Bandaríkin þurfi að hætta að „hnykla vöðvana“ í Suður-Kínahafi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. nóvember 2019 23:30 Ráðherrarnir hittust í dag. AP/Robert Burns Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína lét Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vita að Bandaríkjamenn þyrftu að hætta að „hnykla vöðvana“ í Suður-Kínahafi er þeir hittust á fundi í Bangkok í Taílandi í dag.Ráðherrarnir hittust á varnarmálafundi ASEAN, Samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu, og annarra ríkja sem haldin var í Taílandi í dag. Ráðherrarnir tvær ræddu um fjölmarga hluti að því er haft er eftir talsmanni kínversku ríkisstjórnarinnar en Suður-Kínahaf var ofarlega á blaði.Kínverjar gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu og hafa yfirvöld staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til þess að styrkja kröfu sína um yfirráð. Bandaríkin, og fleiri ríki, telja hins vegar að krafa Kínverja sé ekki á rökum reist og brot á alþjóðalögum.Þá hafa Bandaríkin sakað yfirvöld í Kína um að hervæða hafsvæðið með því að byggja upp hernaðarmannvirki á eyjum í hafinu. Til þess að stemma í stigu við kröfu Kínverja sigla Bandaríkin herskipum sínum reglulega um svæðið, auk þess sem að með því vilja Bandaríkjamenn tryggja frjálsa för um hafsvæðið.Fjölmörg ríki gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu en um það liggja mikilvægar skipaleiðir.Á fundinum er Wei sagður hafa gert kröfu um að Bandaríkin „hnykli ekki vöðvana“ með því að sigla herskipum sínum um svæðið. Í aðdraganda fundar ráðherranna tveggja sakaði Esper yfirvöld í Kína um að grípa í auknum mæli til þvingana og hótana til þess að tryggja hagsmunamálum sínum framgang.Eftir fundinn sagði Esper í tísti að hann hefði hitt Wei til þess að ræða hvernig tryggja mætti áframhaldandi samstarf ríkjanna tveggja sem byggði á alþjóðareglum. Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína lét Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vita að Bandaríkjamenn þyrftu að hætta að „hnykla vöðvana“ í Suður-Kínahafi er þeir hittust á fundi í Bangkok í Taílandi í dag.Ráðherrarnir hittust á varnarmálafundi ASEAN, Samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu, og annarra ríkja sem haldin var í Taílandi í dag. Ráðherrarnir tvær ræddu um fjölmarga hluti að því er haft er eftir talsmanni kínversku ríkisstjórnarinnar en Suður-Kínahaf var ofarlega á blaði.Kínverjar gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu og hafa yfirvöld staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til þess að styrkja kröfu sína um yfirráð. Bandaríkin, og fleiri ríki, telja hins vegar að krafa Kínverja sé ekki á rökum reist og brot á alþjóðalögum.Þá hafa Bandaríkin sakað yfirvöld í Kína um að hervæða hafsvæðið með því að byggja upp hernaðarmannvirki á eyjum í hafinu. Til þess að stemma í stigu við kröfu Kínverja sigla Bandaríkin herskipum sínum reglulega um svæðið, auk þess sem að með því vilja Bandaríkjamenn tryggja frjálsa för um hafsvæðið.Fjölmörg ríki gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu en um það liggja mikilvægar skipaleiðir.Á fundinum er Wei sagður hafa gert kröfu um að Bandaríkin „hnykli ekki vöðvana“ með því að sigla herskipum sínum um svæðið. Í aðdraganda fundar ráðherranna tveggja sakaði Esper yfirvöld í Kína um að grípa í auknum mæli til þvingana og hótana til þess að tryggja hagsmunamálum sínum framgang.Eftir fundinn sagði Esper í tísti að hann hefði hitt Wei til þess að ræða hvernig tryggja mætti áframhaldandi samstarf ríkjanna tveggja sem byggði á alþjóðareglum.
Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira