Eru íslensk heimili farin að dempa hagsveifluna? Jón Bjarki Bentsson skrifar 18. nóvember 2019 14:45 Neysla íslenskra heimila mun væntanlega mýkja hagsveifluna talsvert á komandi fjórðungum öfugt við það sem oftast hefur verið í íslensku hagkerfi. Er það bæði vegna þess að almenn ráðdeild íslenskra neytenda í uppsveiflunni gerir þeim flestum mögulegt að halda sínu striki í neysluútgjöldum og eins beinist neyslan í ríkari mæli að innlendum vörum og þjónustu.Skera niður erlendu neysluna en bæta við sig innanlands Kortaveltutölur Seðlabankans sýna áhugaverðan mun á kortaveltu einstaklinga eftir því hvort kortin voru straujuð innan landsteinanna eða erlendis. Þannig dróst erlend kortavelta að jafnaði saman um rúma prósentu að raungildi milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins, en innlend kortavelta jókst hins vegar um rúmt prósent á sama tíma. Aðrir hagvísar ríma við þessa þróun. Brottförum Íslendinga um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði þannig um ríflega 7% á fyrstu þremur fjórðungum ársins frá sama tíma í fyrra eftir öran vöxt sex árin þar á undan. Tölur um innfluttar neysluvörur segja áþekka sögu. Til að mynda var fjórðungi minna flutt inn af bifreiðum til einkanota á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra og innflutningur á fatnaði minnkaði um 9% á sama kvarða. Vitaskuld hafa þættir á borð við einmuna veðurblíðu í sumar eftir rigningarsumarið 2018 og hraða endurnýjun bílaflotans síðustu ár einnig áhrif. Nærtækt er þó að draga þá ályktun að breytingin á neyslumynstrinu tengist einnig lægra gengi krónu og meiri varfærni heimilanna í stórum neysluákvörðunum á borð við utanlandsferðir og bifreiðakaup eftir að blikur jukust á lofti um efnahagshorfur hérlendis.Heimilin hagsýnni í síðustu uppsveiflu Einkaneysla hefur oft og tíðum aukið á hagsveifluna hér á landi þar sem íslensk heimili hafa gjarnan gengið býsna hratt um gleðinnar dyr í uppsveiflum og þurft að taka nokkuð harkalega í handbremsuna hvað heimilisútgjöld varðar þegar harðnaði á dalnum. Þetta má til að mynda bæði sjá í efnahagskreppunni í lok síðasta áratugar og einnig í því bakslagi sem varð í vexti í upphafi aldarinnar. Undanfarin ár hafa heimilin hins vegar sýnt talsvert meiri fyrirhyggju í neyslunni og hefur hún í stórum dráttum aukist í allgóðu samræmi við vaxandi kaupmátt upp á síðkastið. Fyrir bragðið hafa íslenskir neytendur meira svigrúm en áður til að halda sínu striki þótt tímabundið blási á móti í efnahagslífinu og á vinnumarkaði. Þegar þetta tvennt leggst á eitt, að heimilin þurfa síður að herða beltið í neysluútgjöldum þrátt fyrir tímabundið minni efnahagsumsvif og að þau kjósa í auknum mæli innlenda vöru og þjónustu, verða áhrifin þau að innlendir framleiðendur og þjónustufyrirtæki þurfa minna að draga saman seglin en ella. Það minnkar svo aftur hættuna á vítahring aukins atvinnuleysis og minnkandi innlendrar eftirspurnar og eykur líkur á því að efnahagslífið komist hraðar en ella á réttan kjöl eftir þann skell sem ferðaþjónustan varð fyrir á fyrri hluta ársins.Höfundur er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Neytendur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Neysla íslenskra heimila mun væntanlega mýkja hagsveifluna talsvert á komandi fjórðungum öfugt við það sem oftast hefur verið í íslensku hagkerfi. Er það bæði vegna þess að almenn ráðdeild íslenskra neytenda í uppsveiflunni gerir þeim flestum mögulegt að halda sínu striki í neysluútgjöldum og eins beinist neyslan í ríkari mæli að innlendum vörum og þjónustu.Skera niður erlendu neysluna en bæta við sig innanlands Kortaveltutölur Seðlabankans sýna áhugaverðan mun á kortaveltu einstaklinga eftir því hvort kortin voru straujuð innan landsteinanna eða erlendis. Þannig dróst erlend kortavelta að jafnaði saman um rúma prósentu að raungildi milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins, en innlend kortavelta jókst hins vegar um rúmt prósent á sama tíma. Aðrir hagvísar ríma við þessa þróun. Brottförum Íslendinga um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði þannig um ríflega 7% á fyrstu þremur fjórðungum ársins frá sama tíma í fyrra eftir öran vöxt sex árin þar á undan. Tölur um innfluttar neysluvörur segja áþekka sögu. Til að mynda var fjórðungi minna flutt inn af bifreiðum til einkanota á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra og innflutningur á fatnaði minnkaði um 9% á sama kvarða. Vitaskuld hafa þættir á borð við einmuna veðurblíðu í sumar eftir rigningarsumarið 2018 og hraða endurnýjun bílaflotans síðustu ár einnig áhrif. Nærtækt er þó að draga þá ályktun að breytingin á neyslumynstrinu tengist einnig lægra gengi krónu og meiri varfærni heimilanna í stórum neysluákvörðunum á borð við utanlandsferðir og bifreiðakaup eftir að blikur jukust á lofti um efnahagshorfur hérlendis.Heimilin hagsýnni í síðustu uppsveiflu Einkaneysla hefur oft og tíðum aukið á hagsveifluna hér á landi þar sem íslensk heimili hafa gjarnan gengið býsna hratt um gleðinnar dyr í uppsveiflum og þurft að taka nokkuð harkalega í handbremsuna hvað heimilisútgjöld varðar þegar harðnaði á dalnum. Þetta má til að mynda bæði sjá í efnahagskreppunni í lok síðasta áratugar og einnig í því bakslagi sem varð í vexti í upphafi aldarinnar. Undanfarin ár hafa heimilin hins vegar sýnt talsvert meiri fyrirhyggju í neyslunni og hefur hún í stórum dráttum aukist í allgóðu samræmi við vaxandi kaupmátt upp á síðkastið. Fyrir bragðið hafa íslenskir neytendur meira svigrúm en áður til að halda sínu striki þótt tímabundið blási á móti í efnahagslífinu og á vinnumarkaði. Þegar þetta tvennt leggst á eitt, að heimilin þurfa síður að herða beltið í neysluútgjöldum þrátt fyrir tímabundið minni efnahagsumsvif og að þau kjósa í auknum mæli innlenda vöru og þjónustu, verða áhrifin þau að innlendir framleiðendur og þjónustufyrirtæki þurfa minna að draga saman seglin en ella. Það minnkar svo aftur hættuna á vítahring aukins atvinnuleysis og minnkandi innlendrar eftirspurnar og eykur líkur á því að efnahagslífið komist hraðar en ella á réttan kjöl eftir þann skell sem ferðaþjónustan varð fyrir á fyrri hluta ársins.Höfundur er aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar