Innlent

Undir áhrifum fíkniefna, án réttinda og á óskráðum bíl

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkuð var um ökumenn undir áhrifum fíkniefna í gær og reyndust minnst þrír þeirra án ökuréttinda. Tveir höfðu verið sviptir vegna ítrekaðra afskipta lögreglu.
Nokkuð var um ökumenn undir áhrifum fíkniefna í gær og reyndust minnst þrír þeirra án ökuréttinda. Tveir höfðu verið sviptir vegna ítrekaðra afskipta lögreglu. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þar að auki reyndist hann án ökuréttinda, eftir að hafa verið sviptur vegna fyrri afskipta og er hann grunaður um vörslu fíkniefna. Þar að auki var bíll hans ótryggður. Lögreglan stöðvaði einnig ökumann sem ók yfir á rauðu ljósi. Hann var handtekinn grunaður um ölvunarakstur og kom í ljós að hann hafði aldrei fengið ökuréttindi.

Nokkuð var um ökumenn undir áhrifum fíkniefna í gær og reyndust minnst þrír þeirra án ökuréttinda. Tveir höfðu verið sviptir vegna ítrekaðra afskipta lögreglu.

Þá þurfti lögreglan að aðstoða starfsfólk slysadeildar vegna ölvaðs aðila sem var þar til vandræða. Ölvað fólk varð einnig til vandræða á veitingastað í miðbænum og í verslun í Árbæ. Lögreglan var einnig kölluð til vegna líkamsárásar fyrir utan veitingahús í nótt.

Brotist var inn í heimahús, verslun og skóla í gærkvöldi og í nótt og var gaskútum stolið frá heimili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×