili. Hún hafi orðið reið og fyllst vonleysi yfir neysluvenjum fólks. „Það eru allavega svona sjötíu prósent fólks á Íslandi sem segjast hafa áhyggjur af loftslagsmálum. En þegar þetta er orðið svona virkilega hamlandi og farið að gera það að verkum að fólk getur ekki notið lífsins er það svona sjaldgæfara," segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar, og bætir við að það séu þó vissulega dæmi um það. „Já, þar sem fólk er alveg undirlagt." Að sögn Sóleyjar hefur loftslagsváin einnig sífellt meiri áhrif á aðra kvíðasjúklinga. Áhyggjur vegna umhverfismála bætist ofan á aðrar. Þá eru aðrir í kulnun eftir að hafa keyrt sig í þrot með vinnu að umhverfismálum. „Þetta lýsir sér í stöðugum áhyggjum af þessum málum. Jafnvel pirringi út í fólk fyrir að gera ekkert í málunum, eða ekki nægilega mikið. Þetta lýsir sér líka í vonleysi; hver sé tilgangurinn með því að gera eitthvað. Það getur síðan leitt til depurðar," segir Sóley. Ein margra sem þjáist af loftslagskvíða er Eydís Blöndal. Þegar kvíðinn gerði fyrst vart við sig lýsti hann sér í miklu vonleysi og reiði.Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar.„Ég varð reið þegar ég sá einhvern kaupa mikið af kjöti í plasti og keyra síðan í burtu á bílnum sem var kannski skilinn eftir í gangi fyrir utan," segir Eydís. „Maður verður alveg heltekinn af þessu og getur eiginlega ekki hugsað um neitt annað. En á sama tíma finnst mér þetta vera svo réttmætur kvíði. Þetta er ekki eitthvað sem maður er að búa til innra með sér," segir hún. Ungmenni eru í meirihluta þeirra sem þjást af loftslagskvíða og Eydís segist ekki hafa farið varhluta af því. „Ég hef alveg oft verið á djamminu með vinkonum mínum þar sem við höfum alveg þurft að vera: „Stelpur, hættum að tala um yfirvofandi dauða. Förum bara og dönsum." Í öllum partíum sem ég fór í í sumar þá var líklega einn góður hálftími þar sem við töluðum um þetta og þurftum svo að hrista þetta af okkur, bara til að geta verið glöð," segir Eydís. Hún segist hafa náð ágætum tökum á kvíðanum með því að huga að eigin neysluvenjum. „Ég hugsa að lausnin sé bara að taka nokkur þúsund skref aftur á bak, endurhugsa þessa heimsmynd okkar og minnka samfélögin. Gera þau nánari, minnka neysluna og gefa henni meiri merkingu," segir Eydís. Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Sífellt fleiri þjást af loftslagskvíða sem getur jafnvel verið lamandi að sögn sálfræðings. Kona sem þjáist af kvíðanum segir hann hafa heltekið sig á tímabili. Hún hafi orðið reið og fyllst vonleysi yfir neysluvenjum fólks. „Það eru allavega svona sjötíu prósent fólks á Íslandi sem segjast hafa áhyggjur af loftslagsmálum. En þegar þetta er orðið svona virkilega hamlandi og farið að gera það að verkum að fólk getur ekki notið lífsins er það svona sjaldgæfara," segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar, og bætir við að það séu þó vissulega dæmi um það. „Já, þar sem fólk er alveg undirlagt." Að sögn Sóleyjar hefur loftslagsváin einnig sífellt meiri áhrif á aðra kvíðasjúklinga. Áhyggjur vegna umhverfismála bætist ofan á aðrar. Þá eru aðrir í kulnun eftir að hafa keyrt sig í þrot með vinnu að umhverfismálum. „Þetta lýsir sér í stöðugum áhyggjum af þessum málum. Jafnvel pirringi út í fólk fyrir að gera ekkert í málunum, eða ekki nægilega mikið. Þetta lýsir sér líka í vonleysi; hver sé tilgangurinn með því að gera eitthvað. Það getur síðan leitt til depurðar," segir Sóley. Ein margra sem þjáist af loftslagskvíða er Eydís Blöndal. Þegar kvíðinn gerði fyrst vart við sig lýsti hann sér í miklu vonleysi og reiði.Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðukona Kvíðameðferðarstöðvarinnar.„Ég varð reið þegar ég sá einhvern kaupa mikið af kjöti í plasti og keyra síðan í burtu á bílnum sem var kannski skilinn eftir í gangi fyrir utan," segir Eydís. „Maður verður alveg heltekinn af þessu og getur eiginlega ekki hugsað um neitt annað. En á sama tíma finnst mér þetta vera svo réttmætur kvíði. Þetta er ekki eitthvað sem maður er að búa til innra með sér," segir hún. Ungmenni eru í meirihluta þeirra sem þjást af loftslagskvíða og Eydís segist ekki hafa farið varhluta af því. „Ég hef alveg oft verið á djamminu með vinkonum mínum þar sem við höfum alveg þurft að vera: „Stelpur, hættum að tala um yfirvofandi dauða. Förum bara og dönsum." Í öllum partíum sem ég fór í í sumar þá var líklega einn góður hálftími þar sem við töluðum um þetta og þurftum svo að hrista þetta af okkur, bara til að geta verið glöð," segir Eydís. Hún segist hafa náð ágætum tökum á kvíðanum með því að huga að eigin neysluvenjum. „Ég hugsa að lausnin sé bara að taka nokkur þúsund skref aftur á bak, endurhugsa þessa heimsmynd okkar og minnka samfélögin. Gera þau nánari, minnka neysluna og gefa henni meiri merkingu," segir Eydís.
Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira