Missti bestu vinkonu sína í stríðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 19:30 Bana Alabed er tíu ára gömul frá Sýrlandi en búsett í Tyrklandi. Vísir/Friðrik Þór Milljónir barna um allan heim vita varla hvað það er að ganga í skóla og því þarf að breyta að sögn tíu ára stúlku frá Sýrlandi. Hún er ein af 450 þátttakendum á heimsþingi kvenleiðtoga sem nú stendur yfir í Hörpu. Bana Alabed fæddist í Aleppo í Sýrlandi sumarið 2009. Hún segir landið hafa verið fallegt og friðsælt áður en stríðið hófst þegar hún var afar ung. „Við vorum öll hamingjusöm og lékum okkur og svoleiðis en þegar stríðið byrjaði var það allt eyðilagt,“ segir Bana í samtali við fréttastofu. „Skólinn var eyðilagður svo við gátum ekki farið í skólann. Börn létu lífið. Jasmine vinkona mín dó. Ég mun aldrei gleyma henni, hún var besta vinkona mín. Þetta var mjög erfitt líf því á hverjum degi voru sprengjuárásir, þeim linnti aldrei, ekki einu sinni á nóttunni,“ segir Bana. Í umsátrinu um Aleppo 2016 hóf Bana, með aðstoð móður sinnar sem er enskukennari, að senda skilaboð til umheimsins um ástandið í gegnum Twitter. Framtakið hefur vakið heimsathygli en jafnframt sætt nokkurri gagnrýni. Fjölskylda hennar fékk að lokum ríkisborgararétt í Tyrklandi árið 2017. Nú ferðast Bana um heiminn til að koma skilaboðum sínum áleiðis, þótt það kosti að hún missi stöku sinnum af skóla. „Milljónir barna sækja ekki skóla. Þau vita ekki hvað skóli er, þau fá ekki góða menntun. Þess vegna ferðast ég um allan heim til að segja heiminum hvað er um að vera hjá þeim, til að hjálpa þeim að komast í skóla. Menntun er svo mikilvæg því án hennar verður ekkert úr okkur,“ segir Bana. „Á morgun er dagur barnanna og ég vil segja leiðtogunum að hjálpa börnunum að eignast betra líf.“ Reykjavík Sýrland Tyrkland Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Milljónir barna um allan heim vita varla hvað það er að ganga í skóla og því þarf að breyta að sögn tíu ára stúlku frá Sýrlandi. Hún er ein af 450 þátttakendum á heimsþingi kvenleiðtoga sem nú stendur yfir í Hörpu. Bana Alabed fæddist í Aleppo í Sýrlandi sumarið 2009. Hún segir landið hafa verið fallegt og friðsælt áður en stríðið hófst þegar hún var afar ung. „Við vorum öll hamingjusöm og lékum okkur og svoleiðis en þegar stríðið byrjaði var það allt eyðilagt,“ segir Bana í samtali við fréttastofu. „Skólinn var eyðilagður svo við gátum ekki farið í skólann. Börn létu lífið. Jasmine vinkona mín dó. Ég mun aldrei gleyma henni, hún var besta vinkona mín. Þetta var mjög erfitt líf því á hverjum degi voru sprengjuárásir, þeim linnti aldrei, ekki einu sinni á nóttunni,“ segir Bana. Í umsátrinu um Aleppo 2016 hóf Bana, með aðstoð móður sinnar sem er enskukennari, að senda skilaboð til umheimsins um ástandið í gegnum Twitter. Framtakið hefur vakið heimsathygli en jafnframt sætt nokkurri gagnrýni. Fjölskylda hennar fékk að lokum ríkisborgararétt í Tyrklandi árið 2017. Nú ferðast Bana um heiminn til að koma skilaboðum sínum áleiðis, þótt það kosti að hún missi stöku sinnum af skóla. „Milljónir barna sækja ekki skóla. Þau vita ekki hvað skóli er, þau fá ekki góða menntun. Þess vegna ferðast ég um allan heim til að segja heiminum hvað er um að vera hjá þeim, til að hjálpa þeim að komast í skóla. Menntun er svo mikilvæg því án hennar verður ekkert úr okkur,“ segir Bana. „Á morgun er dagur barnanna og ég vil segja leiðtogunum að hjálpa börnunum að eignast betra líf.“
Reykjavík Sýrland Tyrkland Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira