„Jane Doe 15“ vill svör frá Andrési prins Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. nóvember 2019 06:51 Mynd úr skjölum málsins sem sýnir konuna, sem gengur undir dulnefninu Jane Doe 15, á unglingsárunum. Vísir/afp Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. Á blaðamannafundi í gær með lögmanni sínum, sem sjá má neðst í fréttinni, kallaði konan jafnframt eftir því að Andrés Bretaprins myndi segja allan sannleikann um samskipti sín við Epstein. Prinsinn steig fram í viðtali um helgina sem lýst hefur verið sem stórslysi. Konan, sem í dag er 31 árs gömul, var ekki nafngreind á fundinum í gær en reiðir sig þess í stað á dulnefnið „Jane Doe 15.“ Hún segir að aðstoðarfólk Epstein hafi sett sig í samband við sig þegar hún var á skólaferðalagi í New York árið 2004. Það hafi tjáð henni að auðkýfingurinn hefði áhuga á að styðja við fátækt, ungt fólk og buðu henni og öðrum stúlkum að hitta Epstein á búgarði hans í Nýju Mexíkó. Þangað var þeim flogið á einkaþotu, áður en Epstein braut síðan kynferðislega á þeim. Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Konan lýsti brotunum á blaðamannafundinum í gær sem „hrottalegum og ítrekuðum kynferðisbrotum“ og að Epstein hafi hrifsað „kynferðislegt sakleysi“ hennar. Auk þess að kalla eftir því að Andrés Bretaprins myndi vinna með bandarískum lögregluyfirvöldum, sem rannsaka nú á annan tug ásakana á hendur Epstein, lýsti konan því sem fram fór í einkaþotu auðkýfingsins. „Þegar ég valdi mér sæti í einkaþotunni sagði Jeffrey mér að hér sæti vinur hans Bill Clinton alltaf, til þess að sannfæra mig um að þetta væri eðlileg hegðun,“ sagði konan. Epstein er sagður hafa fyrirfarið sér í fangaklefa sínum í ágúst eftir að hafa verið handtekin vegna gruns um kynferðisbrot og mansal á ungum stúlkum. Hann hafði áður neitað sök. Blaðamannafund stúlkunnar og lögmannsins Gloriu Allred má sjá hér að neðan. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39 Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Kona, sem segir Jeffrey Epstein hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar hún var 15 ára gömul, hefur höfðað mál gegn dánarbúi bandaríska auðkýfingsins. Á blaðamannafundi í gær með lögmanni sínum, sem sjá má neðst í fréttinni, kallaði konan jafnframt eftir því að Andrés Bretaprins myndi segja allan sannleikann um samskipti sín við Epstein. Prinsinn steig fram í viðtali um helgina sem lýst hefur verið sem stórslysi. Konan, sem í dag er 31 árs gömul, var ekki nafngreind á fundinum í gær en reiðir sig þess í stað á dulnefnið „Jane Doe 15.“ Hún segir að aðstoðarfólk Epstein hafi sett sig í samband við sig þegar hún var á skólaferðalagi í New York árið 2004. Það hafi tjáð henni að auðkýfingurinn hefði áhuga á að styðja við fátækt, ungt fólk og buðu henni og öðrum stúlkum að hitta Epstein á búgarði hans í Nýju Mexíkó. Þangað var þeim flogið á einkaþotu, áður en Epstein braut síðan kynferðislega á þeim. Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Konan lýsti brotunum á blaðamannafundinum í gær sem „hrottalegum og ítrekuðum kynferðisbrotum“ og að Epstein hafi hrifsað „kynferðislegt sakleysi“ hennar. Auk þess að kalla eftir því að Andrés Bretaprins myndi vinna með bandarískum lögregluyfirvöldum, sem rannsaka nú á annan tug ásakana á hendur Epstein, lýsti konan því sem fram fór í einkaþotu auðkýfingsins. „Þegar ég valdi mér sæti í einkaþotunni sagði Jeffrey mér að hér sæti vinur hans Bill Clinton alltaf, til þess að sannfæra mig um að þetta væri eðlileg hegðun,“ sagði konan. Epstein er sagður hafa fyrirfarið sér í fangaklefa sínum í ágúst eftir að hafa verið handtekin vegna gruns um kynferðisbrot og mansal á ungum stúlkum. Hann hafði áður neitað sök. Blaðamannafund stúlkunnar og lögmannsins Gloriu Allred má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39 Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45 „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Prinsinn var til viðtals hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðala annars tengsl sín við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2019 09:39
Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt. 18. nóvember 2019 18:45
„Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar Um fátt hefur verið meira rætt í breskum fjölmiðlum um helgina en viðtal BBC Newsnight við Andrés prins sem sýnt var síðastliðið laugardagskvöld. 18. nóvember 2019 13:00