Missti bestu vinkonu sína í stríðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 19:30 Bana Alabed er tíu ára gömul frá Sýrlandi en búsett í Tyrklandi. Vísir/Friðrik Þór Milljónir barna um allan heim vita varla hvað það er að ganga í skóla og því þarf að breyta að sögn tíu ára stúlku frá Sýrlandi. Hún er ein af 450 þátttakendum á heimsþingi kvenleiðtoga sem nú stendur yfir í Hörpu. Bana Alabed fæddist í Aleppo í Sýrlandi sumarið 2009. Hún segir landið hafa verið fallegt og friðsælt áður en stríðið hófst þegar hún var afar ung. „Við vorum öll hamingjusöm og lékum okkur og svoleiðis en þegar stríðið byrjaði var það allt eyðilagt,“ segir Bana í samtali við fréttastofu. „Skólinn var eyðilagður svo við gátum ekki farið í skólann. Börn létu lífið. Jasmine vinkona mín dó. Ég mun aldrei gleyma henni, hún var besta vinkona mín. Þetta var mjög erfitt líf því á hverjum degi voru sprengjuárásir, þeim linnti aldrei, ekki einu sinni á nóttunni,“ segir Bana. Í umsátrinu um Aleppo 2016 hóf Bana, með aðstoð móður sinnar sem er enskukennari, að senda skilaboð til umheimsins um ástandið í gegnum Twitter. Framtakið hefur vakið heimsathygli en jafnframt sætt nokkurri gagnrýni. Fjölskylda hennar fékk að lokum ríkisborgararétt í Tyrklandi árið 2017. Nú ferðast Bana um heiminn til að koma skilaboðum sínum áleiðis, þótt það kosti að hún missi stöku sinnum af skóla. „Milljónir barna sækja ekki skóla. Þau vita ekki hvað skóli er, þau fá ekki góða menntun. Þess vegna ferðast ég um allan heim til að segja heiminum hvað er um að vera hjá þeim, til að hjálpa þeim að komast í skóla. Menntun er svo mikilvæg því án hennar verður ekkert úr okkur,“ segir Bana. „Á morgun er dagur barnanna og ég vil segja leiðtogunum að hjálpa börnunum að eignast betra líf.“ Reykjavík Sýrland Tyrkland Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Milljónir barna um allan heim vita varla hvað það er að ganga í skóla og því þarf að breyta að sögn tíu ára stúlku frá Sýrlandi. Hún er ein af 450 þátttakendum á heimsþingi kvenleiðtoga sem nú stendur yfir í Hörpu. Bana Alabed fæddist í Aleppo í Sýrlandi sumarið 2009. Hún segir landið hafa verið fallegt og friðsælt áður en stríðið hófst þegar hún var afar ung. „Við vorum öll hamingjusöm og lékum okkur og svoleiðis en þegar stríðið byrjaði var það allt eyðilagt,“ segir Bana í samtali við fréttastofu. „Skólinn var eyðilagður svo við gátum ekki farið í skólann. Börn létu lífið. Jasmine vinkona mín dó. Ég mun aldrei gleyma henni, hún var besta vinkona mín. Þetta var mjög erfitt líf því á hverjum degi voru sprengjuárásir, þeim linnti aldrei, ekki einu sinni á nóttunni,“ segir Bana. Í umsátrinu um Aleppo 2016 hóf Bana, með aðstoð móður sinnar sem er enskukennari, að senda skilaboð til umheimsins um ástandið í gegnum Twitter. Framtakið hefur vakið heimsathygli en jafnframt sætt nokkurri gagnrýni. Fjölskylda hennar fékk að lokum ríkisborgararétt í Tyrklandi árið 2017. Nú ferðast Bana um heiminn til að koma skilaboðum sínum áleiðis, þótt það kosti að hún missi stöku sinnum af skóla. „Milljónir barna sækja ekki skóla. Þau vita ekki hvað skóli er, þau fá ekki góða menntun. Þess vegna ferðast ég um allan heim til að segja heiminum hvað er um að vera hjá þeim, til að hjálpa þeim að komast í skóla. Menntun er svo mikilvæg því án hennar verður ekkert úr okkur,“ segir Bana. „Á morgun er dagur barnanna og ég vil segja leiðtogunum að hjálpa börnunum að eignast betra líf.“
Reykjavík Sýrland Tyrkland Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira