Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað Kim Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 22:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins. Yfirvöld Bandaríkjanna þvertaka fyrir að um sé að ræða tilslökun gagnvart Norður-Kóreu. Æfingarnar sem um ræðir bera heitið Combined Flying Training Event og fjölmargir flugmenn flugherja Bandaríkjanna og Suður-Kóreu taka þátt í þeim á ári hverju. Fyrr á þessu ári var búið að taka þá ákvörðun að draga úr umfangi þeirra, vegna andstöðu yfirvalda Norður-Kóreu við æfingarnar, samkvæmt frétt Reuters. Þrátt fyrir það lýstu Norður-Kóreumenn sig áfram andstæða æfingunum og var því hætt við þær í bili. Donald Trump tísti til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í dag og hvatti hann til að ná samkomulagi. Trump væri sá eini sem gæti komið Kim á þann stað sem hann þyrfti að vera á og Kim þyrfti að drífa sig að semja. Forsetinn endaði skilaboðin til einræðisherrans á „Sjáumst brátt!“Mr. Chairman, Joe Biden may be Sleepy and Very Slow, but he is not a “rabid dog.” He is actually somewhat better than that, but I am the only one who can get you where you have to be. You should act quickly, get the deal done. See you soon! https://t.co/kO2k14lTf7 — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2019 Tístið snýr einnig að því að á dögunum birtist grein í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, þar sem farið var hörðum orðum um Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda. Í þeirri grein segir meðal annars að Biden sé óður hundur, hann líti ekki út eins og maður og honum verði refsað fyrir að vanvirða Kim. Réttast væri að berja hann til dauða með priki. Eins og kemur fram í tístinu hér að ofan segir Trump að Biden sé nú aðeins skárri en „óður hundur“, þó hann sé þreyttur og hægur, eins og Trump kallar hann ítrekað. Síðustu misseri hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa hafnað beiðni Bandaríkjanna um viðræður í nýliðinni viku.Sjá einnig: Borubrattur Kim Jong-unForsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins. Yfirvöld Bandaríkjanna þvertaka fyrir að um sé að ræða tilslökun gagnvart Norður-Kóreu. Æfingarnar sem um ræðir bera heitið Combined Flying Training Event og fjölmargir flugmenn flugherja Bandaríkjanna og Suður-Kóreu taka þátt í þeim á ári hverju. Fyrr á þessu ári var búið að taka þá ákvörðun að draga úr umfangi þeirra, vegna andstöðu yfirvalda Norður-Kóreu við æfingarnar, samkvæmt frétt Reuters. Þrátt fyrir það lýstu Norður-Kóreumenn sig áfram andstæða æfingunum og var því hætt við þær í bili. Donald Trump tísti til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í dag og hvatti hann til að ná samkomulagi. Trump væri sá eini sem gæti komið Kim á þann stað sem hann þyrfti að vera á og Kim þyrfti að drífa sig að semja. Forsetinn endaði skilaboðin til einræðisherrans á „Sjáumst brátt!“Mr. Chairman, Joe Biden may be Sleepy and Very Slow, but he is not a “rabid dog.” He is actually somewhat better than that, but I am the only one who can get you where you have to be. You should act quickly, get the deal done. See you soon! https://t.co/kO2k14lTf7 — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2019 Tístið snýr einnig að því að á dögunum birtist grein í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, þar sem farið var hörðum orðum um Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda. Í þeirri grein segir meðal annars að Biden sé óður hundur, hann líti ekki út eins og maður og honum verði refsað fyrir að vanvirða Kim. Réttast væri að berja hann til dauða með priki. Eins og kemur fram í tístinu hér að ofan segir Trump að Biden sé nú aðeins skárri en „óður hundur“, þó hann sé þreyttur og hægur, eins og Trump kallar hann ítrekað. Síðustu misseri hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa hafnað beiðni Bandaríkjanna um viðræður í nýliðinni viku.Sjá einnig: Borubrattur Kim Jong-unForsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar.
Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira