Þjóðin á með réttu auðlindir sjávar! Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar 19. nóvember 2019 12:30 Það sem kallað er í daglegu tali stjórn fiskveiða eru tillögur Hafrannsóknarstofnunar um það magn sem veiða má hvert ár úr hverri tegund fyrir sig. Það fyrirkomulag er til fyrirmyndar og þekkt um allan heim eins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir réttilega. Samfélagið á veiðiheimildirnar með réttu, en þær voru af einhverjum undarlegum ástæðum, gefnar til útgerða 1984 á grundvelli tiltekinnar veiðireynslu 3 árin á undan. Útgerðir fengu svo heimild til að framselja / versla með óveiddan fisk 1990. Arður af sjávarauðlindum okkar hefur síðan runnið til útgerðaraðila og eru allmörg þeirra orðið stóreignafólk. Þær stóreignir eru í raun sá arður sem á með réttu að renna til samfélagsins til grunnþjónustu við okkur öll. Núverandi fyrirkomulag er meingallað og fársjúkt. Það eru ekki allir sem höndla slíka auðsöfnun, sem getur leitt til þvílíkrar græðgi að öll mörk og siðferði fjúka út í veður og vind. Samherjamálið er risastórt og sláandi dæmi um það, hvert taumlaus auðhyggja getur leitt. Við erum þessa dagana að lesa um svik og pretti, mútur og lygar sem beytt hefur verið gagnvart fátækri þjóð í Namibíu. Skattaundanskot og peningaþvætti af þeirri stærðargráðu að starfsmenn DNB bankans í Noregi hefur ekki mætt öðru eins um áratugaskeið. Reikningar Samherja eru hinum ýmsu löndum, undir ýmsum nöfnum til að fela og flækja streymi peninganna. Grein nr. 34 Náttúruaulindir í Nýju stjórnarskránni hljóðar svo:Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Afar brýnt er að lögfesta grein nr 34 Náttúruauðlindir í Nýju stjórnarskránni sem allra allra fyrst. Með þeirri lögfestingu verður fyrirkomulag fiskveiða við Ísland og vinnsla afla í landi, leyst úr þeirri einokun sem er í dag. Með aðskilnaði veiða og vinnslu yrðu þau vandamál úr sögunni, að geðþótti útgerðaraðlia réði því hvort fiskur væri unnin á þessum stað eða hinum. Laun til sjómanna mundu hækka þar sem fiskverð á markaði er undantekningarlítið hærra en til vinnslu í eigu útgerðaraðila. Með leigutekjum af auðlindum sjávar aukast þeir fjármunir verulega, sem varið verður til uppbyggingar á innviðum samfélagsins. Auðvitað munu útgerðaraðilar gera allt sem í þeirra valdi stendur, til að verja þær veiðiheimildir sem þeim hafa verið gefnar. Píratar og Samfylking lögðu nýlega fram á Alþingi, frumvarp þess efnis að lögfesta Nýju Stjórnarskrána. Skora hér með á þingmenn að samþykkja það frumvarp sem fyrst og í síðasta lagi á vorþingi. Það er löngu kominn tími til að leysa gömlu dönsku stjórnarskána af hólmi, sem er að stofni til frá þeim tíma þegar einveldi konungs var enn í gildi í Danaveldi og var fullgilt hér til bráðabirgða sem Stjórnarskrá Íslands við lýðveldisstofnun 1944 eða fyrir 75 árum.Höfundur er #ammapírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem kallað er í daglegu tali stjórn fiskveiða eru tillögur Hafrannsóknarstofnunar um það magn sem veiða má hvert ár úr hverri tegund fyrir sig. Það fyrirkomulag er til fyrirmyndar og þekkt um allan heim eins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir réttilega. Samfélagið á veiðiheimildirnar með réttu, en þær voru af einhverjum undarlegum ástæðum, gefnar til útgerða 1984 á grundvelli tiltekinnar veiðireynslu 3 árin á undan. Útgerðir fengu svo heimild til að framselja / versla með óveiddan fisk 1990. Arður af sjávarauðlindum okkar hefur síðan runnið til útgerðaraðila og eru allmörg þeirra orðið stóreignafólk. Þær stóreignir eru í raun sá arður sem á með réttu að renna til samfélagsins til grunnþjónustu við okkur öll. Núverandi fyrirkomulag er meingallað og fársjúkt. Það eru ekki allir sem höndla slíka auðsöfnun, sem getur leitt til þvílíkrar græðgi að öll mörk og siðferði fjúka út í veður og vind. Samherjamálið er risastórt og sláandi dæmi um það, hvert taumlaus auðhyggja getur leitt. Við erum þessa dagana að lesa um svik og pretti, mútur og lygar sem beytt hefur verið gagnvart fátækri þjóð í Namibíu. Skattaundanskot og peningaþvætti af þeirri stærðargráðu að starfsmenn DNB bankans í Noregi hefur ekki mætt öðru eins um áratugaskeið. Reikningar Samherja eru hinum ýmsu löndum, undir ýmsum nöfnum til að fela og flækja streymi peninganna. Grein nr. 34 Náttúruaulindir í Nýju stjórnarskránni hljóðar svo:Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Afar brýnt er að lögfesta grein nr 34 Náttúruauðlindir í Nýju stjórnarskránni sem allra allra fyrst. Með þeirri lögfestingu verður fyrirkomulag fiskveiða við Ísland og vinnsla afla í landi, leyst úr þeirri einokun sem er í dag. Með aðskilnaði veiða og vinnslu yrðu þau vandamál úr sögunni, að geðþótti útgerðaraðlia réði því hvort fiskur væri unnin á þessum stað eða hinum. Laun til sjómanna mundu hækka þar sem fiskverð á markaði er undantekningarlítið hærra en til vinnslu í eigu útgerðaraðila. Með leigutekjum af auðlindum sjávar aukast þeir fjármunir verulega, sem varið verður til uppbyggingar á innviðum samfélagsins. Auðvitað munu útgerðaraðilar gera allt sem í þeirra valdi stendur, til að verja þær veiðiheimildir sem þeim hafa verið gefnar. Píratar og Samfylking lögðu nýlega fram á Alþingi, frumvarp þess efnis að lögfesta Nýju Stjórnarskrána. Skora hér með á þingmenn að samþykkja það frumvarp sem fyrst og í síðasta lagi á vorþingi. Það er löngu kominn tími til að leysa gömlu dönsku stjórnarskána af hólmi, sem er að stofni til frá þeim tíma þegar einveldi konungs var enn í gildi í Danaveldi og var fullgilt hér til bráðabirgða sem Stjórnarskrá Íslands við lýðveldisstofnun 1944 eða fyrir 75 árum.Höfundur er #ammapírati.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun