Krefst sex til átta ára fangelsisdóms yfir Alvari og Einari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2019 11:29 Alvar Óskarsson og Einar Jökull eru meðal þriggja sem ákærðir eru fyrir amfetamínframleiðsluna. Vísir/Vilhelm Saksóknari í umfangsmiklu amfetamínsmáli krefst sex til átta ára fangelsis yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni sem sæta ákæru fyrir amfetamínsframleiðslu í sumarbústaði í Borgarfirði. Málflutningur í málinu fór fram í morgun. Þeir Alvar og Einar Jökull fengu þunga dóma í Pólstjörnumálinu árið 2008. Einar Jökull var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi en Alvar sjö ára fangeli. Margeir Pétur á ekki að baki sakaferil.RÚV hefur eftir Dagmar Ösp Vésteinsdóttur, saksóknara í málinu, að þremenningarnir ættu sér engar málsbætur. Brot þeirra væru alvarleg, þaulskipulögð og ávinningurinn af þeim hefði orðið mjög mikill hefðu þremenningarnir komið efnununm í verð. Framleiðslan var stöðvuð í aðgerð lögreglu 7. júní í sumar. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Þrír til viðbótar hafa þegar játað aðild sína að kannabisframleiðslunni í Þykkvabæ og hlotið skilorðsbundna dóma fyrir. Fjórði maður steig fram skömmu áður en málið fór fyrir dómstóla og tók á sig alla sök í málinu. Dagmar Ösp segir framburð þess manns mjög ósannfærandi og bæri þess merki að hann vissi lítið en hefði séð myndir af sumarbústaðnum þar sem framleiðslan fór fram. Maðurinn er góður félagi Alvars og Einars Jökuls. Þykir innkoma hans á þessu stigi málsins minna á mál tengdu Franklín Steiner árið 1997. Þá tók vinur Franklíns á sig sök en hlaut á endanum sjálfur dóm fyrir. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp í málinu fyrir jól. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Saksóknari í umfangsmiklu amfetamínsmáli krefst sex til átta ára fangelsis yfir Alvari Óskarssyni, Einari Jökli Einarssyni og Margeiri Pétri Jóhannssyni sem sæta ákæru fyrir amfetamínsframleiðslu í sumarbústaði í Borgarfirði. Málflutningur í málinu fór fram í morgun. Þeir Alvar og Einar Jökull fengu þunga dóma í Pólstjörnumálinu árið 2008. Einar Jökull var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi en Alvar sjö ára fangeli. Margeir Pétur á ekki að baki sakaferil.RÚV hefur eftir Dagmar Ösp Vésteinsdóttur, saksóknara í málinu, að þremenningarnir ættu sér engar málsbætur. Brot þeirra væru alvarleg, þaulskipulögð og ávinningurinn af þeim hefði orðið mjög mikill hefðu þremenningarnir komið efnununm í verð. Framleiðslan var stöðvuð í aðgerð lögreglu 7. júní í sumar. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. Þrír til viðbótar hafa þegar játað aðild sína að kannabisframleiðslunni í Þykkvabæ og hlotið skilorðsbundna dóma fyrir. Fjórði maður steig fram skömmu áður en málið fór fyrir dómstóla og tók á sig alla sök í málinu. Dagmar Ösp segir framburð þess manns mjög ósannfærandi og bæri þess merki að hann vissi lítið en hefði séð myndir af sumarbústaðnum þar sem framleiðslan fór fram. Maðurinn er góður félagi Alvars og Einars Jökuls. Þykir innkoma hans á þessu stigi málsins minna á mál tengdu Franklín Steiner árið 1997. Þá tók vinur Franklíns á sig sök en hlaut á endanum sjálfur dóm fyrir. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp í málinu fyrir jól.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira