Afar venjulegur nörd Björk Eiðsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 08:00 Sigurður Helgi segist lengi hafa gengið með hugmyndina að þáttunum í maganum. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrir alla muni er ný íslensk sjónvarpsþáttaröð í sex hlutum, þar sem Sigurður Helgi Pálmason og Viktoría Hermannsdóttir grúska í gömlum munum og kanna sögu þeirra. Áhorfandinn er leiddur inn í heim íslenskrar sögu og sagna á óhefðbundinn hátt, munir frá atburðum og sögu landsins eru notaðir til að vekja forvitni og fara með áhorfandann í áhugavert ferðalag. Sigurður Helgi er að þreyta frumraun sína sem þáttastjórnandi í sjónvarpi en hugmyndina að þáttunum hafði hann lengi gengið með í maganum. Leiðir hans og Viktoríu Hermannsdóttur fjölmiðlakonu lágu svo saman þegar Sigurður sat fyrir svörum í þætti Viktoríu um safnara á Rás 1. „Hún hafði fundið nafn mitt á alheimsnetinu þar sem ég rak áður safnarabúð á Hverfisgötu. Eftir að hafa farið í viðtalið og spjallað við Viktoríu í um fimm mínútur spurði ég hana hvort hún myndi ekki vilja vera með mér í þessum sjónvarpsþáttum og hún svaraði: „Hver væri ekki til í að gera þátt um gamla muni?“ Ég held að innsæi mitt hafi aldrei haft jafn rétt fyrir sér og þá. Ég eignaðist bæði frábæran vin og æðislegan samstarfsfélaga sem hafði trú á verkefninu frá fyrsta degi,“ útskýrir Sigurður.Fékk ungur áhuga á myntfræðiEn hvaðan ætli áhuginn á að grúska í gömlu dóti komi? „Ég er afar venjulegur nörd sem fékk ungur að árum gríðarlegan áhuga á myntfræði og sögu opinbers gjaldmiðils á Íslandi. Og má segja að það áhugamál hafi verið minn skóli.“ Í dag starfar Sigurður Helgi eins og fyrr segir sem safnvörður í Seðlabanka Íslands og sér hann um myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns Íslands.Sigurður sat fyrir svörum í útvarpsþætti Viktoríu á Rás 1 um safnara ?og úr varð farsælt samstarf og góður vinskapur. Mynd/RúvÞrettán ára í starfskynningu á Þjóðminjasafninu „Þessi áhugi kviknaði þegar ég komst í gamlan peningakassa fullan af gamalli mynt heima hjá ömmu Dísu og afa Fidda. En segja má að ég hafi endanlega fallið fyrir þessum ævintýraheimi þegar ég fór 13 ára gamall í starfskynningu á Þjóðminjasafnið. Þar fékk ég að ganga um safnið, sem þá var lokað vegna viðgerða að mig minnir, óáreittur, og fékk leiðsögn og fullt af sögum sem ég man enn mjög vel. Lilja Árnadóttir sem er í dag sviðsstjóri munasafnsins og kemur einmitt fram í tveimur þáttanna tók á móti mér þennan örlagaríka dag.“ Þegar Sigurður er spurður hvort þetta sé ekki nett nördaáhugamál svarar hann hlæjandi: „Ekki nett, heldur algjört.“Safnstjóri sem rak safnarabúð hlýtur að eiga sér sinn eigin uppáhaldshlut, ekki satt? „Sá hlutur sem mér þykir einna vænst um er peningakassinn sem kom þessu öllu af stað. Ég man enn þá eftir hverjum einasta peningi sem í honum er. Þeir eru þar allir enn og verða þar til einhver tekur við kassanum eftir minn dag.“Nördaði yfir sig Sigurður segist bíða þáttarins á sunnudaginn með eftirvæntingu og þó um sé að ræða frumraun hans í sjónvarpi sé hann óstressaður fyrir frumsýningunni. Hann viðurkennir þó að hafa nördað yfir sjálfan sig nokkrum sinnum, eins og hann sjálfur orðar það, á meðan á upptökum stóð. „Það sést greinilega þegar það gerist í þáttunum,“ segir hann í léttum tón. „Ég fékk að vinna með frábæru fólki að gerð þátta, sem ég hef gengið með í maganum í langan tíma. Og ég tala nú ekki um allt það fagfólk og safnara sem koma fram í þættinum, fólk sem hefur eytt árum eða jafnvel tugum ára í rannsóknir á munum eða sögum þeim tengdum. Þetta er ævintýri sem ég mun seint gleyma.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Fyrir alla muni er ný íslensk sjónvarpsþáttaröð í sex hlutum, þar sem Sigurður Helgi Pálmason og Viktoría Hermannsdóttir grúska í gömlum munum og kanna sögu þeirra. Áhorfandinn er leiddur inn í heim íslenskrar sögu og sagna á óhefðbundinn hátt, munir frá atburðum og sögu landsins eru notaðir til að vekja forvitni og fara með áhorfandann í áhugavert ferðalag. Sigurður Helgi er að þreyta frumraun sína sem þáttastjórnandi í sjónvarpi en hugmyndina að þáttunum hafði hann lengi gengið með í maganum. Leiðir hans og Viktoríu Hermannsdóttur fjölmiðlakonu lágu svo saman þegar Sigurður sat fyrir svörum í þætti Viktoríu um safnara á Rás 1. „Hún hafði fundið nafn mitt á alheimsnetinu þar sem ég rak áður safnarabúð á Hverfisgötu. Eftir að hafa farið í viðtalið og spjallað við Viktoríu í um fimm mínútur spurði ég hana hvort hún myndi ekki vilja vera með mér í þessum sjónvarpsþáttum og hún svaraði: „Hver væri ekki til í að gera þátt um gamla muni?“ Ég held að innsæi mitt hafi aldrei haft jafn rétt fyrir sér og þá. Ég eignaðist bæði frábæran vin og æðislegan samstarfsfélaga sem hafði trú á verkefninu frá fyrsta degi,“ útskýrir Sigurður.Fékk ungur áhuga á myntfræðiEn hvaðan ætli áhuginn á að grúska í gömlu dóti komi? „Ég er afar venjulegur nörd sem fékk ungur að árum gríðarlegan áhuga á myntfræði og sögu opinbers gjaldmiðils á Íslandi. Og má segja að það áhugamál hafi verið minn skóli.“ Í dag starfar Sigurður Helgi eins og fyrr segir sem safnvörður í Seðlabanka Íslands og sér hann um myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns Íslands.Sigurður sat fyrir svörum í útvarpsþætti Viktoríu á Rás 1 um safnara ?og úr varð farsælt samstarf og góður vinskapur. Mynd/RúvÞrettán ára í starfskynningu á Þjóðminjasafninu „Þessi áhugi kviknaði þegar ég komst í gamlan peningakassa fullan af gamalli mynt heima hjá ömmu Dísu og afa Fidda. En segja má að ég hafi endanlega fallið fyrir þessum ævintýraheimi þegar ég fór 13 ára gamall í starfskynningu á Þjóðminjasafnið. Þar fékk ég að ganga um safnið, sem þá var lokað vegna viðgerða að mig minnir, óáreittur, og fékk leiðsögn og fullt af sögum sem ég man enn mjög vel. Lilja Árnadóttir sem er í dag sviðsstjóri munasafnsins og kemur einmitt fram í tveimur þáttanna tók á móti mér þennan örlagaríka dag.“ Þegar Sigurður er spurður hvort þetta sé ekki nett nördaáhugamál svarar hann hlæjandi: „Ekki nett, heldur algjört.“Safnstjóri sem rak safnarabúð hlýtur að eiga sér sinn eigin uppáhaldshlut, ekki satt? „Sá hlutur sem mér þykir einna vænst um er peningakassinn sem kom þessu öllu af stað. Ég man enn þá eftir hverjum einasta peningi sem í honum er. Þeir eru þar allir enn og verða þar til einhver tekur við kassanum eftir minn dag.“Nördaði yfir sig Sigurður segist bíða þáttarins á sunnudaginn með eftirvæntingu og þó um sé að ræða frumraun hans í sjónvarpi sé hann óstressaður fyrir frumsýningunni. Hann viðurkennir þó að hafa nördað yfir sjálfan sig nokkrum sinnum, eins og hann sjálfur orðar það, á meðan á upptökum stóð. „Það sést greinilega þegar það gerist í þáttunum,“ segir hann í léttum tón. „Ég fékk að vinna með frábæru fólki að gerð þátta, sem ég hef gengið með í maganum í langan tíma. Og ég tala nú ekki um allt það fagfólk og safnara sem koma fram í þættinum, fólk sem hefur eytt árum eða jafnvel tugum ára í rannsóknir á munum eða sögum þeim tengdum. Þetta er ævintýri sem ég mun seint gleyma.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira